Eitthvað af viti!

Hmmm...er búin að vera að þykjast eiga líf undanfarið og þess vegna hef ég ekki bloggað lengi! Tók svona kast í vikunni og fór að pæla í útlitinu, fór í strípur, keypti mér buxur, augnskugga og alls konar vesen! Vantar ný nærföt líka, svona í stíl Smile

Vorið er að fara alveg voðalega í mig, fiðringur í kroppnum og fullt af karlmönnum út um allt...þarf að hafa mig alla við að muna eftir að ég er gift...tihi...Devil

Gerði svona greindarvísitölupróf, var 3 stigum frá Mensa-kröfunum Blush En það er allt í lagi, er með hærri tölu en maðurinn minn, sem ég hef alltaf staðhæft!

Vá, verð alveg rosalega syfjuð í þessum hita, ætla að setjast út á svalir með ís og halda áfram að vera í kasti Smile Var kannski ekkert voða mikið vit í því sem ég skrifaði í þetta skiptið, er voða andlaus akkúrat núna...vantar kannski bara að lakka neglurnar Smile

Love 2 all


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Evudóttir

Það voru sjálfsagt engar bílaspurningar í þessu Mensaprófi, good to have you back!  Power to the people

Erna Evudóttir, 27.4.2007 kl. 15:16

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Velkomin aftur, gott að vita að þú trúir því annað slagið að þú eigir líf

Jónína Dúadóttir, 27.4.2007 kl. 20:05

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Gleymdi auðvitað að geta þess að þú er að sjálfsögðu alger súperheili krúttið mitt, ég hélt að það vissu nú allir. Ég hefði til dæmis alveg geta sagt þessum Mensa það

Jónína Dúadóttir, 28.4.2007 kl. 07:42

4 Smámynd: Erna Evudóttir

Skil samt ekki alveg afhverju þú ert svona súperheili, hefur einhver einhverntíma ásakað foreldra þína fyrir að vera það? 

Erna Evudóttir, 28.4.2007 kl. 08:35

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Er það ekki augljóst ? Hún fékk þetta FRÁ þeim, þá er hún með það en ekki þau

Jónína Dúadóttir, 28.4.2007 kl. 10:43

6 Smámynd: Birna Dúadóttir

Ég held að þú sért gáfuð heimsdama með strípur,ekki klikka á naglalakkinu

Birna Dúadóttir, 28.4.2007 kl. 10:43

7 Smámynd: Erna Evudóttir

Skil núna

Erna Evudóttir, 28.4.2007 kl. 13:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband