Sólin er farin í felur

Rigning hérna meginn, hellidemba í allan dag, en það veitti nú ekki af smá bleytu eftir allan hitann...það voru þrumur og eldingar í gærkvöld...mér finnst það svo fallegt að ég er hangi dolfallin út í glugga og bara horfi, svo var svo geggjuð rigning en samt svo hlýtt að mig dauðlangaði að hlaupa út og bara láta rigna á mig! Þetta eru sko kraftar nátturunnar eins og þeir gerast bestir!!!

Nína Lára var í fyrstu bólusetningunni á miðvikudaginn. Þegar ég kom heim sagði elsku maðurinn minn að ég skyldi nú kannski hringja í ömmu Evu strax...hann vissi nefnilega ekki hvað barnaheilsugæslustöð heitir á íslensku, hvað þá bólusetning, og þegar amma, sem hvorki skilur ensku né sænsku hringdi og spurði eftir mér þá var það eina sem honum datt í hug að segja henni að ég væri á sjúkrahúsi með litlu...hahaha LoL 
Amma hafði nú haft smá áhyggjur af hvað ég gæti verið að gera þar með prinsessuna en fattaði samt að það væri nú ekkert alvarlegt sem betur fer...en hann fær nú alveg 10 fyrir viðleitni, mér finnst alveg frábært hvað hann þorir að reyna að tala íslenskuna og hvað honum tekst það nú vel!!! Kúl!!!

 Skelli hérna inn tveim mjög nýlegum myndum af Nínu litlu Láru, koma myndir af stóru stelpunum líka um leið og ég er búin að tæma símann minn...

DSC_00019DSC_00014


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Hefði viljað vera þarna og fá að upplifa þrumur og eldingar ! Og knúsa þessa litlu frænkudúllu þarnaAndreas góður !

Jónína Dúadóttir, 9.8.2008 kl. 06:43

2 Smámynd: Birna Dúadóttir

SætustUss ég er skíthrædd við þrumur og eldingarAndreas verður flottur,þegar þið flytjið heim

Birna Dúadóttir, 9.8.2008 kl. 11:09

3 Smámynd: Erna Evudóttir

Já þrumur og eldingar þarna úti er bara einstök upplifun, ekki spurning Er hún nokkuð æðisleg þessi unga kona

Erna Evudóttir, 9.8.2008 kl. 11:11

4 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

Hún er ædislegt krútt, litla daman.

Madurinn thinn er rosaduglegur ad reyna allavega ad tala íslenskuna. Manninum (danskur svíi) mínum thykir hún vodalega erfid og treystir sér ekki alveg til ad prófa. Ég thekki thessa tungumálaerfidleika, en thad er ótrúlegt hvad gódur vilji gerir mikid ef fólk vill skilja hvort annad.

kær kvedja frá Frederikssund.

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 9.8.2008 kl. 20:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband