Sumar og sól :)

Jæja, mikið voðalega langt síðan ég bloggaði síðast, sorry...hef bara verið á fésinu og látið það duga...

Er í besta yfirlæti hjá Einari og Jojjo, búin að vera í viku með allar stelpurnar og ætla heim aftur á þriðjudaginn...stelpurnar ELSKA að vera hérna að sjálfsögðu, hjá þessu yndislega fólki...og mér finnst það svosem ekki leiðinlegt heldur Grin

Litla mín, Nína Lára hleypur á eftir ædolinu sínu út um allt: "Eina, Eina, titta!"  Einar hennar þarf sko að sjá ALLT sem hún gerir...svo gerir hún svona hææææja!!! á hann, hann er að sjálfsögðu strax farinn að kenna henni sjálfsvörn sem er bara frábært! Tounge Nú og svo fær greyið Jojjo aldrei að vera í friði fyrir henni heldur, ef hún reynir að fá sér að borða er litla komin strax og vill fá að "makka" hjá henni LoL "Uuundunn" þ.e.a.s. hundurinn "Íita" (Zita) fær sinn hlut af athyglinni líka þegar sú stutta sækir mat í skálina hennar og smakkar og býður með sér LoL Þetta er bara yndislegt!!! 

Nathalie Erna og Becca eru búnar að eignast vini í krökkunum í næstu íbúð og sér varla til þeirra nema þegar þær koma inn annað slagið til að fá að borða eða gefa Jojjo svona random knús InLove

Veðrið er búið að vera dásamleg hérna og á að vera eitthvað áfram, ídag er búið að vera svo heitt að við Einar nenntum ekki einu sinni að fara í dojon og lemja hvort annað og þá er sko heitt..pizza í kvöldmat af því að það er sko enginn sem hefur orku í að elda... LoL

Á morgun er á planinu að fara til Valla og leyfa stelpunum að fara á hestbak og á sunnudaginn ætlum við Einar að fara to the dojo Smile

Óska ykkur yndislegs dags í góða veðrinu, Jóka over and out! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 26.6.2009 kl. 19:06

2 identicon

hljómar vel :D verður en betra þegar ég flyt til sviþjóðar :)

axel hjelm:D (IP-tala skráð) 26.6.2009 kl. 20:05

3 Smámynd: Anna Guðný

Blessuð skvísa og takk fyrir boðið. Segi það sama og þú með fésið. Hef ekki verið að gefa mér nógu góðan tíma hér. Það er meiningin að breyta því núna.

En hver eru Einar og Jojjo? Bara forvitin

Anna Guðný , 26.6.2009 kl. 23:30

4 Smámynd: Jóhanna Pálmadóttir

Æðislegt Axel, hlakka til að fá þig hingað

Sæl Anna mín, Einar er "litli" frændi minn sonur Ernu móðursystur og Jojjo er kærastan hans Ef maður er ekki forvitinn fær maður ekkert að vita hahaha

Jóhanna Pálmadóttir, 27.6.2009 kl. 09:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband