Long time no blog...

Jæja, þá erum við flutt loksins, yndislegt bara!!! Það er svo ótrúlega gott að hafa nóg pláss fyrir draslið manns :)
Ég var snögg að fjárfesta í veglegum bókahyllum svo gersemirnar mínar þurfi ekki að vera pakkaðar niður óþarflega lengi...búin að pakka upp 6 kössum af bókum so far og hyllurnar varla hálffullar Smile Já, ég er sko nefnilega með borðstofu/bókasafn hérna! Smile Eldhúsið er að vísu pínulítið, skondið að það skuli vera það í svona stórri íbúð, en við borðum allar máltíðir í borðstofunni bara við stóra borðið mitt og svo keyptum við bara lítið borð í eldhúsið...nú svo erum við með glugga í 3 áttir, 2 svalir, sitthvoru meginn á húsinu, 3 baðherbergi og nóg af svefnherbergjum handa öllum...það er svo mikið pláss hérna að Nathalie Erna villtist í byrjun Grin

Nú, svo kom snjór í gær, gaman gaman, en því miður kom svo hláka í dag.

Nathalie Erna náði sér í hlaupabólu og Becca mín vildi líka vera með en af því að hún er búin að vera með hlaupabóluna náði hún sér bara í flensu í staðinn svo þær voru heima í rúma viku, fóru svo í skólann/leikskólann á miðvikudaginn og eru svo núna komnar í vikufrí PinchLoL Yndislegt bara!

Þarf að skella inn myndum af "the mansion" en þangað til set ég hérna glænýjar af börnunum SmileN´na jólasveinnNína og Rambóstelpurnar í baði


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Yndislegar stelpurnar eins og alltaf og Nina farin að standa upp...    Ohhh, maður missir af svo miklu með ykkur svona langt í burtu

Jónína Dúadóttir, 8.2.2009 kl. 12:49

2 Smámynd: Birna Dúadóttir

Til hamingju með the mansionSvakalega eru þær sætar allar þrjár Hvenær kemur svo strákurinn?

Birna Dúadóttir, 9.2.2009 kl. 12:08

3 Smámynd: Jóhanna Pálmadóttir

Jóhanna Pálmadóttir, 9.2.2009 kl. 16:06

4 Smámynd: Erna Evudóttir

Yndislegar stelpur og mamma gamla lika

Erna Evudóttir, 11.2.2009 kl. 23:10

5 identicon

Innilega til hamingju með nýju íbúðina. Æðislegar myndir, þær eru svo sætar :) kossar og knús frá okkur.

Linda Pálmadóttir (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 08:59

6 Smámynd: Jóhanna Pálmadóttir

Gamla hvað???
Meiriháttar að fá kveðju frá þér Linda mín, kossar og knús tilbaka...gaman að sjá að þú virðist vera á góðri leið með að koma þér í meira samband við umheimin dúllan mín!

Jóhanna Pálmadóttir, 13.2.2009 kl. 23:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband