Ég var að taka til í eldhúsinu ídag...sem í svo sem ekki í frásögur færandi nema það stóð stór panna á bekknum, bara búin að standa þar síðan í gær, og brauðbretti ofan á henni...ég lyfti brettinu, vaska það upp, beini svo athyglinni að pönnunni sem ég hugðist taka þar næst...og viti menn, þarna fann ég bara heila flugueldisstöð...fullt af litlum ógeðslegum bananaflugulirfum í pönnunni minni...sem er búin að standa þarna á bekknum í tæpan sólarhring!!! Svo ótrúlega viðbjóðslegt!!! Á morgun ætla ég að taka ALLT eldhúsið ALMENNILEGA í gegn, við erum að tala um að skrúbba hvern sentimeter með klór!!! This means war and I'm NOT going to lose!!! Svo blanda ediki og uppþvottalegi og gera svona bombur sem helvítin geta drukknað í...þetta er svo NASTY!!!
Petra frænka Helenu systur eignaðist gullfallegan lítin dreng í gær, óskum henni innilega til hamingju með það, nú og Anna Björg kona Trausta föðurbróður átti afmæli í dag, allan daginn meira að segja hamingjuóskir þangað líka!
Sakna ykkar þarna heima þó að það sé frábært að búa hérna!
Athugasemdir
Góða skemmtun í morðæðinuSakna þín líka elsku dúllan mín
Jónína Dúadóttir, 9.7.2009 kl. 05:44
Ojbarastasta aumingja þú.Þó kostur að þú skulir geta losnað við morðæðið í þetta, en ekki eitthvað annað Ég hitti Söru í gær, alger perla þessi kona Hún bað mig að segja þér að hún er alveg að komast í tölvusamband aftur, þær hrynja víst bara tölvurnar við, að hún setjist fyrir framan þær
Birna Dúadóttir, 9.7.2009 kl. 08:31
Takk Ninna
Takk Birna, hlakka til að sjá hana online aftur, búin að sakna hennar!!! Fékk kveðju frá henni á fb líka, gegnum systur hennar! Hún er yndisleg!!!
Jóhanna Pálmadóttir, 11.7.2009 kl. 09:15
Jóka, hvað er bananafluga????
Anna Guðný , 12.7.2009 kl. 01:09
Anna, þetta er svona lítil leiðinleg fluga, Drosophila melanogaster af ávaxtafluguætt. Hún fjölgar sér allrosalega og á bara sólarhring geturðu verið komin með fleiri hundruð svona flugur, gjarnan í eldhúsinu á uppvaski, matarleyfum, ávöxtum, út um allt!!! Algjör óþverri!!!
Jóhanna Pálmadóttir, 12.7.2009 kl. 10:36
Sakna þín en bananaflugurnar blessuð sé minning þeirra, mega vera akkúrat það bara slæmar minningar
Erna Evudóttir, 13.7.2009 kl. 01:57
Sko, blessaðar bananaflugurnar eiga sér alveg tilvistarrétt og gera ábyggilega eitthvað gagn í náttúrunni, en akkúrat EKKI inni í eldhúsi hjá mér!
Jóhanna Pálmadóttir, 13.7.2009 kl. 10:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.