Maður verður að standa við það sem maður segir, svo nú er komið að mér að blogga
Ég sit hérna, á sólbjörtum laugardegi, og er að upplifa svolítið alveg nýtt! Fyrir það fyrsta þá svaf ég til eitt!!! Bara það hefur ekki gerst síðan sautjánhundruðogégveitekkihvenær!!! Þar að auki þá er ég vakin ofurvarlega með kossum og knúsi af Þessum yndislega manni sem ég bý með, það er ekki hægt að vera vakinn betur en svona!!! Nú, ég fer á fætur, leyfi honum að halla sér, þar sem hann er búinn að vera á fótum með krakka síðan einhvern tímann óguðlega eldsnemma, ég fer fram með minska strumpinn minn, hún sofnar og eldri systur hennar tvær, N&N, ákveða að þær ætli bara út að leika....og táningurinn fór á flóamarkað með fyrrverandi stjúpu sinni einhverntímann í morgun og þar af leiðandi M.I.A.
Svo nú sit ég hérna, útsofin (bara það er ný tilfinning), alein í kyrrð og ró (fyrir utan alveg svakalega góða tónlist sem yndislegi maðurinn setti á fóninn áður en hann fór að sofa)
Það er ýmislegt sem mætti vera betra eða öðruvísi í mínu lífi í dag, t.d. þá vildi ég vera búin í skóla og komin í vinnu, vildi að Arnar minn væri kominn í vinnu, vildi að við værum búin að koma íbúðinn í stand m.m. En vitiði hvað...þetta eru bara lúxusvandamál, sú kyrrð og sá friður sem ríkir í mínu lífi og barnanna lífi núorðið er ekkert annað en dásamleg!!! Það er eins og við höfum haldið í okkur andanum í fleiri ár og núna loksins getum við andað!!!
Anyways, fyrst það er allt svona rólegt hérna núna ætla ég að nota tímann í að fá mér samlokur og horfa á eins og einn þátt af uppáhaldssjúkrahússápunni minni, nebblega ætla ég að skella mér og hitta vini mína á Seattle Grace
Eigið yndislegan dag, það ætla ég að gera!
Flokkur: Bloggar | 10.3.2012 | 13:05 (breytt kl. 13:05) | Facebook
Athugasemdir
Þú ert í ofsalega góðum málum elsku yndið mitt... þó ekki væri nema bara hvernig þú hugsar og lítur á lífið... Já... þú hefur sko eingöngu lúxusvandamál... og ekkert sem ekki er hægt að laga... góða skemmtum á Seattle Gray
Og ég vissi alveg að þú mundir blogga í dag...
Jónína Dúadóttir, 10.3.2012 kl. 17:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.