Síðasti dagurinn...

Í dag var síðasti dagurinn hennar Nathalie Ernu hjá heittelskaðri dagmömmu sinni, voða sorglegt! Sú stutta var náttúrulega ekkert að fatta alvöru málsins, en ég og Bibbi felldum alveg tár fyrir hana líka! Crying Við eigum öll eftir að sakna hennar mikið!!! Færðum henni kort sem ég gerði handa henni með myndum af Nathalie á og svo gáfum við henni smá bita af Íslandi, hún fékk einn af hraunsteinunum okkar!
Og nú fær litla að vera heima með mömmu sinni í nokkra daga á meðan við bíðum eftir að fá að vita á hvaða leikskóla hún fer, hlakkar bara til að fá að hafa hana hérna og leika við hana!!! SmileHeart Svo "losnum" við nú loksins við pabba hennar á mánudaginn þegar hann byrjar í starfskynningunni, sem er gott. Það er alveg hryllilega þreytandi að vera svona inni á hvert öðru sólahringunum saman!!!

Jæja, best ég fari að gera eitthvað af gagni, feðginin fóru niðrí bæ og ætluðu á bókasafn og Becca er farin í arabískutíma og fer svo í afmælisveislu og ég er með þvottatíma kl 4...alltaf nóg að gera hér!!! WinkTounge

Á morgunn er svo körfubolti!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Gangi ykkur vel með þetta allt saman elskurnar

Jónína Dúadóttir, 16.11.2007 kl. 15:35

2 Smámynd: Erna Evudóttir

Góða skemmtun gott fólk

Erna Evudóttir, 16.11.2007 kl. 18:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband