Ég er bara farin að vera svaka dugleg við þetta blogg, bara alveg að verða stolt af sjálfri mér!!!
Hér eru stelpurnar að passa sig vel á að taka út alla sjúkdóma fyrir jól, Nína var með hita í 2 daga og ég er ekki að grínast, krakkinn fór í sturtu 15 sinnum á dag...sturtan hérna er svo ofur-aðgengileg að hún þarf enga hjálp við þetta, heldur heyrir maður bara allt í einu að vatnið rennur og stuttu seinna heyrir maður: "Maaaaammmaaaaaa, mig vantar handklæði!" Nú, minsti grísinn, hún Lára er sennilega komin með hlaupabólu, en er samt alveg hitalaus...ég veit bara ekki hvað þetta getur verið annað og konan á heilsugæslunni var alveg sammála. Hún fer samt bara í sturtu 7 sinnum á dag með Nínu hahahaha
Í dag tók ég enn eitt skref í átt að bata, ég fór á fund til að hitta konu sem heldur í sjálfshjálparhóp fyrir konur sem hafa lifað við andlegt og líkamlegt ofbeldi. Ég þáði plássið í þessum hóp um leið og mér var boðið það af því að ég veit að ég þarf á því að halda, svo í dag var bara verið að fara í gegn um smáatriðin. Þetta er alveg frábær hugmynd hjá þeim og maður fær meira að segja aðstoð með barnapössun hjá þeim svo maður geti verið með þótt maður sé einstæður með börn, sem ég jú er í augnablikinu, eða já grasekkja eiginlega bara
Hvað meir...jú, íshokkíliðið mitt, HV71 tókk áttunda sigurinn í röð í kvöld, sem gerir mig mjöööööög ánægða
Það styttist í fyrsta fundinn fyrir skilnaðinn, það á að meðhöndla umsóknina um forræðið yfir börnunum sem ég sótti um, svo og búskiptin, svo nú fer sá sirkus að rúlla af stað sem er gott af því að þá styttist líka í að það klárist!
Það styttist í jólin líka sem mér finnst alveg meiriháttar gott!!
Þannig að það er allt á réttri leið í mínu lífi!!!
Athugasemdir
Þetta er mega flott hjá þér... sérstaklega fundirnir, þar ertu á 100% réttri leið
Mikið eru frænkur mínar súper þrifnar...
Jónína Dúadóttir, 6.11.2011 kl. 23:49
já ég er nokkuð sátt við þetta allt saman
frænkur þínar eru það...alveg með einsdæmum!!!
Jóhanna Pálmadóttir, 7.11.2011 kl. 23:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.