...ég var búin að lofa bloggi fyrir löööngu síðan, en ég var kannski bara að grínast
Er svona varla að nenna að skrifa núna heldur, er í letikasti í dag og með hausverk, á ekkert kaffi og nenni bara ekki út í búð...
Skemmtileg vika samt, Erna var hérna með Evu og Ísak sem var bara yndislegt, við fórum í heimsókn til Gunnars frænda sem varð fertugur í vikunni og það var yndislegt að hitta hann og hans frábæru fjölskyldu as always
Nú og svo fengum við Gunillu "the legend" í heimsókn, hún missti dóttur sína fyrir ekki svo löngu síðan svo það var sorglegt að hitta hana, en samt yndislegt...Gunilla er yndisleg! Maj-Lis og dóttir hennar Sabina komu líka svo þessi vika er búin að snúast mikið um nostalgíu finnst mér...en mikið um núið og framtíðina líka, var á fundi á miðvikudaginn að planera hvernig við ætlum að kynna leikritið á jólamarkaðnum í Huskvarna, nú og svo á fimmtudaginn snæddi ég hádegismat með Jakob S. og félögum ásamt talsmanni félags atvinnurekenda í Huskvarna centrum til að ræða samstarf okkar og markaðsetningu...þetta er bara spennandi!!! Svo var blaðamannafundur á eftir og loks æfing. Ég hlakka svo til að sjá frumsýninguna á þessu, það verður svo flott!!!
Það er frekar tómlegt án Ernu hérna samt, verð nú að segja það, gott að maður hefur eitthvað að gera þá!
Becca mín er heima í dag, hún vildi ekki fara með pabba sínum að slátra kjúllum í gær og mér fannst engin ástæða til að neyða hana til þess svo ég leyfði henni, samviskulaust , að segja pabba sínum að hún væri lasin...hann hefði nefnilega ekki leyft henni að vera heima bara af því að hún ekki vildi fara með enda maðurinn engin góð persóna!!!
Jæja, ég ætla að sjá hvort ég get ekki sent einhverja af litlu mannverunum hérna eftir kaffi handa mér og fara svo að þykjast gera eitthvað af viti, klæða mig eða eitthvað...í kvöld ætla ég svo að horfa á bíómyndina sem var gerð eftir sömu bók og leikritið, fékk diskinn lánaðan hjá Jakob, verður gaman að sjá þetta.
Gangið hægt um gleðinnar dyr en galvösk inn í góðan dag
Athugasemdir
Aldrei að grínast með svona alvarlega hluti barnið mittGott þú hefur gaman, fyrir utan kaffileysið... það er ekkert gaman og sértstaklega ef mar nennir ekki út í búðKnús á línuna
Jónína Dúadóttir, 21.11.2009 kl. 13:07
Sakna ykkar ferlegt hvað tíminn er fljótur að líða þegar maður hefur gaman
Erna Evudóttir, 22.11.2009 kl. 14:00
Sorry Ninna, skal ekki gera það aftur
Erna, sakna ykkar líka, tíminn leið alltof fljótt þegar þið voruð hérna
Jóhanna Pálmadóttir, 22.11.2009 kl. 22:12
Líst mér vel á þig kona, þú ert að verða stólpi í menningarlífinu En kaffilaus stólpi, það náttúrulega gengur ekki
Birna Dúadóttir, 23.11.2009 kl. 08:16
Er stólpi stólpi ef kaffilaus er?
Ja, af því að ég er svo mikill bakhjarl þá tókst mér að sjálfsögðu að senda þann stærsta af dvergunum þrem sem ávallt eru í kring um mig út í búð eftir kaffi!
Jóhanna Pálmadóttir, 23.11.2009 kl. 17:32
Hahaha sá það allt í einu fyrir mér, Jóka og dvergarnir sjö Þú átt bara fjóra eftir í það
Birna Dúadóttir, 24.11.2009 kl. 08:19
hlæ mig máttlausa!!!
Jóhanna Pálmadóttir, 24.11.2009 kl. 18:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.