Er hérna enn, hef ekki gefið mér tíma til að sitja í tölvunni lengi...hún er einhvern veginn alltaf upptekin þegar ég hef tíma! Ef það er ekki elskulegur eiginmaður minn þá er það litli bróðir hans sem er að spila...karlmenn!
Kim, mágur minn tók með sér Nathalie á bókasafnið ídag, og þegar hann var úti að reykja, með hana með sér náttúrulega, þá kom kall sem á heima undir okkur; ALGJÖR TUSSA; (afsakið orðbragðið), út á eftir þeim, glápandi á Nathalie allan tímann settist hann á bekk, dró niður buxnaklaufina og byrjaði að káfa á sér!!! Þvílíkur helv... viðbjóður!!! Sem betur fer sá Kim þetta og náði að snúa Nathalie þannig að hún varð ekki vör við hvað var á seyði, henda rettunni frá sér og ýta henni á undan sér inn aftur!!! Við kærðum þetta að sjálfsögðu!!! Þessi sami kall lamdi hana í sumar, hún var fyrir honum þegar hann var að flýja frá Andreas sem stoppaði hann við að hnupla nammi útí búð!!! Kærðum það líka!!! Við erum líka búin að hringja í lögguna á hann örugglega trilljón sinnum undanfarin ár þegar hann hefur verið öskrandi og gargandi hérna í stigaganginum af því að fyrrverandi konan hans vill ekki hleypa honum inn, hann eltir krakka og hræðir, eltir fullorðið fólk og betlar (hann á nógan pening!) og SAMT gengur hann ennþá laus!!! Hann er með einhvers konar fötlun og á erfitt með tal, en það er ENGIN afsökun fyrir að hegða sér eins og svín!!!
Jæja, nóg um það, varð bara að fá að skrifa af mér aðeins!
Óléttan gengur eins og vera skal, og ég hef ALDREI verið jafn þung og ég er núna!!!
Eigið góðan dag!!!
Athugasemdir
Vonandi tekur löggan hann í þetta skiptið -
Hafðu það gott og bið að heilsa
Gunnar Helgi Eysteinsson, 10.1.2008 kl. 17:43
Gott að heyra frá þér feitabollan mín Já ég segi það líka vonandi tekur hann !
Jónína Dúadóttir, 10.1.2008 kl. 20:26
Jóka er feitabolla, lalalalala
Erna Evudóttir, 11.1.2008 kl. 08:18
Mig langar að fá mynd af litlu feitubollunni okkar
Jónína Dúadóttir, 11.1.2008 kl. 08:32
Skjóta helvítið(á norðlensku)Ég held að þú sért agalega sæt sem svona feitabolla
Birna Dúadóttir, 11.1.2008 kl. 09:51
Hahaha...eins og öskraði á hann í gær svo bergmálaði í stigaganginum þá hefði verið betra fyrir hann ef löggan hefði tekið hann
Set inn mynd þegar tími gefst
Jóhanna Pálmadóttir, 11.1.2008 kl. 16:05
Haltu bara áfram að öskra yndið mitt, þú ert í fullum rétti
Jónína Dúadóttir, 11.1.2008 kl. 16:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.