Ég er farin að halda að það séu til svona geimverur í samhliða alheimi sem svona skreppa yfir í okkar heim annað slagið til að ná sér í strigaskó...henni eldri dóttur minni hefur nefnilega tekist það merkilega afrek að týna skónum sínu í herberginu sínu!!! Ég bara er ekki að skilja!!! Þetta eru inni-íþróttaskór sem hún notaði síðast á föstudaginn, er nokkuð viss um að þeir hafi komið með heim þá, en núna eru þeir bara bókstaflega gufaðir upp...
Vitandi það að aðferð dóttur minnar við að leita að hlutum felst í að standa í miðju herberginu, klóra sér í hausnum, snúa sér í nokkra hringi, væla "Ég finn þá ekki!" og vera svo allt í einu horfin inn í eldhús að klappa kanínunni, valdi ég að líka snúa öllu á hvolf, en allt kom fyrir ekki, þeir eru hvergi sjáanlegir!!! Þarafleiðandi dreg ég þá niðurstöðu að geimverurnar hljóti að hafa tekið þá...kannski ekki til svona skór í þeirra heimi...
Og í kvöld setja allir skóinn út í glugga... Sýnist svona á öllu að ég sleppi billega í ár, kartöflur eru ódýrar í Svíaríki
Svo er ég búin að vera á leið að baka piparkökur og kanelsnúða í marga daga núna, alltaf eitthvað sem kemur uppá...þarf td að fara á eftir og kaupa afmælisgjöfina handa Nathalie Ernu, af því að annaðkvöld er Lúsíuhátíð hjá Beccu og þá hef ég hvorki tíma né tækifæri...svo á fimmtudaginn á sú stutta afmæli og líklega lítið bakað þá, á föstudaginn er ég að fara í afmæli, á laugardaginn held ég veislu fyrir litlu og á sunnudaginn er verið að fara í kirkju og það er nú svo útslítandi að ég fer varla að baka eftir það....hihihi
Var að fá að vita að góður vinur minn sem ég hef fylgt lengi er fallinn, alltaf jafn leiðinlegt að fá svoleiðis fréttir...
Nóg um það, veriði nú þæg svo þið fáið eitthvað gott í skóinn í nótt...
Athugasemdir
Vinntu bara og vinntu,ég fer bara í kaffi á meðan
Birna Dúadóttir, 11.12.2007 kl. 18:46
Jamm sit í kaffi með Birnu á meðan
Jónína Dúadóttir, 11.12.2007 kl. 19:52
Hey, langar líka í kaffi!!!
Jóhanna Pálmadóttir, 12.12.2007 kl. 00:28
Nú komdu þá !
Jónína Dúadóttir, 12.12.2007 kl. 07:23
Er líka í kaffi! Við gerum greinilega lítið annað í þessari fjölskyldu, nema Jóka náttúrulega! En Jóka var það ekki bara Einhver sem tók skóna, held hann sé fluttur til þín
Erna Evudóttir, 12.12.2007 kl. 08:49
Bíddu... er eitthvað annað að gera en að drekka kaffi ??? Og Jóka mín, hann Einhver býr alveg ennþá hjá mér þó að börnin séu farin að heiman
Jónína Dúadóttir, 12.12.2007 kl. 08:59
TIL HAMINGJU MEÐ NATALIE ERNU
Jónína Dúadóttir, 13.12.2007 kl. 19:22
Til hamingju með snúlluna
Birna Dúadóttir, 13.12.2007 kl. 21:20
Takk takk
Jóhanna Pálmadóttir, 13.12.2007 kl. 21:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.