Ammmæli, slúður og máttarstólpar...

Jæja, þá eru loksins veislustönd og kökstúss búið, mikið er ég fegin...pínu tiltektir eftir en geri það bara þegar ég nenni...

Tengastrumpur kom og var með nýju kærustuna með sér, yndisleg kona í alla staði, líkaði mjög vel við hana, og stelpurnar bræddu hana gjörsamlega eins og við var að búast. Þau tóku líka hundana með sér, eða réttast sagt hundinn og úlfinn, tengdastrumpur á nefnilega dýr sem er 80 prósent úlfur og 20 prósent hundur, alveg ótrúlega fallegt, góðlynt og yndislegt skinn, og ekkert smá stór!!! Set inn mynd við tækifæri SmileHeart Nú svo kom fullt af öðru fínu fólki, hún er vinsæl litlan mín Wink og síðasti gesturinn, sem var reyndar ekki gestur heldur fjölskyldumeðlimur (Jojo hans Einars) fór ekki fyrr en bara seint, yndislegt að hafa hana hérna!!! Heart

Svo kom slangur af fólki í gær líka til að halda upp á dömuna, meiri tertur og kökur og vesen, bara kúl Smile Sú stutta var að vísu því miður ekki alveg í formi, hélt að hún væri jafnvel að verða lasin greyið, en hún er nú mikið skárri í dag svo þetta hefur bara verið þreyta eftir stóru veisluna sjálfsagt. Og svo reyndi greyið amma hennar að hringja í allan gærdag skildist mér en það var greinilega ehv vesen með gemsann minn og ég var að tala í heimasíman svo þegar mamma loksins komst í samband við okkur var litla skottið dottin útaf Frown Ætla að leyfa henni að bjalla í ömmu sína aðeins í dag bara í staðinn.

 Nóg um afmælið, næsta efni er illskeytt slúður frá viðbjóðslegum krakkakvikindum hérna í hverfinu:

Elsta dóttir mín kom heim úr skólanum í gær með þær fréttir að skólasystir hennar ein hafi spurt Beccu mína hvort hún geri "hitt" með pabba sínum. Hvað er að börnum, eiga þau einu sinni að vita á þessum aldri hvað það fyribæri er??? Þetta var stelpa í 4. bekk sem spurði en þetta kom víst frá einhverjum öðrum. Ég hringdi strax í skólastýruna og spurði hvað hún hugsaði sér að gera í málinu, þetta væri svo langt langt langt utan fyrir allt sem ég gæti hugsað mér að láta bjóða dóttur minni uppá, það væri svo mikið vesen í kringum pabba hennar fyrir að hann væri bara viðkvæmt mál fyrir henni og svona viðbjóð vildi ég ekki sjá!!! Nú svo þar að auki gæti þetta náð eyrum einhvers fullorðins og við hreinlega lent í að vera kærð ef einhverjum dytti nú í hug að það væri ehv til í þessu, flestir halda líka að Andreas sé pabbi hennar og mig langar nú ekkert sérlega til að verði ehv farið að rannsaka meint sifjaspell í minni fjölskyldu, ég er ekkert að ímynda mér að það sé sérstaklega gaman að lenda í því hvorki fyrir okkur fullorðna fólkið hvað þá litlu krakkana!!! Angry Sko það var slæmt þegar hún var lögð í einelti út af gleraugunum, mér er illa við að henni sé strítt ef hún er ekki í "réttum" fötum (og fyrirgefðu, af hverju á einhver annar en hún að leggja ehv mat á hvað er rétt föt fyrir hana) en þetta er bara á svo allt öðru plani sko, þetta er engan veginn ásættanlegt og ef skólinn leysir ekki þetta mál í dag eða seinast á morgun og veiðir upp þann sem bjó þetta slúður til, þá er hún bara heima það sem eftir er af þessari önn!!! Hún er að fara að byrja í miklu betri skóla, International English School, í allt öðru hverfi í haust og mér er alveg sama þó ég valdi mayhem í þessum skóla, Jóhanna is seriously pissed off núna!!! AngryDevil

En svona on other notes, stólpin ég er að fara að halda hérna kynningarfund fyrir heimili og skóla í kvöld með Sheilu vinkonu og Jakob. Við ætlum að reyna að koma þessu félagi á laggirnar aftur hérna í Jönköping, sem er bara jákvætt. Svo er stórfundur í Stokkhólmi um helgina sem við förum á líka, alla helgi, engin börn, hótel borgað...svo eru fundir frá morgni til kvölds, en það er bara kúl!!! SmileCool Hlakka til!!!

Jæja, Birna, er þetta ekki nóg í bili? LoLTounge Rigning og grátt hérna í dag, annað en í gær, þá var skínandi sól og hiti, undarlegt veður hérna, hefur örugglega ehv með öskuna frá Íslandi að gera hahahahaha LoLGrin

Óska ykkur góðs dags þrátt fyrir veður og annað


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Dúadóttir

Nr eitt, HYSKI PAKK OG LÝÐUR  og nr tvö AUMINGJAR HYSKI PAKK OG LÝÐUR  Annars bara æði stólpinn minn, knús á þig og þína, meira síðar ??? Smá pressa hérna

Birna Dúadóttir, 4.5.2010 kl. 12:48

2 Smámynd: Erna Evudóttir

Jamm bara að leggja þessum skóla ef hann virkar ekki eins og hann á að gera!!! En bíddu var ekki búin að heyra þetta Stokkhólmsskemmtiferðardæmi, sniðugt, góða skemmtun og borðaðu mikið

Erna Evudóttir, 4.5.2010 kl. 19:39

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Mér líst vel á að hún skuli vera að fara í annan skóla, hún þarf ekki að vera í svona umhverfi og þá á hún ekki að vera þarSparkaðu í punginn á þessu ógeðslega liði frá mér takk, hvort sem það hefur hann eða ekki

Love u

Jónína Dúadóttir, 6.5.2010 kl. 08:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband