Í dag var skrítinn dagur! Ég fékk að vita að barnsfaðir minn, pabbi þeirrar elstu, er með krabbamein...mér var sagt að hann ætti ekki nema kannski 3 mánuði eftir ólifaða...seinna í dag talaði ég við ættingja hans sem kannaðist ekkert við að hafa heyrt neitt um að það væri stutt eftir, en gat staðfest þetta með krabbann..
Ég veit ekki alveg hvernig mér á að líða með þessu....þessi maður er virkilega vondur maður, það er í alvöru ekkert gott í honum og það eina góða sem hann hefur nokkurn tímann komið til staðar er dóttir okkar...þessi maður kom svo illa fram við mig að ég var hrædd við hann í fjöldamörg ár, hrædd og hataði hann samtímis....það er nóg að ég hugsi til hans til þess að mig langi til að fara í sturtu og skrúbba af mér húðina....en þetta er samt pabbi dóttur minnar og ég veit að hún á eftir að verða ofsalega leið ef þetta er satt og hann hrekkur upp af...
Vandamálið er að ég veit ekki hvað ég á að segja við hana...hún er búin að frétta út í bæ að hann segðist vera með krabba en hún og ég ákváðum frekar snögglega að þetta væri bara hann að fiska eftir athygli, það væri nefnilega alveg eftir honum. Reyna að ná í smá vorkunnsemi frá fólki...
Ég er búin að vera að brölta með þetta í allan dag...sem betur fer á ég alveg ótrúlega skynsaman mann sem er búinn að vera mikill stuðningur í þessu öllu, það er svo ómetanlegt að þurfa ekki að standa einn með svona hluti...
Ég er allavega búin að ákveða að ég ætla að reyna að hlera aðeins, heyra hvað ættingjar vita og svoleiðis, ég var að hugsa um að hringja í hann en eftir smá spjall við skynsama manninn ákvað ég að það væri ekki góð hugmynd, ég treysti kallinum ekki baun og veit ekkert í hvernig ástandi hann er...
Ég hugsa að ég taki þetta bara með þolinmæðinni og sjái til...þetta verður allt eins og það á að vera, karma og svo framvegis.
Eeeen fyrir utan það, þá gengur líf mitt sinn vanagang, ég hef ekkert heyrt um íbúðina enn, en þetta kemur allt, all in good time...og svo líður vonandi að því að ég fái að hitta yndislega manninn minn..sem verður ekki lítið spennandi eftir 19 ár!!! Ég veit alveg að góðir hlutir gerast hægt, þeir góðu hlutir sem ekki gerðust hægt í mínu lífi voru ekkert svo góðir í lengdina þannig að þetta er bara gott merki...en alltaf erfitt að vera svona langt frá hvort öðru....thank god for internet segi ég bara!!!
Ég er þakklát fyrir það líf sem ég lifi í dag, ég er þakklát fyrir yndislegu börnin mín...öll 10 stykki , fyrir að vera svo ótrúlega heppin að loksins finna HANN, manninn sem ég vil verða gömul með...þakklát fyrir að eiga margar yndislegar systur sem passa systur sína, fyrir að eiga ótrúlega góða vini og fyrir að fá að lifa edrú og finna til!!! Ég er sannarlega ótrúlega rík manneskja!!!
Athugasemdir
Þau eru orðin 10,já. Hvað skildi ég hafa misst af mörgum?
Anna Guðný , 2.11.2011 kl. 23:30
Ok... ég veit að ég er ferlega sein og fattlaus og allt það, en ég er ekki alveg að fatta þetta með TÍU börn !!! Segja Ninna sín aðeins meira um það... síðast þegar ég vissi áttir þú fjórar dætur...
Kannski er Affe með krabbamein... það getur svo sem alveg verið, það kemur ekki bara fyrir besta fólk, líka versta fólk... en hvað getur þú gert við því ? Og ef hann hrekkur upp af, þá er bara að taka á því þegar þar að kemur með Beccu... Kannski vill hún bara spurja hann sjálf... hún verður að ráða því elsku stelpan...
Sko ég væri prívat og persónulega afskaplega sátt við að hinn barnsfaðir þinn færi að haska sér úr íbúðinni...
Þú ert ágæt....
Jónína Dúadóttir, 3.11.2011 kl. 00:10
Haha þú mátt alveg vera forvitin Anna, en það er betra að forvitnast á prófælinum mínum á feisbúkk Þá myndirðu t.d. fá að vita hvað hann heitir, þú myndir komast að því líka að hann er á Akureyri, en ég er svo innilega að vona að hann komi út til mín sem fyrst og af þessum 10 börnum tekur hann með sér 6 inn í okkar samband þannig að þú ert ekki búin að missa af jafnmiklu og þú kanski hélst
Hafðu það gott Anna mín og knús á þig
Jóhanna Pálmadóttir, 3.11.2011 kl. 00:11
Ninna, sjá ofan þetta með börnin
Jóhanna Pálmadóttir, 3.11.2011 kl. 00:11
Ooo... dem.... klikkaði á að spurja hvort hann ætti börn og versu mörg þá, þaddna í SS yfirheyrslunum....
Eigðu góðan daginn dúllið mitt
Jónína Dúadóttir, 3.11.2011 kl. 09:28
Ninna...þú ert Gestapo til háborinnar skammar!!!
Jóhanna Pálmadóttir, 3.11.2011 kl. 21:23
Farin á facebook
Anna Guðný , 3.11.2011 kl. 23:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.