Einhver var að kvarta yfir að ég væri eitthvað ósýnileg á blogginu, ég benti á að líf mitt sem 3 barna móðir í Álfheimum væri nú kannski ekki svo spennandi að það væri skrifandi um það daglega en jæja, hér er ég nú samt enda kominn mánuður síðan síðast...
Og hvað er þá að gerast í mínu lífi? Jú, ég skal sko segja ykkur það: nákvæmlega ekkert! hahaha :) Nei, segi bara svona, það gerist hellingur á hverjum einasta degi, svona lítil gullkorn sem eru mikils virði fyrir mig persónulega en sem eru kannski ekkert til að skrifa um fyrir aðra að lesa Stelpuskottin mín eru alltaf að segja eitthvað skondið eða gera eitthvað alveg frábært og eru mér til ómældrar ánægju svona yfirleitt, enda eru þær gersemirnar mínar
Nú svo í gær og í dag ef ég búin að vera að snúast í að þrífa þessa risastóru íbúð mína og undirbúa fyrir afmælisveisluna hennar Nínu Láru, hún á nebbnilega ammæli á mánudaginn og verður sko alveg tveggja ára, þó hún virðist vera mikið eldri elsku daman mín Í dag var ég svo mikil súpermamma sko að ég eldaði vorrúllur, hrísgrjón og bearnaisesósu oní mig og ungana, og svo tók ég mig til og bakaði muffins, skúffuköku og svampbottna, gott að vera búin með þetta svona daginn áður til tilbreytingar. Bara hnallþóran eftir en hana geri ég ekki í dag.
Svo ætlar víst tengdapabbi að birtast hérna upp úr hádegi á morgun, með gjöfina sem ég sagði honum að kaupa, strigaskó á dömuna. Hann er nú svo skynsamur að hann vill koma áður en veislan byrjar svo hann fái að hitta barnabörnin sín í ró og næði, þetta er nú bara í annað skiptið sem hann hittir þær.
Og svo veisla á morgun, verð nú eiginlega að viðurkenna að ég nenni þessu varla, en maður lætur sig nú svo sem hafa það, allt fyrir börnin eða hvað? Að vísu þá er þetta mestmegnis fólk sem ég hef gaman af að umgangast, litlan á náttúrulega enga vini enn þannig lagað séð og enga ættingja til að tala um svo þá býð ég náttúrulega þeim vinum mínum sem henni líkar við Virkar fínt fyrir okkur báðar!
Jæja, farin að klára kökustandið, see ya all ef ég lifi þetta af
Athugasemdir
Dúllurnar mínar allar....
Jónína Dúadóttir, 1.5.2010 kl. 21:35
Segi bara og skrifa : Góða skemmtun, væri gaman að vera þarna hjá ykkur
Erna Evudóttir, 1.5.2010 kl. 21:39
Það var mikið að þú lætur sjá þig kona, skemmtu þér vel
Birna Dúadóttir, 2.5.2010 kl. 11:58
thank you thank you, eða kannski spank you spank you þarf að skrifa fljótlega um ammælið
Jóhanna Pálmadóttir, 3.5.2010 kl. 21:15
Skrifa skrifa kona, það er svo gaman að lesa þig, eða frá þér, eða um þig
Birna Dúadóttir, 4.5.2010 kl. 09:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.