Já, það er alveg svoleiðis!! Ég var að átta mig á að síðustu tveir skilnaðir eiga sér svona "theme song"!
Þegar ég skildi við/lifði af pabba elstu stelpunnar notaði ég lagið "I will survive" með Gloria Gaynor af því það var það sem ég einsetti mér að gera þá, lifa af! Lifa af að fara frá honum, lifa neysluna af...
Ég gerði það, lifði þetta allt af. Losaði mig úr fjötrum vímuefnaneyslunnar og fjötrum þess sem útvegaði mér efnin... og kom mér inn í samband sem var mikið verra!
En viti menn, ég er barasta búin að lifa það samband af líka, og kem barasta út úr því stronger than ever og heilli reynslu ríkari!!! Og er þar að auki loksins farin að feta varlega í áttina að þeirri konu sem ég átti alltaf að vera! Svo lagið mitt núna er Back in Black með AC/DC!!! Er ekkert endilega í svörtu samt hahaha en það er svo mikill styrkur, POWER í þessu lagi og þó textinn fjalli um gaur sem er að koma út úr fangelsi þá á hann alveg við mig finnst mér, af því að ég er líka að losna úr fangelsi, fangelsi meðvirkni, þunglyndis, ofbeldis...og það eru ekki bara orðin, það er þessi ólýsanlega tilfinning af POWER sem ég finn innra með mér þegar ég hlusta sem gerir þetta lag að mínu lagi!!!
Minn tími er NÚNA, núna byrjar lífið í alvöru!!! Það er núna sem gamlir draumar rætast, það er núna sem ég fæ að slappa af, njóta lífsins og vera bara ég! I am back!!!
Ég er farin að fara í ræktina, gamall draumur...fékk mér naflalokk, gamall draumur...búin að panta tattú á bakið sem er mjög táknrænt fyrir mér, mynd sem ég sjálf hef teiknað, fyrir mjög löngu síðan, gamall draumur... :) er í skóla að læra eitthvað sem ég hef áhuga á, fékk ástina mína aftur sem ég rak frá mér fyrir 20 árum síðan Ég er farin að fá aftur ímyndunaraflið sem var kæft svo lengi, farin að gera það sem ég hef gaman af, já þetta er sannarlega byrjun á nýju lífi og ég deili því í þetta skiptið með hinum helmingnum af mér, lífsförunaut sem er jafningi minn og ekki enn ein byrðin...
Sólin er svo sannarlega farin að skína í mínu líf og I AM BACK IN BLACK!!!
Flokkur: Bloggar | 13.2.2012 | 13:14 (breytt kl. 13:18) | Facebook
Athugasemdir
Loksins er hún komin aftur elsku stelpan mín sem ég saknaði svo mikið... !
Jónína Dúadóttir, 13.2.2012 kl. 13:34
HELL YEAH!!!!!
Jóhanna Pálmadóttir, 13.2.2012 kl. 13:45
knús á þig elskuleg
Auður Dagný Gunnarsdóttir, 13.2.2012 kl. 13:46
Það var lagið,mitt mottó er"Gengur betur næst!"
Helga Dúadóttir (IP-tala skráð) 13.2.2012 kl. 14:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.