Er í svona Pavarotti tímabili akkúrat núna, get hlustað á hann non stop! Svo var ég að uppgötva að maðurinn minn fílar líka Marlene Dietrich og Edith Piaf! Quelle surprise! Við eigum þá eitthvað sameiginlegt after all!
Er enn að jafna mig á Júróvisjónkeppninni, mín afstaða er akkúrat núna: Who the hell gives a sh**!? Er bara í fýlu, líður hjá...
Ídag byrjaði maðurinn minn loksins að vinna, yndislegt bara...er með svakalega gott kaup, núna getum við kannski loksins farið að litast um eftir stærri íbúð....taka bílpróf...kaupa Volvo...fá okkur hund...eignast fleiri börn...kaupa sumarbústað...flytja í einbýlishús... hihihihi
Hmm...veit ekkert hvernig kosningarnar fóru heima, er í augnablikinu alveg sama, er enn í fýlu yfir að ég skyldi ekki fá að kjósa! (Það er nú meira hvað hún var fýld ídag
Nei, nenni ekki að skrifa meira, ætla að fara að þykjast eiga líf núna!
Eigið góðan dag í sólinni!
Athugasemdir
Bara risafýla i gangi en ég get upplýst þig um að það er nú eiginlega bara status quo (fleiri en þú sem sletta latínu eða ítölsku eða hvað þetta er) eftir kosningarnar á Íslandi, því miður finnst mér!
Erna Evudóttir, 15.5.2007 kl. 13:56
Ítalska er þetta, þýðir make way for the greatest man...það er Figaro, sjálfur Rakarinn frá Sevilla sem segir þessi frægu orð..."Largo al factotum della cittá" (Fariði frá, hér kemur stærsti maðurinn í þessari borg!)
Jóhanna Pálmadóttir, 15.5.2007 kl. 14:02
Fýla er góð,fyrir leikskólakennara,skíðafólk,öskukalla ofl ofl.Góð fyrir næsta bros.Ætlarðu ekki að fá þér snjósleða?
Birna Dúadóttir, 15.5.2007 kl. 17:18
Þetta er nú hálf aumingjalegur listi hjá henni, vantar alveg helling
En hún þarf samt greinilega ekki að fara á spænsku/ítölsku/latínu námskeið
Jónína Dúadóttir, 15.5.2007 kl. 20:12
Þið verðið bara að fyrirgefa mér, stelpur mínar. Ég er bara ekki alveg nógu þunglynd enn...
Jóhanna Pálmadóttir, 16.5.2007 kl. 15:19
...og, jú,ætla að fá mér snjósleða...um leið og við kaupum hús í Kalix (við landamærin til Finnlands), þar sem veturinn kemur í alvöru...hérna niðurfrá er nefnilega snjór kannski samanlagt 1-2 vikur á hverjum vetri...
Jóhanna Pálmadóttir, 16.5.2007 kl. 15:42
Æi, já...svo ætla ég að sjálfsögðu að fá mér mótorhjól líka!!!
Jóhanna Pálmadóttir, 16.5.2007 kl. 15:42
Nú líst mér vel á þig stelpa
Jónína Dúadóttir, 16.5.2007 kl. 15:50
Halló Volvo,Jóhanna svoleiðis gerir maður ekki
Birna Dúadóttir, 17.5.2007 kl. 01:06
Sko Volvobílar eru mjög öruggir og fínir fjölskyldubílar
(og líka ljótir og leiðinlegir)
Jónína Dúadóttir, 17.5.2007 kl. 19:17
Til hamingju með manning
Kolla, 17.5.2007 kl. 21:19
Ertu ennþá í fýlu krúttið mitt ?
Jónína Dúadóttir, 18.5.2007 kl. 08:01
Jóka komdu aftur,ég skal taka þetta til baka með Volvoinn
Birna Dúadóttir, 18.5.2007 kl. 08:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.