Hér er ég!

Komin aftur, er búin að vera í risafýlu og hefur bara ekkert langað til að hvorki blogga né vera svo mikið inni á feisinu...

Var að pæla í því áðan hvað ég á mikið af sterkum, frábærum, yndislegum konum í kringum mig, það er svo gott að finna fyrir því!!! Heart Hvorki meira né minna en 7 konur sem ég lít á sem systur mínar og svo að sjálfsögðu mamma og amma, þetta er bara frábært, þvílíkt kvennaveldi...ekki furða þó maður sé þrjóskur og ákveðinn með allar þessar fyrirmyndir!!! InLove

Er búin að komast að þeirri niðurstöðu enn eina ferðina að karlmenn eru fífl, fábjánar og helvítis aumingjar upp til hópa, þeas þeir sem ég er eitthvað viðriðin in a romantic way! Góðu eintökin eru upptekin eða hommar...já eða bara of gamlir Pinch Greinilega er það bara þannig að ef ég fæ tilfinningar fyrir einhverjum þá er það bara ávísun upp á að hann er gallað eintak, alveg sama hvað viðkomandi virðist vera frábær í byrjun! DevilGetLost

Synd að maður getur ekki valið kynhneigð sjálfur!!! 

Jæja, nenni ekki meiri pælingum í bili...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Guðný

Þú segir það. Ég dauðöfunda þig af öllum þessum hópi kvenna í kringum þig. Þar sem þú hefur 7 hef ég 0. En ég á aftur á móti yndislegan eiginmann og gæti ekki hugsan mér annan. En ég hugsaði eins og þú áður en ég hitti hann. Ég var jú komin yfir þrítugt þegar ég fann hann loksins. En ég átti bara ekki að hitta hann fyrr. Og þakka guði fyrir að það gerðist ekki fyrr.

Gangi þér vel elskan

Anna Guðný , 18.1.2010 kl. 22:31

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Æi elsku dúllan mín.... ég ætla ekkert að segja þér að þetta er misskilingur og að einhvern daginn hittir þú "hann"... held þú sért ekkert innstillt á svoleiðis visku akkúrat núnaHaltu bara þínu striki, vertu þú sjálf og þá heppnast þér allt sem þú tekur þér fyrir hendur, elska þig litla systir

Jónína Dúadóttir, 18.1.2010 kl. 22:56

3 Smámynd: Erna Evudóttir

Hmmm ætla bara ekkert að tjá mig um þetta  en I love you to pieces

Erna Evudóttir, 18.1.2010 kl. 23:05

4 Smámynd: Birna Dúadóttir

Sko, og hefst þá lesturinn  Leiðindin fyrst. Það segir miklu meira um þig,heldur en þá, karlmennina sem þú jú velur að hleypa inn í þitt líf  Við höfum jú valið og oftar en ekki erum við að lafa í sama karakternum. Hef svo verið þarna gæskan  Svo er ég alveg sammála þér, SUMIR menn eru bara haugar og aðrir eru lúðar og svo framvegis. En þegar þar að kemur, þá verður það einn, sem klikkar inn  Góðir hlutir gerast jú hæææææægt  Takk fyrir að vera til sæta  Engin meiri leiðindi frá mér í bili

Birna Dúadóttir, 19.1.2010 kl. 09:34

5 Smámynd: Jóhanna Pálmadóttir

Hurðu þarna Birna, var einhver yfirleitt að bjóða þér inn í þessa umræðu??? Stelpur, hvernig blokkar maður fólk hérna?

Jóhanna Pálmadóttir, 23.1.2010 kl. 01:08

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Það er ekki hægt að blokka fólk hérna er það eru skyldmenniÞú situr uppi með okkur........... forewer

Jónína Dúadóttir, 23.1.2010 kl. 07:51

7 Smámynd: Jóhanna Pálmadóttir

Hahahaha, oh, dæmigert!

Jóhanna Pálmadóttir, 23.1.2010 kl. 12:02

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jamm ég veit... sumar stelpur eru bara heppnari en aðrar stelpur

Jónína Dúadóttir, 23.1.2010 kl. 14:16

9 Smámynd: Jóhanna Pálmadóttir

Já svona líka

Jóhanna Pálmadóttir, 23.1.2010 kl. 14:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband