Sko, when it rains it pours
Mig langar bara að segja ykkur hvað ég á yndislegar dætur! Við fórum út í smástund í kuldann og þær voru svo góðar við hver aðra allar þrjár, hjálpuðust að og hlóu saman...alveg frábært, það gleður svo gamalt móðurhjartað þegar börnin manns eru svona ljúf
Nú svo fórum við og versluðum það sem vantaði fyrir matinn sem Becca er búin að panta, svínalundir, fylltar með osti og hvítlauk, bakaðar í ofni og svo hrísgrjón og bearnaisesósu með, og svo að sjálfsögðu fullt af nammi! Og svo af því að þær eru svo yndislegar þessar stóru mínar þá fengu þær svo að velja Hannah Montana ilmvatn handa hvor annarri...það sem var sætast við það var að af þreim tegundum sem voru til var bara eitt eintak eftir af þessu bleika. Haldiði ekki að hún Nathalie Erna mín velji síðasta bleika ilmvatnið þá handa systur sinni!!! Þess ber að geta að bleikur er uppáhaldslitur hennar Nathalie númer sko 1, 2 ooog 3!!! Að svona lítil stúlka skuli geta verið svona svakalega óeigingjörn og hugulsöm finnst mér vera gott merki um hversu rosalega vænt dætrum mínum þykir um hvor aðra, maður fær nærri því tár í augum bara!!!
Langaði bara að deila þessu með ykkur öllum svona, smá ljós í skammdeginu
Knúúúús
Athugasemdir
Takk fyrir þetta elskan, þær eru yndislegar eins og mamman
Jónína Dúadóttir, 31.10.2009 kl. 17:30
Algjörar dúllur heyri ég.
Anna Guðný , 1.11.2009 kl. 00:44
Þær eru súkkulaðisnúðarnir mínir
Jóhanna Pálmadóttir, 1.11.2009 kl. 12:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.