Sterkar Íslenskar konur!

Hún Erna litla er að fara að byrja á leikskóla í janúar, og í morgun fórum við í heimsókn á leikskólann hennar. Leikskólakennarar hérna úti eru kallaðir fröken og svo nafnið, einhver svona ævaforn siður, en jæja....fyrsta manneskjan sem við hittum á leikskólanum er fröken Fabian!!! LoL Myndarlegur ungur maður með sítt dökkt hár í stert sem spilar á gítar!!! Hahahaha...Nathalie fannst hann frábær!!! LoL Nú svo brilljeraði hún að sjálfsögðu, ekkert mál að fara svona með hana, þetta á eftir að ganga eins og í lygasögu! Hún svoleiðis lét í sér heyra og reyndi strax að fá alla til að dansa eftir hennar pípu, þessi elska! LoL En hún er voða diplómat þegar hún gerir það!

Fór á samkomu í kvöld, sótti lyklana, opnaði, sat ein í klukkutíma og fór svo heim, alltaf jafn gaman þegar það verður svoleiðis! Angry

Er ekki enn búin að losna við helv... skjaldbökurnar, alveg að verða komin í þrot!!!

Jæja, nenni ekki að skrifa meira núna..have a nice evening!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Evudóttir

Erna Evudóttir, 5.12.2007 kl. 23:00

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þær klikka sko ekkert á því þessar Ernur Segðu mér, er engin dýrabúð þarna sem vill taka við skjaldbökunum ? Svo eiga nú allir líka klósett... oj Ninna þetta var ógeðslegt....

Jónína Dúadóttir, 6.12.2007 kl. 07:31

3 Smámynd: Jóhanna Pálmadóttir

Sko, Ninna mín, þær eru 25-30 cm langar, held þær komist ekki niður í klósettið!

Jóhanna Pálmadóttir, 6.12.2007 kl. 14:28

4 Smámynd: Birna Dúadóttir

Settu þær í pappakassa og sendu einhverjum sem þér er illa við.Þú elskar mig samt,er það ekki

Birna Dúadóttir, 6.12.2007 kl. 18:20

5 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Gunnar Helgi Eysteinsson, 6.12.2007 kl. 19:58

6 Smámynd: Jóhanna Pálmadóttir

Heyrðu Birna...það er pakki á leiðinni til þín...

Jóhanna Pálmadóttir, 7.12.2007 kl. 16:46

7 Smámynd: Birna Dúadóttir

Birna Dúadóttir, 8.12.2007 kl. 14:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband