Ég held að ég sé endanlega búin að sjá til þess að dætur mínar láti sér aldrei detta það í hug að verða leikkonur... Í gær vantaði nefnilega aukaleikarar fyrir útisenu í bíómyndinni umtöluðu, svo ég mætti á staðinn með 2 elstu. Tíminn sem okkur var sagt var milli 14:00-18:00. Hálf sex voru þeir enn ekki klárir fyrir töku og það var sko KALLT í gær!!! Samt vorum við kappklæddar, en það var bara virkilega kallt!!! Og við vorum komnar út rétt rúmlega 14:00 svo það urðu ansi margir tímar sem við vorum úti...og svo náttúrulega þegar þetta lokst komt í gang þá voru endalausar tökurnar fyrir hvað...5 mínútna senu kannski...andvarp
Rétt fyrir átta komum við svo heim, svangar, þreyttar og kaldar og eins og ég segi, ekki beint með drauma um að halda áfram í hinum töfrandi undraheimi kvikmyndanna Held samt að það hafi bara verið fínt fyrir þær að sjá hvernig þetta er í alvöru! Vil mikið frekar að þær verði læknar eða lögfræðingar eða þvílíkt sko eða eins og Nathalie sem vildi á tíma verða sjóræningi og Gordon Ramsey samtímis Annars er hún svo flott að hún segist sko ætla að verða allt sem hana langar til þegar hún verður stór!
Jæja, best að ræsa Nathalie fyrir leikskólann, ætla að leyfa Beccu að vera heima í dag, hún er komin með hálsbólgu litla skinnið
Eigið góðan dag, í allan dag
Athugasemdir
Knús á þig og dúllurnar þínar sæta, sakna ykkar
Birna Dúadóttir, 4.11.2009 kl. 08:19
Þið eru krútt
Jónína Dúadóttir, 4.11.2009 kl. 08:28
Sakna ykkar allra líka!!!
Jóhanna Pálmadóttir, 4.11.2009 kl. 09:15
Erna Evudóttir, 4.11.2009 kl. 12:48
Not my cup of tea að bíða svona á þess að vita hvað lengi. Gott að fá áminningu þarna.
Anna Guðný , 6.11.2009 kl. 12:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.