...er árið sem ég ætla að hreinsa upp í mínu lífi! Ég ætla að gera þær breytingar sem þarf til að mér líði vel og setja sjálfa mig í fókus, enda löngu kominn tími til! Ég ætla að hætta að hafa svona miklar áhyggjur af að ég sé að troða á tærnar á einhverjum öðrum af því að þegar ég er að taka svona tillit til allra annara í kringum mig þá er ég í raun og veru að troða á tærnar á sjálfri mér, og það ekki svo lítið! NÚ ER NÓG KOMIÐ! Ég ætla að gera 2010 að mínu ári! Ég ætla að þora að taka áhættur og gefa hamingjunni séns...og ég ÆTLA, ÉG ÆTLA að komast heim í sumar með stelpurnar og hitta fólkið mitt!!! Þó ég þurfi þá að lifa á núðlum þá ÆTLA ég að gera þetta!!!
Þetta eru engin áramótaheit, ég stunda ekki svoleiðis, þetta eru bara vissar ákvarðanir sem ég er búin að taka, new year, new beginnings!
Love u all og þið þarna heima, við sjáumst!
Athugasemdir
Heyr! heyr!
Gunnar Helgi Eysteinsson, 2.1.2010 kl. 11:02
Jahá nú líst mér á þig... Go Jóka go
Jónína Dúadóttir, 2.1.2010 kl. 11:13
Jóhanna Pálmadóttir, 2.1.2010 kl. 11:13
innlitskvitt
góð markmið og það sem allir ættu að gera - hugsa fyrst um sjálfan sig - þá getur maður hugsað um aðra.
Sigrún Óskars, 2.1.2010 kl. 11:22
Já, nákvæmlega þannig er það nefnilega
Jóhanna Pálmadóttir, 2.1.2010 kl. 11:44
Go Jóka
Erna Evudóttir, 2.1.2010 kl. 13:03
Flott hjá þér. Ég heiti á þig.
Þann tíma sem þú verður hérna fyrir norðan skal ég bjóða þér og stelpunum í mat alla þá daga sem ekki einhver annar býður þér. Það getur lækkað matarreikningin um eitthvað.
Gangi þér vel og það verður gaman að sjá þig.
Anna Guðný , 4.1.2010 kl. 00:41
Anna, þú ert yndisleg
Jóhanna Pálmadóttir, 4.1.2010 kl. 10:06
Við sláumst um þig yndið mitt
Jónína Dúadóttir, 4.1.2010 kl. 16:07
þið eruð bestar, hlakka svo mikið til að hitta ykkur!
Jóhanna Pálmadóttir, 4.1.2010 kl. 17:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.