Happy endings

Fyrir ansi mörgum árum síðan kynntust strákur og stelpa! Heitar tilfinningar uppstóðu þeirra á milli. Strákurinn var drengur góður og kom fram við elskuna sína eins og hún væri eina konan í heimi, sýndi henni ómælda ást og alúð. Stelpan, ung og óreynd, illa upp alin og frá slæmu heimili, hafði ekki vit á að kunna gott að meta, heldur hræddist hún allar þessar tilfinningar og hvað hann var almennilegur við hana, enda ekki vön slíku. Hún lét hann flakka og hélt áfram út í heim að eltast við aumingja sem gætu troðið hana niður í svaðið í staðinn.

Mörgum árum seinna náðu strákur og stelpa saman aftur. Stelpan var nú loksins farin að sjá að hún ætti alveg skilið að væri komið vel fram við hana og ákvað að hafa sig alla við til að leyfa stráknum að gera einmitt þetta. Og svo lifðu þau hamingjusöm til æviloka!

Endir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Góður endir ? Eða góð byrjun ?

Jónína Dúadóttir, 1.11.2011 kl. 22:41

2 Smámynd: Jóhanna Pálmadóttir

Góð byrjun á góðum endi

Jóhanna Pálmadóttir, 2.11.2011 kl. 00:17

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Já þetta lofar góðu... held ég...

Jónína Dúadóttir, 2.11.2011 kl. 10:49

4 Smámynd: Anna Guðný

Hljómar vel. Þú ert sem sagt aðeins farin að skrifa hér.

Ég er alveg að fara af stað.

Anna Guðný , 2.11.2011 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband