Eins og venjulega þá er ég sein með skólann, ég byrjaði í eðlisfræði og trúfræði fyrir 2 vikum síðan en hef bara ekki haft tíma að setjast við tölvuna og kíkja á þetta. En í gær átti ég loksins lausan dag þannig að ég settist, loggaði inn í skólakerfið og fór inn á eðlisfræðina...eyddi svo 3-4 tímum fyrir utan hlé sem ég tók til að koma mat í fjölskylduna, í að reyna að komast að hvaða forrit ég þarf að hafa til að opna þær skrár sem ég þarf til að læra...
Ég var vægast sagt orðin pirruð á þessu veseni, sendi kennaranum e-póst og spurði hvaða forrit ég ætti að nota, kennarinn er ekki búinn að svara mér enn...langaði að taka tölvuna og henda í hausinn á einhverjum eða setjast út í horn einhversstaðar og grenja!!!
En þessi ósköp enduðu samt með að mér tókst að finna út úr þessu á endanum, hinsvegar var orðið allt of seint fyrir eitthvað nám þegar þetta var loks komið á hreint! Og í dag er ég með Nínu litlu lasna og á ekki eftir að koma neinu í verk, ég þarf nefnilega einhverra hluta vegna að geta einbeitt mér að náminu til að það gangi eitthvað... Svona skrítin er ég bara!
Vinna um helgina, þannig að námið verður bara að bíða til mánudags...oh well, ég reyndi allavega!
Er ennþá að bíða eftir að vorið hætti að vera með vesen, en skilst að það eigi að hlýna eftir helgi þannig að allt gerist þá bara!
Carpe diem!
Athugasemdir
Þú og vorið bæði með vesen En það á eftir að lagast hjá ykkur báðum...
Jónína Dúadóttir, 12.5.2017 kl. 17:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.