Var ekki fyrr komin úr viðtalinu sem gekk of vel fyrr en það var hringt í mig frá öðrum stað og mér boðið að koma í viðtal þar á morgun!!! Skuggalegt!!! Líka svona símasöludæmi.
Gleymdi alveg að skrifa um það í morgun, en í dag eigum við hjónin 3 ára brúðkaupsafmæli, sem myndi vera leðurafmæli samkvæmt áreiðanlegum heimildum Úúú...kinkí!!! Og þar að auki þá á elskan mín afmæli ídag, 26 ára ungur! Ég gerði honum smá grikk og bauð vinum okkar í afmæli án þess að hann vissi af því...vinkona mín bakaði fyrir mig og svo réðust allir inn hérna þegar við vorum nýkomin af aikido æfingunni hennar Beccu!
Og það var annað, Becca tók ídag gráðuna 12 kyu í Aikido, set inn myndir af "graderingen" (veit ekkert hvað það heitir á íslensku) fljótlega!
Læt fljóta með eina mynd af brúðparinu í tilefni dagsins!
Lifið heil, sjálf ætla ég að bjóða manninum mínum að éta afganginn af rjómatertunni með mig í hlutverki disksins!
Athugasemdir
Til hamingju með brúðkaupsafmælið
og líka með manninn
Og Becca náttulega toppar þetta allt saman
Þetta þarna síðasta var aðeins meira en ég þurfti að fá að vita
Jónína Dúadóttir, 22.5.2007 kl. 21:42
Muhahahaha...
Jóhanna Pálmadóttir, 23.5.2007 kl. 07:26
Já einmitt, við gömlu konurnar þurfum að hugsa um hjartað
Erna Evudóttir, 23.5.2007 kl. 08:23
Já og svo er þetta með blóðþrýstinginn
Jónína Dúadóttir, 23.5.2007 kl. 12:06
Tempora mutantur, nos et mutamur in illis! Svona er það að verða gamall!!!
Jóhanna Pálmadóttir, 23.5.2007 kl. 14:03
Já bíddu bara engillinn minn, það kemur nefnilega fyrir besta fólk að verða gamalt, ef það þá lifir svo lengi
Jónína Dúadóttir, 23.5.2007 kl. 15:26
Jú, rétt hjá þér, en mundu að quem dii diligunt, adolescens moritur et fugit irreparable tempus!
Jóhanna Pálmadóttir, 23.5.2007 kl. 17:16
Ertu semsagt að meina að kemur Díi með dílinn, þá morrar addó sense með fúgu í ónýtu temói? Hefði aldrei trúað þessu uppá þig
Erna Evudóttir, 23.5.2007 kl. 20:13
Ég vissi alltaf að hún væri svona, beið bara eftir því að hún talaði af sér.
Sem hún er svoooo búin að gera núna
Jónína Dúadóttir, 23.5.2007 kl. 20:17
Ég veit, sjokkið sem maður verður fyrir, alveg spurning um áfallahjálp eða tala við prest eða bara öskukallinn
Erna Evudóttir, 23.5.2007 kl. 20:19
Öskukallinn er líklegri til að redda þessu en presturinn
Jónína Dúadóttir, 23.5.2007 kl. 22:10
Til hamingju leðurperrarnir mínir
Birna Dúadóttir, 23.5.2007 kl. 22:38
Hvar er Tóbasteini? Need your help
Erna Evudóttir, 24.5.2007 kl. 05:31
Ég held hann sé dau...ég meina dáinn eða er hann það ekki ? En Birna er greinilega ekki dáin.
Erna ekki jarða hana strax, ég endurtek : Erna ekki jarða Birnu strax !
Jónína Dúadóttir, 24.5.2007 kl. 08:25
Ok ég sit á höndunum á mér svo ég geri nú enga vitleysu
Erna Evudóttir, 24.5.2007 kl. 11:08
Jóhanna Pálmadóttir, 24.5.2007 kl. 11:41
Nei, nei, engin þörf á því, það leynir sér ekkert að þú ert ekki nógu ánægð með rútuna
Er ég ekki alveg eins flink í þessu tungumáli og Erna systir
?
Jónína Dúadóttir, 25.5.2007 kl. 12:23
Alveg rétt, rútan er ekki að gera sig, bara skipta yfir í leigubíl eða flugvél!
Erna Evudóttir, 25.5.2007 kl. 18:25
Hvar er Jóka ?
Jónína Dúadóttir, 26.5.2007 kl. 08:10
Er hérna
Það er svo gaman að geta hent út smá latínu og fengið tilbaka...takk fyrir að vera hérna Hjödda 
Jóhanna Pálmadóttir, 26.5.2007 kl. 13:27
Ertu með eitthvað skítkast út í tungumálakunnáttu okkar systranna?
Erna Evudóttir, 26.5.2007 kl. 14:02
Bara leiðindi ?
Jónína Dúadóttir, 26.5.2007 kl. 15:45
Skil ekkert í þessu Eva Jóhanna Pálmadóttir Svedjehed hvernig þú lætur við virðulegar móðursystur þínar
Erna Evudóttir, 26.5.2007 kl. 17:01
Með afskaplega alvarlegri áheyrslu á "virðulegar"
Jónína Dúadóttir, 27.5.2007 kl. 10:17
Virðulegar með STÓRU vaffi
Erna Evudóttir, 27.5.2007 kl. 10:36
Sorry stelpur mínar, errare humanum est!
Jóhanna Pálmadóttir, 27.5.2007 kl. 18:20
Ertu líka að meina að við séum frá Eistlandi, það var sko Birna sem var ættleidd ekki við
Erna Evudóttir, 27.5.2007 kl. 18:32
Af hverju lætur barnið svona við okkur ?
Jónína Dúadóttir, 27.5.2007 kl. 20:45
Hún er á einhverju mótþróaskeiði og núna vill hún ekki einusinni tala við okkur, Jóka tjáðu þig (helst á íslensku)
Erna Evudóttir, 28.5.2007 kl. 06:43
Jóka mín viltu kaffi ?
Jónína Dúadóttir, 28.5.2007 kl. 08:02
Mmm...endilega! Fæ ég súkkulaðisnúð með því?
Jóhanna Pálmadóttir, 28.5.2007 kl. 11:14
Ipsa scientia potestas est!
Jóhanna Pálmadóttir, 28.5.2007 kl. 11:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.