Þreyttur Þriðjudagur

Finnst ég endilega þurfa að skrifa eitthvað hérna, er svo langt síðan síðast...er bara eitthvað voða andlaus og sybbin...held að kvefið hafi farið alveg upp í heila bara!

Fór niðrá löggustöð í morgun (kva...fleiri en Birna sem vilja láta taka sig af löggunni LoL) með vinkonu minni, hún þurfti að kæra kallógeð sem er að gera henni lífið leitt...hann rekur verslun beint á móti hennar verslun og þau eru með svipaðar vörur og já, hann er ekkert allt of hrifin af samkeppninni og slæst ekki hreint! Greinilega margir þarna í kring hræddir við hann...hann er svona útsmogin lítil rotta, eyðileggur vörur fyrir henni...sýnir henni puttann (já, þetta þykist vera fullorðið) og þess háttar ógeð!!! Og löggan náttúrulega getur ekkert gert af því að ekkert er hægt að sanna þó svo það liggi í augum uppi hver stendur á bak við skemmdir og annað sem hefur verið að koma fyrir hana!!! Pirrandi, þetta er ofsalega indæl kona sem er búin að ganga í gegnum nóg!!!

Ídag kemur "litli" guttinn minn hann Einar, og tekur með sér kærustuna! GrinHeart Það finnst mér vera stórt!!! Ofsalega cool! Það verður gaman að hitta þau bæði, líst vel á hana! Ætla að taka þau með mér á aikido æfinguna hennar Beccu í kvöld og svo elda eitthvað gott handa þeim og svona...mikið rosalega er litli kallinn minn orðinn stór!!! Ég fæ alveg tár í augun!!!

Jæja, ætla að fá mér kaffi, hugleiða hvort það er einhver sem ég þarf að hringja í og skamma, er í ham eftir að hafa talað við lögguna, og svo ætla ég að sækja litlu englana mína! Eigið góðan dag!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Dúadóttir

Hmm og hvernig fannst þér svo að  láta lögguna taka þig,einn stuttur er reyndar nóg,svo eru þeir búnir á því greyinKysstu Einar litla frá mér

Birna Dúadóttir, 3.4.2007 kl. 12:37

2 Smámynd: Erna Evudóttir

Er þetta smitandi að vera góðkunningi lögreglunnar? Er ekkert að vilja vera með í því, ég veit er voða íhöldsöm, er þetta rétt skrifað?

Erna Evudóttir, 3.4.2007 kl. 13:47

3 Smámynd: Erna Evudóttir

Nei það heitir víst íhaldsöm eða hvað, er búin að búa of lengi í útlöndum

Erna Evudóttir, 3.4.2007 kl. 16:36

4 Smámynd: Birna Dúadóttir

Segðu mars,Erna'Eg er að hugsa um að skipta yfir í brunaliðið,þeir eru heitari miklu lengur

Birna Dúadóttir, 3.4.2007 kl. 17:09

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Leitt með vinkonuna Það er ekkert að því að vera "íhöldssöm"  Erna mín, mér finnst það eiginlega frekar flott Mæli með mediferd fyrir einkennisbúningafetishmann hjá Birnu

Jónína Dúadóttir, 3.4.2007 kl. 17:40

6 Smámynd: Erna Evudóttir

Hver er með svoleiðis meðferð? Vonandi ekki G.......... í fyrrv B......, gæti farið útí einhvern annarskonar fetishma

Erna Evudóttir, 3.4.2007 kl. 21:07

7 Smámynd: Birna Dúadóttir

Alltaf gaman að feta nýjar slóðir,e satt

Birna Dúadóttir, 3.4.2007 kl. 23:48

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jæja nú fyrst er ég að verða örlítið smeyk hérna í Borg óttansBest að fara að drífa sig heim í verndað umhverfi sveitarinnar minnar

Jónína Dúadóttir, 4.4.2007 kl. 08:43

9 Smámynd: Birna Dúadóttir

Er Jóka Pje týnd?

Birna Dúadóttir, 5.4.2007 kl. 19:00

10 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ég sá hana ekki í borginni og ekki heldur á leiðinni norður

Jónína Dúadóttir, 5.4.2007 kl. 20:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband