Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009

Já ég veit...

...ég var búin að lofa bloggi fyrir löööngu síðan, en ég var kannski bara að grínast Tounge

Er svona varla að nenna að skrifa núna heldur, er í letikasti í dag og með hausverk, á ekkert kaffi og nenni bara ekki út í búð...

Skemmtileg vika samt, Erna var hérna með Evu og Ísak sem var bara yndislegt, við fórum í heimsókn til Gunnars frænda sem varð fertugur í vikunni og það var yndislegt að hitta hann og hans frábæru fjölskyldu as always Heart
Nú og svo fengum við Gunillu "the legend" í heimsókn, hún missti dóttur sína fyrir ekki svo löngu síðan svo það var sorglegt að hitta hana, en samt yndislegt...Gunilla er yndisleg! Heart Maj-Lis og dóttir hennar Sabina komu líka svo þessi vika er búin að snúast mikið um nostalgíu finnst mér...en mikið um núið og framtíðina líka, var á fundi á miðvikudaginn að planera hvernig við ætlum að kynna leikritið á jólamarkaðnum í Huskvarna, nú og svo á fimmtudaginn snæddi ég hádegismat með Jakob S. og félögum ásamt talsmanni félags atvinnurekenda í Huskvarna centrum til að ræða samstarf okkar og markaðsetningu...þetta er bara spennandi!!! Smile Svo var blaðamannafundur á eftir og loks æfing. Ég hlakka svo til að sjá frumsýninguna á þessu, það verður svo flott!!!

Það er frekar tómlegt án Ernu hérna samt, verð nú að segja það, gott að maður hefur eitthvað að gera þá!

Becca mín er heima í dag, hún vildi ekki fara með pabba sínum að slátra kjúllum í gær og mér fannst engin ástæða til að neyða hana til þess svo ég leyfði henni, samviskulaust Devil, að segja pabba sínum að hún væri lasin...hann hefði nefnilega ekki leyft henni að vera heima bara af því að hún ekki vildi fara með enda maðurinn engin góð persóna!!!

Jæja, ég ætla að sjá hvort ég get ekki sent einhverja af litlu mannverunum  hérna eftir kaffi handa mér og fara svo að þykjast gera eitthvað af viti, klæða mig eða eitthvað...í kvöld ætla ég svo að horfa á bíómyndina sem var gerð eftir sömu bók og leikritið, fékk diskinn lánaðan hjá Jakob, verður gaman að sjá þetta.

Gangið hægt um gleðinnar dyr en galvösk inn í góðan dag LoL


Menningarmáttarstólpinn! :)

Er búin að eiga frábært og spennandi kvöld Smile

Ætla að vera kvikindi samt og ekkert segja ykkur frá fyrr en á morgun, er svo hrikalega sybbin núna!!! LoLDevil


Kirkjan og kaffi :)

Ég er búin að eiga notalega helgi! Fór með stelpurnar til stóru Nínu á bæði föstudag og laugardag, borðuðum saman góðan mat og fengum okkur í glas, hún vín og ég kók LoL Svo fór ég í kirkjuna í morgun eftir að Becca var farin til the dad og hlustaði á elskuna mína hana Ernu litlu syngja með kórnum. Þar á eftir skruppum við til Sheilu vinkonu minnar þar sem stelpurnar léku við dóttur hennar og við fullorðna fólkið drukkum kaffi og spiluðum spil Smile Bara næs!

Á morgun er ég að fara á fund með fullt af mikilvægu fólki, rosa spennandi...eins gott að maðurinn sem býr í íbúðinni minni ullist á fætur til að sjá um yngstu dóttur MÍNA Pinch Devil

Nenni ekki að skrifa meira, þarf að taka dúllurnar mínar upp úr baðinu og koma þeim í háttinn...vonandi kemst ég svo í að setjast fyrir framan imbakassan í smástund, hann er búinn að vera skrambi upptekin undanfarið...þetta er svona þegar menn eiga ekkert líf, þá hanga þeir frekar fyrir framan kassan heldur en að gera ehv af viti...leiðinlegt þegar maður kemur heim eftir að hafa verið úti í allan dag með börnin og hann sem er aleinn heima er ekki einusinni búinn að setja í uppþvottavélina, svoleiðis dæmi er náttúrulega bara lame, enda er eiginlega allt þetta samband orðið frekar þreytt og hefði kanski bara verið kominn tími á að slútta þessu fyrir löngu...en jæja, sjáum til hvað verður...

Óska ykkur góðs kvölds Heart


Að fórna sér fyrir menninguna 2

Ég held að ég sé endanlega búin að sjá til þess að dætur mínar láti sér aldrei detta það í hug að verða leikkonur... Devil Í gær vantaði nefnilega aukaleikarar fyrir útisenu í bíómyndinni umtöluðu, svo ég mætti á staðinn með 2 elstu. Tíminn sem okkur var sagt var milli 14:00-18:00. Hálf sex voru þeir enn ekki klárir fyrir töku og það var sko KALLT í gær!!! Samt vorum við kappklæddar, en það var bara virkilega kallt!!! Og við vorum komnar út rétt rúmlega 14:00 svo það urðu ansi margir tímar sem við vorum úti...og svo náttúrulega þegar þetta lokst komt í gang þá voru endalausar tökurnar fyrir hvað...5 mínútna senu kannski...andvarp Pinch
Rétt fyrir átta komum við svo heim, svangar, þreyttar og kaldar og eins og ég segi, ekki beint með drauma um að halda áfram í hinum töfrandi undraheimi kvikmyndanna LoL Held samt að það hafi bara verið fínt fyrir þær að sjá hvernig þetta er í alvöru! Vil mikið frekar að þær verði læknar eða lögfræðingar eða þvílíkt sko LoL eða eins og Nathalie sem vildi á tíma verða sjóræningi og Gordon Ramsey samtímis GrinLoL Annars er hún svo flott að hún segist sko ætla að verða allt sem hana langar til þegar hún verður stór! Heart

Jæja, best að ræsa Nathalie fyrir leikskólann, ætla að leyfa Beccu að vera heima í dag, hún er komin með hálsbólgu litla skinnið Frown

Eigið góðan dag, í allan dag Wink


Facebook

Ég ELSKA facebook, síðustu 2 daga þá er ég búin að finna 7 gamla vini frá Akureyri aftur, vini sem ég hef ekki haft samband við í fjöldamörg ár vegna þess að ég hef einfaldlega ekki fundið þetta fólk! Bara meiriháttar!!!

Annars finnst mér fortíðin vera komin aðeins of nálægt mér, nær en góðu hófi gegnir...time to hit the panic button! Sumir hlutir og manneskjur eru best geymdar (en ekki gleymdar) í órafjarlægð, svona safe distans...nóg þegar tilfinningafjarlægðin minnkar, en þegar sú landafræðilega líka gerir það þá verður mér um og ó! Það er núna sem ég hleyp öskrandi út sko!SidewaysW00tPinch

Orðin þreytt á að langa í eitthvað sem ég get ekki fengið og langar ekki lengur í það sem ég hef, veit ekki alveg hvað ég ætla að gera í þessu en það kemur til mín í draumi kannski bara...

Talandi um drauma, er einhver hér sem kann draumráðningu? Mig dreymdi um daginn að afi Dúi væri dáinn og mitt í jarðarfararstússi barst mér það boð að mamma væri dáin líka. Man ekki svo voðalega mikið af þessu en finnst einhvernveginn eins og þetta boði ekkert endilega ills en sé samt mikilvægt einhverra hluta vegna, svona tilfinning sem situr í mér!

Nóg um það, ætla að skella mér í snöggt bað og fara svo í háttinn, klukkan orðin skrambi mikið í Svíaríki.


Að fórna sér fyrir menninguna...

...það er ástæða þess að ég fór á fætur eldsnemma í morgun og ræsti Beccu mína...við vorum að fórna okkur fyrir menninguna! Smile Hún er nefnilega aukaleikari í bíómynd sem verið er að taka upp hérna í hverfinu okkar með bara börnum, Bugsy Malone style! ( man einhver eftir þeirri mynd?) Nú svo við mættum á tökustað, skólann hennar alveg á réttum tíma og héldum að við þyrftum að vera þarna alveg þangað til seinnipartinn, en var svo sagt að þetta tæki mikið styttri tíma en þeir höfðu haldið, sem er gott...en að góðum kvikmyndatökusið þurftum við svo að bíða í nærri einn og hálfan tíma áður er það kom að dömunni LoL Sjálf senan tók svo ekki nema kannski hálftíma, hún sat á skólabekk og lék góðan nemanda sem hafði gert heimavinnuna sína LoL Þetta var allt voða spennandi náttúrulega og það verður gaman ef maður fær nú að sjá þetta svo...þeir ætla víst að reyna að sýna þetta á kvikmyndahátíðum víðsvegar um landið og ef...stórt EF þeir geta selt myndina verður hún sýnd í bíó, sem væri meiriháttar kúl!

Gott að þetta var búið snemma samt, mig vantaði að laga aðeins til hérna heima en hélt ekki að ég myndi ná því ídag sem ég geri nú samt þá...jibbí Pinch

Fann enn einn gamlan vin á facebook í gær og fékk svo samband við hann í morgun (auðvitað náði ég að facebooka áður en við fórum, hahaha), bara snilld!

Er búin að vera að velta því fyrir mér lengi hvað ég vil gera með líf mitt, er ekki sátt við hvernig þar er núna og eitthvað þarf að gera, en veit ekki hvað! Er búin að fá tilboð um að taka að mér tímabundið verkefni sem myndi ekki skila af sér neinu fjárhagslega séð, en aftur á móti koma mér í ómetanleg sambönd og gefa mér góða reynslu, en ég er að finna að ég er drulluhrædd um að taka þetta að mér, hvað ef ég klúðra þessu? Sjálfstraustið er eitthvað að væflast fyrir mér, það er svo langt síðan ég gerði eitthvað annað en snýta, skeina og hjálpa til við heimavinnu og þetta er þar að auki á sviði sem ég hef í raun aldrei komið nálægt en ja, ég veit svona uppi í heila að ég myndi alveg ráða við þetta, er bara ekki að finna í maganum að ég gæti það...æi, vantar að peppa sjálfa mig meira, fyrir nokkrum árum hefði ég ekkert verið að pæla í þessu, ég hefði bara hent mér inn í þetta, en mér finnst ég vera komin svo út úr öllu að mér finnst ég varla hafa neitt gáfulegra að segja en: "ja, mér finnst nú Pampers Easy-Up vera bestar!" Tounge Ooooo, í skrifandi stund er ég svo að finna að ég VERÐ að fara að komast út úr smábarnaheiminum aðeins, this is NOT me!!!

Anyway, læt ykkur vita hvernig þetta fer alltsaman, nú er ég farin að taka til! 

Kram från Sverige


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband