Ég ELSKA facebook, síðustu 2 daga þá er ég búin að finna 7 gamla vini frá Akureyri aftur, vini sem ég hef ekki haft samband við í fjöldamörg ár vegna þess að ég hef einfaldlega ekki fundið þetta fólk! Bara meiriháttar!!!
Annars finnst mér fortíðin vera komin aðeins of nálægt mér, nær en góðu hófi gegnir...time to hit the panic button! Sumir hlutir og manneskjur eru best geymdar (en ekki gleymdar) í órafjarlægð, svona safe distans...nóg þegar tilfinningafjarlægðin minnkar, en þegar sú landafræðilega líka gerir það þá verður mér um og ó! Það er núna sem ég hleyp öskrandi út sko!
Orðin þreytt á að langa í eitthvað sem ég get ekki fengið og langar ekki lengur í það sem ég hef, veit ekki alveg hvað ég ætla að gera í þessu en það kemur til mín í draumi kannski bara...
Talandi um drauma, er einhver hér sem kann draumráðningu? Mig dreymdi um daginn að afi Dúi væri dáinn og mitt í jarðarfararstússi barst mér það boð að mamma væri dáin líka. Man ekki svo voðalega mikið af þessu en finnst einhvernveginn eins og þetta boði ekkert endilega ills en sé samt mikilvægt einhverra hluta vegna, svona tilfinning sem situr í mér!
Nóg um það, ætla að skella mér í snöggt bað og fara svo í háttinn, klukkan orðin skrambi mikið í Svíaríki.
Athugasemdir
Skil ekki drauma, höfum hann bara fyrir brælu Knús á þig um miðja nótt Mig dreymdi áðan að mamma hefði keypt sér landskika
Birna Dúadóttir, 3.11.2009 kl. 03:27
Jónína Dúadóttir, 3.11.2009 kl. 06:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.