Já, sænskt sumar hérna núna...ennþá svona grátt og blautt og þunglyndislegt...ekkert hægt að gera nema hanga heima og horfa á spólur...
Henti stelpunum í bað svo ég geti komið einhverju í verk hérna...afmæli bráðum og svona...svo varð ég líka að þrífa Nathalie almennilega...þær voru nefnilega að mála með fingralitum áðan og litla rófan aðhyllist súrrealistískan stíl...hennar mottó virðist vera "My body is my canvas!" Yndislegt bara...hún var eldrauð waist up!
Er að lesa spennandi bók núna, svolítið í stíl við The Da Vinci Code, en ekki jafngóð samt...
Verð að hætta, þarf að ganga frá fullt af þvotti!
Athugasemdir
Þú ert dugleg
Jónína Dúadóttir, 6.7.2007 kl. 06:49
Já, er hún góð? Á allar 4 bækur eftir hann, en er bara búin að lesa þær tvær sem fjalla um prófessorinn góða, Robert Langdon.
Er að berjast við að leysa þetta með Köben ferðina, get sennilega leyst kaup á miða en þarf að reyna að redda restinni, við fáum ekki pening fyrr en 20. þessa mánaðar nefnilega og erum skítblönk þangað til!
Eeen, er ekki búin að gleyma og alls ekki búin að gefast upp! Getum við einhvern veginn verið í bandi þegar þú ert komin út? Ef mér skyldi nú takast að koma þessu heim og saman! Ef þú verður með gemsa með þér þá getum við smsað...mitt gsm númer er 0046762422734.
Jóhanna Pálmadóttir, 7.7.2007 kl. 13:35
Mæli með Arnaldi Indriðasyni eða Camilla Läckberg...
Gunnar Helgi Eysteinsson, 8.7.2007 kl. 12:23
Arnaldur Indriða er BARA frábær!!! Langar til að lesa nýju Camilla Läckberg bókina "Tyskungen"!
Er núna að byrja á "Digital fortress" eftir Dan Brown, veit ekki hvað hún heitir á íslensku.
Jóhanna Pálmadóttir, 8.7.2007 kl. 21:46
Ég á bara eftir að lesa eina bók eftir Arnald, Konungsbókina, það verður vonandi á þessari öld
Jónína Dúadóttir, 10.7.2007 kl. 06:33
Hvar kaupir maður tíma til að lesa allar þessar bækur.Ég er búin að vera með sömu bókina allt of lengi
Birna Dúadóttir, 10.7.2007 kl. 18:58
Förgangsröðun! Maður kaupir sér ekki tíma, maður tekur sér tíma!
Jóhanna Pálmadóttir, 10.7.2007 kl. 22:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.