Ég veit að ég montaði mig af þessu á fb en ég verð nú bara að gera það hérna líka aðeins...
Á miðvikudaginn fór ég nefnilega upp á sjúkrahús, þeir eru með svona learning center þar sem er bara alveg nýopnað. Þarna áttum við að fá að prófa ýmsar próftökur, þetta er hluti af skólanum hjá mér. Ég var alveg hrikalega kvíðin fyrir að fara þarna, enda drulluhrædd við nálar og það sem ég var að lesa um var ekkert að heilla mig...þetta gekk svo langt að ég var farin að velta fyrir mér hvort ég hefði ekki bara valið mér vitlausan starfsferil
Eeeen svo fór ég nú samt þarna uppeftir og viti menn, þetta gekk eins og í lygasögu!!! Þeir voru með handleggi sem maður fékk að taka blóðprufu úr, og mér tókst þetta bara í hvert einasta skipti, meira að segja í fyrsta skiptið...eins og ég hefði aldrei gert annað bara!!! Okkur var líka kennt að mæla blóðþrýsting, ekki mikið mál þar, setja þvaglegg, gekk eins og í lygasögu líka...nema karldúkkan sem við gerðum þetta á var með brjóst!!! Við fengum að gefa insúlínsprautu í gerfimaga...no problem there! Og síðast en ekki síst var okkur kennt að taka blóð úr putta og mæla blóðsykur og það fengum við actually að gera á hvort öðru!!! Ekkert mál!!! Ég fór þarna uppeftir með kvíðahnút í maga, full af efa...gekk aftur út brosandi hringinn og fullviss þess að ég sé alveg í réttum geira Ekkert smá kikk!!! Nú þarf ég svo bara að fara að setjast niður með skólabækurnar og ná upp því sem ég er á eftir með! And so I will!!!
Annars er ekkert merkilegt að frétta héðan svosem, lífið gengur sinn vanagang bara Veðrið var æðislegt í nokkra daga en kólnaði svo aftur, en það á eftir að verða betra aftur...ég fór með Nínu litlu í klippingu í gær, hún var með bleikt hár á eftir, ekkert smá ánægð...enda stelpustelpa alveg fram í fingurgóma!
Ég veit ekkert hvað þessi dagur ber í skauti sér, það kemur bara í ljós, ætla að byrja með að fá mér morgunmat allavega
Have a nice day everybody!
Bloggar | 17.3.2012 | 09:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sat í nótt með litla skvísu sem var illt í maganum og með hósta, ekki alveg að geta sofið
Til að stytta mér stundir örlítið renndi ég hérna í gegn um gömul blogg...sum af þeim hef ég verið að senda manninum í lífi mínu á fb, þau fjalla nefnilega um hann þó gömul séu En það er gaman að lesa þetta aftur og muna hvernig þetta var, muna eftir draumum og þrám, sem voru bara draumar og þrár at the time...wishful thinking... Ég man eftir sorg, söknuði...ást...ég þráði ekkert heitara en að fá að eiga líf með þessum manni, eiga með honum framtíð...
Þá voru þetta bara draumar, sem voru ekkert endilega á leið að rætast eins og aðstæður okkar beggja voru þá...en ég held að ég hafi innst inni vitað að fyrr eða síðar...
Ídag er þetta ennþá draumur minn, munurinn er sá að ég lifi í þessum draumi...draumurinn rættist og var jafnvel betri í raunveruleikanum... Ég er búin að finna hinn helminginn af mér, þann sem mig hefur vantað í öll þessi ár, það er ekkert skrítið að mín sambönd hingað til hafi verið strembin og ekki gengið upp...það voru ekki réttu púslubitarnir...
Biðinni er lokið, draumurinn er hér og nú og ég ætla að njóta þess fram í fingurgóma að elska og vera elskuð, heitar en nokkurn tímann fyrr!
Happy endings DO exist and dreams CAN come true, svo þið þarna úti, haldið áfram að láta ykkur dreyma og haldið áfram að trúa að þið getið fengið það sem ykkur dreymir um, það sem hjarta ykkar þráir!
Þetta var enn eitt jákvæðnishamingjuvæmnibloggið frá mér, takk fyrir mig...nú ætla ég að skríða aftur upp í rúm og sofa pínulítið meira
Og svona by the way, það er sól og æðislegt veður hjá okkur í dag, og til að toppa þennan dag þá heyrði ég svanasöng áðan sem minnir mig á þegar svanirnir flugu inn Eyjafjörðinn, ég sat uppá eldhúsbekk og horfði á þá...þá vissum við amma að nú væri vorið komið til Akureyrar! +
Það er svosem enginn fjörður hérna, en ég finn að vorið er komið, bæði í hjarta mér og huga sem og úti
Eigið yndislegan dag elskurnar mína, það ætla sko ég að gera!
Bloggar | 12.3.2012 | 07:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Í dag svaf ég ekki alveg jafn lengi og í gær, mér fannst mikið meira spennandi að fara á fætur með manninum í lífi mínu og fá mér kaffibolla
Í gær var lokakeppni sænsku söngvakeppninnar, þetta er svo voða flókið hérna og í alveg þvílíkt mörgum hlutum og kosið tvisvar í hverjum þætti og ég veit ekki hvað meira, þetta er komið útí svo mikla hringavitleysu að ég er ekki viss um að þeir viti sjálfir hvað er í gangi... Og að sjálfsögðu unnu ekki þessi tvö lög sem við héldum með enda er ég komin í risafýlu og ætla ekkert að horfa á stóru keppnina...fyrr en í maí
Ég dáist samt mest að manninum á heimilinu, þetta er svo langt frá því að vera hans tebolli en samt situr þetta grey þarna og tekur þátt í þessu með okkur stelpunum og ég held að hann hafi nú pínu gaman af, eða það vona ég amk... Hann fær allavega kók og snakk fyrir viðleitnina
Nú ef þið viljið vita meira um daginn í dag þá er sól og alveg brjáluð blíða hjá okkur, maðurinn farinn að fara út á svalir á stuttbuxum og ermalausu...ekkert að marka hann að vísu, ég er löngu búin að fá það staðfest að innri hitamælirinn hjá honum er handónýtur og ef hann segir að það sé hlýtt úti er eins gott fyrir mig að fara í Kraft-gallan og lopapeysuna En ég er ekki frá því nema ég geti jafnvel sleppt allavega lopapeysunni í dag samt...já og kannski gallanum líka...já og gammosíunum...
Nína byrjar að dansa í dag, voða spenna í gangi, það er þema Afró á þessu námskeiði sem hún er að fara á, það er víst ekki til ballet fyrir svona litlar skvísur... en þetta er algjör snilld af því að mamman nær að skreppa í ræktina á meðan skvísan dansar af því þetta er á sama stað Mínns ætlar sko að ná sér í sexpakk fyrir bikinísísonið
Anyways, hef engan tíma fyrir ykkur, I have a life you know
Eigið yndislegan dag öll, sól or not
Bloggar | 11.3.2012 | 08:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Maður verður að standa við það sem maður segir, svo nú er komið að mér að blogga
Ég sit hérna, á sólbjörtum laugardegi, og er að upplifa svolítið alveg nýtt! Fyrir það fyrsta þá svaf ég til eitt!!! Bara það hefur ekki gerst síðan sautjánhundruðogégveitekkihvenær!!! Þar að auki þá er ég vakin ofurvarlega með kossum og knúsi af Þessum yndislega manni sem ég bý með, það er ekki hægt að vera vakinn betur en svona!!! Nú, ég fer á fætur, leyfi honum að halla sér, þar sem hann er búinn að vera á fótum með krakka síðan einhvern tímann óguðlega eldsnemma, ég fer fram með minska strumpinn minn, hún sofnar og eldri systur hennar tvær, N&N, ákveða að þær ætli bara út að leika....og táningurinn fór á flóamarkað með fyrrverandi stjúpu sinni einhverntímann í morgun og þar af leiðandi M.I.A.
Svo nú sit ég hérna, útsofin (bara það er ný tilfinning), alein í kyrrð og ró (fyrir utan alveg svakalega góða tónlist sem yndislegi maðurinn setti á fóninn áður en hann fór að sofa)
Það er ýmislegt sem mætti vera betra eða öðruvísi í mínu lífi í dag, t.d. þá vildi ég vera búin í skóla og komin í vinnu, vildi að Arnar minn væri kominn í vinnu, vildi að við værum búin að koma íbúðinn í stand m.m. En vitiði hvað...þetta eru bara lúxusvandamál, sú kyrrð og sá friður sem ríkir í mínu lífi og barnanna lífi núorðið er ekkert annað en dásamleg!!! Það er eins og við höfum haldið í okkur andanum í fleiri ár og núna loksins getum við andað!!!
Anyways, fyrst það er allt svona rólegt hérna núna ætla ég að nota tímann í að fá mér samlokur og horfa á eins og einn þátt af uppáhaldssjúkrahússápunni minni, nebblega ætla ég að skella mér og hitta vini mína á Seattle Grace
Eigið yndislegan dag, það ætla ég að gera!
Bloggar | 10.3.2012 | 13:05 (breytt kl. 13:05) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þá er hann runninn upp...rómantískasti dagur ársins, þegar allir eiga að opna veskin sín og eyða fullt af pening í allskonar krúttlegheit handa ástinni sinni Ég er alveg vön að taka þátt í þessari "verlsunarmannahátíð", keypt gjafir á línuna, fengið gjafir, allt í hjörtum og voða læti...í fyrra var ég meira að segja svo ofsalega heppin að ég borðaði rómantískan kvöldmat með ekki minna en 2 mönnum, þá var ég ennþá gift og við buðum honum Jakob í mat...sem var bara notalegt
Í ár verður ekkert keypt...eða ókey, ég svindlaði pínu og keypti dvergvaxinn bangsa með hjarta handa ástinni minni í gær og af því hann er svona eiginlega alveg jafn rómantískur og ég...sem er svona 3 stigum meira en gaddavírsgirðing þá hengdi hann strax bangsann á gemsann sinn En fyrir utan þennan litla bangsa verður veskið ekkert opnað í ár...
Viljiði ekki vita afhverju? Oh jú, ykkur daaaauðlangar til þess, I know it!!!
Jú, af því að í ár eyði ég Valentínusardegi með stóru ástinni í lífi mínu...það þarf ekkert drasl og dót til að segja "ég elska þig", enga risavaxna blómvendi, hjörtu út um allt og kort og allt þetta...ástin er hjá okkur, ekki í dótinu...til að sýna hana þarf ekkert meira en a look, a touch, a beautiful song...hann sannar fyrir mér hversu mikið hann elskar mig á hverjum degi...hverri mínútu..hverju hjartslagi...með öllu sem hann gerir, og ég reyni að gera það sama...tilfinningin sem ég finn innra með mér þegar ég horfi í augu hans og sé alla þessa ást skína, sé þetta fallega bros...hún er meira virði en allir hjartabangsar og blómvendir og súkkulaði í heimi...
Ó já, í ár fæ ég þessa einu sönnu ást í gjöf á Valentínusardegi, eins og á hverjum einasta degi síðan við fundum hvort annað aftur, og gjöf mín tilbaka er einmitt sú hin sama...hjörtu okkar gáfum við hvort öðru fyrir einum 20 árum síðan...löngu áður en ég flutti til lands þar sem haldið er svona mikið upp á þennan dag
Eigið yndislegan Valentínusardag öllsömun, en munið að halda upp á ástina á hverjum degi og að sönn ást hefur ekkert með eitthvað dót að gera heldur er hún í ykkur sjálfum
Bloggar | 14.2.2012 | 09:05 (breytt kl. 09:05) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Já, það er alveg svoleiðis!! Ég var að átta mig á að síðustu tveir skilnaðir eiga sér svona "theme song"!
Þegar ég skildi við/lifði af pabba elstu stelpunnar notaði ég lagið "I will survive" með Gloria Gaynor af því það var það sem ég einsetti mér að gera þá, lifa af! Lifa af að fara frá honum, lifa neysluna af...
Ég gerði það, lifði þetta allt af. Losaði mig úr fjötrum vímuefnaneyslunnar og fjötrum þess sem útvegaði mér efnin... og kom mér inn í samband sem var mikið verra!
En viti menn, ég er barasta búin að lifa það samband af líka, og kem barasta út úr því stronger than ever og heilli reynslu ríkari!!! Og er þar að auki loksins farin að feta varlega í áttina að þeirri konu sem ég átti alltaf að vera! Svo lagið mitt núna er Back in Black með AC/DC!!! Er ekkert endilega í svörtu samt hahaha en það er svo mikill styrkur, POWER í þessu lagi og þó textinn fjalli um gaur sem er að koma út úr fangelsi þá á hann alveg við mig finnst mér, af því að ég er líka að losna úr fangelsi, fangelsi meðvirkni, þunglyndis, ofbeldis...og það eru ekki bara orðin, það er þessi ólýsanlega tilfinning af POWER sem ég finn innra með mér þegar ég hlusta sem gerir þetta lag að mínu lagi!!!
Minn tími er NÚNA, núna byrjar lífið í alvöru!!! Það er núna sem gamlir draumar rætast, það er núna sem ég fæ að slappa af, njóta lífsins og vera bara ég! I am back!!!
Ég er farin að fara í ræktina, gamall draumur...fékk mér naflalokk, gamall draumur...búin að panta tattú á bakið sem er mjög táknrænt fyrir mér, mynd sem ég sjálf hef teiknað, fyrir mjög löngu síðan, gamall draumur... :) er í skóla að læra eitthvað sem ég hef áhuga á, fékk ástina mína aftur sem ég rak frá mér fyrir 20 árum síðan Ég er farin að fá aftur ímyndunaraflið sem var kæft svo lengi, farin að gera það sem ég hef gaman af, já þetta er sannarlega byrjun á nýju lífi og ég deili því í þetta skiptið með hinum helmingnum af mér, lífsförunaut sem er jafningi minn og ekki enn ein byrðin...
Sólin er svo sannarlega farin að skína í mínu líf og I AM BACK IN BLACK!!!
Bloggar | 13.2.2012 | 13:14 (breytt kl. 13:18) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ég á mér minn persónulega nemesis. Þetta er maður sem ég bjó með í fjölda ára og eignaðist barn með. Þessi sambúð var í sjálfu sér eitt langt helvíti á þessari jörð, að kalla þennan mann fjandan sjálfann væri að lítillækka kölska og í öll þessi ár síðan hef ég verið hrikalega hrædd við þetta kvikindi! Samt hef ég umgengist hann, ég hef boðið honum og fjölskyldu hans í mat, ég hef farið á kaffihús með honum og dóttur okkar, ég hef staðið upp á móti honum til að verja dóttur okkar, alltaf jafn hrædd, en gert það samt.
Ég hitti þennan mann í gær, ég fór með dóttur okkar í heimsókn til hans af því að hann er meira eða minna dauðvona, hann berst við krabbamein sem er ekki hægt að skera burt, svarar ekki lyfjameðferð og nú er hann nýbyrjaður í geislameðferð, sem er bara síðasti séns. Þessi risastóri, háværi og ógnvekjandi maður er skroppinn svo saman að ég er hávaxnari en hann. Hann er ringlaður, gleyminn og almennt ruglaður, pínulítill og aumur og ég hef á tilfinningunni að ég gæti blásið hann um koll. Þarf ég að segja að þetta er alveg ótrúlega skrítið allt saman? Ég veit ekkert hvernig mér á að líða með þessu, hluti af mér fær bara gömlu viðbjóðstilfinninguna sem ég hef fengið af þessum manni síðan við vorum saman, annar hluti af mér vorkennir þessu hræi alveg hræðilega. Nú og svo finn ég svo til með litlu dömunni minni, því að þó hann hafi aldrei reynst henni vel þá hefur alltaf verið smá von, sem hverfur þegar hann deyr. Sem er voða sorglegt fyrir hana.
Fyrir utan allt þetta er líf mitt eintóm hamingja, stóra ástin í lífi mínu loksins kominn heim til mín, krakkarnir elska hann, hvaða tilfinningar ég ber til hans er hægt að sjá á hvernig ég ljóma þegar ég horfi á hann, og ég held að hann sjálfur sé bara yfir meðallagi ánægður með að vera kominn til okkar
Ég er alveg búin að missa alla von um að fá að flytja heim fyrir jól, ekkert búin að heyra enn, og er svona smám saman að vinna í að sætta mig við að halda jól í þessari litlu, óskreyttu íbúð, og ég held að ég sé alveg að verða sátt við það, ég fæ að halda jól með ástinni minni og börnunum og það er bara betra en jólin hafa verið undanfarin ár!
Hafiði það gott á góðum degi elskurnar!
Bloggar | 15.12.2011 | 16:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ég er bara farin að vera svaka dugleg við þetta blogg, bara alveg að verða stolt af sjálfri mér!!!
Hér eru stelpurnar að passa sig vel á að taka út alla sjúkdóma fyrir jól, Nína var með hita í 2 daga og ég er ekki að grínast, krakkinn fór í sturtu 15 sinnum á dag...sturtan hérna er svo ofur-aðgengileg að hún þarf enga hjálp við þetta, heldur heyrir maður bara allt í einu að vatnið rennur og stuttu seinna heyrir maður: "Maaaaammmaaaaaa, mig vantar handklæði!" Nú, minsti grísinn, hún Lára er sennilega komin með hlaupabólu, en er samt alveg hitalaus...ég veit bara ekki hvað þetta getur verið annað og konan á heilsugæslunni var alveg sammála. Hún fer samt bara í sturtu 7 sinnum á dag með Nínu hahahaha
Í dag tók ég enn eitt skref í átt að bata, ég fór á fund til að hitta konu sem heldur í sjálfshjálparhóp fyrir konur sem hafa lifað við andlegt og líkamlegt ofbeldi. Ég þáði plássið í þessum hóp um leið og mér var boðið það af því að ég veit að ég þarf á því að halda, svo í dag var bara verið að fara í gegn um smáatriðin. Þetta er alveg frábær hugmynd hjá þeim og maður fær meira að segja aðstoð með barnapössun hjá þeim svo maður geti verið með þótt maður sé einstæður með börn, sem ég jú er í augnablikinu, eða já grasekkja eiginlega bara
Hvað meir...jú, íshokkíliðið mitt, HV71 tókk áttunda sigurinn í röð í kvöld, sem gerir mig mjöööööög ánægða
Það styttist í fyrsta fundinn fyrir skilnaðinn, það á að meðhöndla umsóknina um forræðið yfir börnunum sem ég sótti um, svo og búskiptin, svo nú fer sá sirkus að rúlla af stað sem er gott af því að þá styttist líka í að það klárist!
Það styttist í jólin líka sem mér finnst alveg meiriháttar gott!!
Þannig að það er allt á réttri leið í mínu lífi!!!
Bloggar | 3.11.2011 | 21:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Í dag var skrítinn dagur! Ég fékk að vita að barnsfaðir minn, pabbi þeirrar elstu, er með krabbamein...mér var sagt að hann ætti ekki nema kannski 3 mánuði eftir ólifaða...seinna í dag talaði ég við ættingja hans sem kannaðist ekkert við að hafa heyrt neitt um að það væri stutt eftir, en gat staðfest þetta með krabbann..
Ég veit ekki alveg hvernig mér á að líða með þessu....þessi maður er virkilega vondur maður, það er í alvöru ekkert gott í honum og það eina góða sem hann hefur nokkurn tímann komið til staðar er dóttir okkar...þessi maður kom svo illa fram við mig að ég var hrædd við hann í fjöldamörg ár, hrædd og hataði hann samtímis....það er nóg að ég hugsi til hans til þess að mig langi til að fara í sturtu og skrúbba af mér húðina....en þetta er samt pabbi dóttur minnar og ég veit að hún á eftir að verða ofsalega leið ef þetta er satt og hann hrekkur upp af...
Vandamálið er að ég veit ekki hvað ég á að segja við hana...hún er búin að frétta út í bæ að hann segðist vera með krabba en hún og ég ákváðum frekar snögglega að þetta væri bara hann að fiska eftir athygli, það væri nefnilega alveg eftir honum. Reyna að ná í smá vorkunnsemi frá fólki...
Ég er búin að vera að brölta með þetta í allan dag...sem betur fer á ég alveg ótrúlega skynsaman mann sem er búinn að vera mikill stuðningur í þessu öllu, það er svo ómetanlegt að þurfa ekki að standa einn með svona hluti...
Ég er allavega búin að ákveða að ég ætla að reyna að hlera aðeins, heyra hvað ættingjar vita og svoleiðis, ég var að hugsa um að hringja í hann en eftir smá spjall við skynsama manninn ákvað ég að það væri ekki góð hugmynd, ég treysti kallinum ekki baun og veit ekkert í hvernig ástandi hann er...
Ég hugsa að ég taki þetta bara með þolinmæðinni og sjái til...þetta verður allt eins og það á að vera, karma og svo framvegis.
Eeeen fyrir utan það, þá gengur líf mitt sinn vanagang, ég hef ekkert heyrt um íbúðina enn, en þetta kemur allt, all in good time...og svo líður vonandi að því að ég fái að hitta yndislega manninn minn..sem verður ekki lítið spennandi eftir 19 ár!!! Ég veit alveg að góðir hlutir gerast hægt, þeir góðu hlutir sem ekki gerðust hægt í mínu lífi voru ekkert svo góðir í lengdina þannig að þetta er bara gott merki...en alltaf erfitt að vera svona langt frá hvort öðru....thank god for internet segi ég bara!!!
Ég er þakklát fyrir það líf sem ég lifi í dag, ég er þakklát fyrir yndislegu börnin mín...öll 10 stykki , fyrir að vera svo ótrúlega heppin að loksins finna HANN, manninn sem ég vil verða gömul með...þakklát fyrir að eiga margar yndislegar systur sem passa systur sína, fyrir að eiga ótrúlega góða vini og fyrir að fá að lifa edrú og finna til!!! Ég er sannarlega ótrúlega rík manneskja!!!
Bloggar | 2.11.2011 | 23:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Fyrir ansi mörgum árum síðan kynntust strákur og stelpa! Heitar tilfinningar uppstóðu þeirra á milli. Strákurinn var drengur góður og kom fram við elskuna sína eins og hún væri eina konan í heimi, sýndi henni ómælda ást og alúð. Stelpan, ung og óreynd, illa upp alin og frá slæmu heimili, hafði ekki vit á að kunna gott að meta, heldur hræddist hún allar þessar tilfinningar og hvað hann var almennilegur við hana, enda ekki vön slíku. Hún lét hann flakka og hélt áfram út í heim að eltast við aumingja sem gætu troðið hana niður í svaðið í staðinn.
Mörgum árum seinna náðu strákur og stelpa saman aftur. Stelpan var nú loksins farin að sjá að hún ætti alveg skilið að væri komið vel fram við hana og ákvað að hafa sig alla við til að leyfa stráknum að gera einmitt þetta. Og svo lifðu þau hamingjusöm til æviloka!
Endir
Bloggar | 1.11.2011 | 09:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)