
Svona heitt var hjá mér í sólinni hérna í fyrradag! Ég varð að taka mynd af hitamælinum, svo ég gæti séð eftirá að þetta væri ekki bara ímyndun

Hitinn fór sem hæst upp í 37,8!!! Ég öfunda Birnu ekkert af Grikklandsferðinni, þarf ekkert að fara neitt til að komast í hita!
Athugasemdir
Cool
Birna Dúadóttir, 11.6.2007 kl. 12:03
Já verulega kúl, hérna í Slow town. 8 stiga kuldi og þoka
Jónína Dúadóttir, 11.6.2007 kl. 12:31
Mikið agalega er hann nú annars lekker þessi bleiki hitamælir
Jónína Dúadóttir, 11.6.2007 kl. 15:02
Jóka er soldið bleik inn við beinið
Erna Evudóttir, 11.6.2007 kl. 16:01
Alltaf sagt það,hún er þessi bleika týpa
Birna Dúadóttir, 11.6.2007 kl. 18:57
Þið eruð asnar! Hann er hvítur, þetta er bara ljósið...rauðar gardínur í svefnherberginu sem endurvarpa ljósinu á hitamælinn sem gerir það að verkum að hann virðist bleikur!!! Hefði hinsvegar keypt mér bleika vefmyndavél ef þær hefðu ekki verið uppseldar :)
Jóhanna Pálmadóttir, 11.6.2007 kl. 19:18
Já Jóka mín, ég veit við erum asnar
Ef ég tæki mynd af mínum hitamæli þá væri hann blár, af kulda
Jónína Dúadóttir, 12.6.2007 kl. 06:23
'Eg nota ekki hitamæla,ef það er of kalt til að vera úti,þá er ég bara inni.
Birna Dúadóttir, 12.6.2007 kl. 17:34
Hitamælirinn hlýtur að hafa verið í sólinni...
Gunnar Helgi Eysteinsson, 12.6.2007 kl. 20:54
Ehemm, ert þú líka að segja að við séum asnar eða ertu bara að meina í algjöru sakleysi að hitamælirinn hafi verið að bráðna
Jónína Dúadóttir, 12.6.2007 kl. 21:06
Til hamingju sæta
Birna Dúadóttir, 13.6.2007 kl. 20:27
Takk
Jóhanna Pálmadóttir, 13.6.2007 kl. 22:42
Þar sem þetta virðist vera orðið veðurvefurinn : Aldrei þessu vant var tveggja stafa hitatala á mælinum við eldhúsgluggann minn hérna í fjallinu í morgun. Kannski ég geti farið að kalla hann hitamæli í stað kuldamælis
Jónína Dúadóttir, 14.6.2007 kl. 08:07
Til hamingju með 17.júní
Jónína Dúadóttir, 17.6.2007 kl. 14:56
Hún bráðnaði greyið
Jónína Dúadóttir, 18.6.2007 kl. 07:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.