Það er bara gaman að vera til þessa dagana Sure, ég er ennþá gift, stendur til bóta fyrr eða síðar samt, en fyrir utan það þá er lífið nokkuð spennandi! Ég er að prófa fullt af nýjum hlutum, beita hæfileikum sem ég vissi að ég ætti til en faldi vel Og það á öllum sviðum lífsins hahaha, bara snilld
Nú svo fyrir þá sem ekki vita, það er fullt af snjó hérna, gerist ekki svo oft, og ég eeeelska allan þennan snjó!!! Svo er ég búin að mynda hóp á facebook sem heitir: "Vi som vill se Jakob S. Jonsson göra en ängel i snön" sem þýðir ss við sem viljum sjá Jakob S. Jónsson gera engil í snjónum. Allir að vera með, Jakob er yfirmaður minn og vinur, hann er búinn að lofa mér engli út á þennan hóp og að mynd verði tekin Eðal húmor á háu stigi hahaha
Jæja, ætla að fá mér snarl og rölta svo í vinnuna, eigið góðan dag
Knús á skáldið
Athugasemdir
Setning númer 2, í þessari hressilega glaðlegu færslu... byrjar á Sure... get ég fengið smá útskýringu með henni ? Er Engla-Kobbi íslendingur ?
Jónína Dúadóttir, 7.1.2010 kl. 13:44
Já, þú getur fengið útskýringu Ninna mín, ég er löngu orðin þreytt á mínu hjónabandi sem er mér meira til ama en gleði og er búin að taka þá ákvörðun að fara mína eigin leið...þetta er svo ákveðið ferli sem fær bara að taka þann tíma sem þarf En lífið er of stutt til að fylla það með fólki sem fær manni til að líða illa, ef sumir ætla að vera í fýlu allt sitt líf geta þeir þá bara gert það alveg í friði þar sem það bitnar ekki á öðrum! Já, Engla-Kobbi er íslenskur, my boss, mentor and friend, sonur Svövu Jakobs og Jóns Hnefils, þá ertu að átta þig á hver maðurinn er vona ég Knús á þig elsku sys
PS: það er samt ekki hann sem er skáldið
Jóhanna Pálmadóttir, 7.1.2010 kl. 19:13
Skil þetta með hjónabandið elskan, leitt... en gerist...Neinei elskan mín, ég er engu nær um hann Engla-Kobba... ef hann er góður og heiðarlegur yfirmaður þá er ég sátt, en þóttist samt vita að hann væri ekki skáldið Hvers lenskur er Skáldi ?Þetta eru að verða eins og alvöru yfirheyrslur en mig langar svo að fá að fylgjast með þér litla skrípið mittKnús á þig líka elskan mín
Jónína Dúadóttir, 7.1.2010 kl. 19:53
Get ekki beðið eftir myndinni af Kobba You go girl
Erna Evudóttir, 7.1.2010 kl. 23:09
Þér eruð snillingur Frú Svedjehed Vona að inboxið þitt sé fullt af gleði Hlakka til að sjá myndina af Kobba (kviðristu)
Birna Dúadóttir, 8.1.2010 kl. 09:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.