Jæja, ég er enn hér!
Búin að vera með lítinn lasinn engil hérna, hún er búin að vera svo svakalega góð að taka meðölin sín að það er alveg yndislegt! Hún er sko hetjan mín!!! Hún tók síðasta skammtinn af pensillíni í gær og hóstinn er allur að lagast, held meira að segja að ég þori að senda hana til dagmömmunnar eftir helgi. Það er nú hver að verða síðastur með að vera hjá heittelskaðir dagmömmunni, hún hættir að vinna um áramótin vegna heilsu, hún er nefnilega því miður með hvítblæði! Alveg ótrúlegt hvað svona hlutir koma fyrir fólk sem á það alls ekki skilið...en svo veit ég marga sem mættu alveg lenda í einhverju svona eða bara undir vörubíl, en þeir aðilar bara lifa og hafa það gott!
En eitt sem þessi lungnabólga hefur ekki breytt, og það er skapið í litlu dömunni...pabbi hennar kom hérna fram einn morguninn, eins og þrumuský! Þá hafði sú stutta vakið hann með orðunum: "Pabbi, vaknaðu aðeins! Geturðu ekki farið svo ég geti fengið að sofa í friði!"
Hann vissi náttúrulega ekki í hvorn fótinn hann átti að stíga, þannig að hann rauk út í fússi...litla lagðist þá bara niður, ánægð með viðbrögðin, og hélt áfram að sofa!!!
Ég er ekkert að vinna núna, hangi bara heima í leti, sem er kannski eins gott! Er búin að vera svo voðalega þreytt undanfarið. Þegar það komst upp í vinnunni að ég ætti von á barni var ég ekkert voðalega velkomin lengur nefnilega...skítapakk!!! Sakna vinnunnar mikið, en nú er þetta eins og það er og ég reyni bara að njóta þess að fá að vera eins mikið í rólegheitum og hægt er með lítinn lasarus og svo Beccu mína. Hef líka getað notað tímann til að vera bestu vinkonu minni til stuðnings, hún er að ganga í gegnum erfiða hluti núna og líður alveg hræðilega illa og það er gott að geta verið til staðar fyrir hana. Það má Guð vita að hún hefur staðið með mér í gegnum ýmislegt!!!
Gerði Birnu um helgina og fór út að skemmta mér, ótrúlega gaman! Fékk lánuð föt hjá vinkonu minni, svona aðeins meira "daring" stíll en ég er von við, en fannst ég vera nokkuð glæsileg samt! Ofsalega gaman!!!
Jæja, nóg bullað í bili, ætla að reyna að vera duglegri við að blogga! Sakna ykkar stelpur!!!
Og Erna, leyfðu mér að fylgjast með í ættfræðinni, finnst þetta spennandi!
Athugasemdir
Geri það, þori ekki öðru, þú ert nú svo "connected" að það hálfa væri nóg
Erna Evudóttir, 25.10.2007 kl. 19:43
Gaman að þú skulir vera komin aftur beibí sistir, við söknuðum þín líka
Jónína Dúadóttir, 25.10.2007 kl. 20:06
Þú sagðir ekkert um þetta með vinnuna þegar við hittumst... samhryggist.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 26.10.2007 kl. 15:01
Heyrðu stubbalína, las aftur, varstu rekin af því að þú ert ólétt ? Má það ?
Jónína Dúadóttir, 26.10.2007 kl. 16:44
Það má ekki,amk ekki hérna á skerinu.Kannski eitthvað öðruvísi í Svíaríki.Flott að litla skvísan er betri.Varstu"varla í fötum"á djamminu?Það er alveg sérstakt lúkk
Birna Dúadóttir, 27.10.2007 kl. 11:39
Birna á svona "varla peysu" sem henni var gefin af einhverjum mega góðum manni
Erna Evudóttir, 27.10.2007 kl. 16:16
Eins og "varla" pilsin sem elsta dóttir tengdadóttur nöfnu minnar heitinnar var svo oft "næstum því í", úti á djamminu í gamla daga
Jónína Dúadóttir, 27.10.2007 kl. 16:37
Einmitt svoleiðis það má nú læra ýmislegt af henni
Erna Evudóttir, 27.10.2007 kl. 18:06
Já, ég var rekin af því að ég er ólétt, nei það má ekki, en ef maður er svona bláeygður asni sem treystir öllum eins og ég á til að vera/gera, þá er maður ekki einu sinni með pappíra uppá að maður hafi verið í vinnu og hvað gerir maður þá?
Og nei, ég var sko "varla í fötum", enda gerði ég mikla lukku, einhverjir hálfvitar vildu meina að ég væri alveg eins og madonna, en að sjálfsögðu var ég mikið flottari en hún
Jóhanna Pálmadóttir, 27.10.2007 kl. 21:08
Auðvitað varstu miklu flottari en Madonna Og þú ert yndislegur bláeygður asni
Jónína Dúadóttir, 27.10.2007 kl. 22:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.