Í dag á Helena litlasystir afmæli, verður alveg 26 ára gömul, til hamingju með það! Þar að auki þá er svona sænskt jippó að hvert nafn á sér dag, sk "namnsdag" (nafnadag) og í dag höldum við uppá Andreas! Og ekki nóg með það, 30. nóvember 1718 dó Karl hinn XII, einhver þekktasti konungur Svíaríkis, af einhverjum ástæðum fara rasista- og nýnazistahóparnir hérna alltaf í mótmælagöngur á þessum degi, er ekki nógu vel að mér í sænskri sögu til að vita afhverju hann er svona mikilvæg fígúra í þeim hópum...held nú ekki að hann hafi verið nazisti...eeeen hvað veit ég?
Þetta voru upplýsingar dagsins, Jóka over and out!
Athugasemdir
Höldum upp á Andreas ! Til hamingju með allan daginn
Jónína Dúadóttir, 30.11.2007 kl. 08:13
Þrefalt hip hip fyrir Andreas
Birna Dúadóttir, 30.11.2007 kl. 09:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.