Nemesis

Ég á mér minn persónulega nemesis. Þetta er maður sem ég bjó með í fjölda ára og eignaðist barn með. Þessi sambúð var í sjálfu sér eitt langt helvíti á þessari jörð, að kalla þennan mann fjandan sjálfann væri að lítillækka kölska og í öll þessi ár síðan hef ég verið hrikalega hrædd við þetta kvikindi! Samt hef ég umgengist hann, ég hef boðið honum og fjölskyldu hans í mat, ég hef farið á kaffihús með honum og dóttur okkar, ég hef staðið upp á móti honum til að verja dóttur okkar, alltaf jafn hrædd, en gert það samt.

Ég hitti þennan mann í gær, ég fór með dóttur okkar í heimsókn til hans af því að hann er meira eða minna dauðvona, hann berst við krabbamein sem er ekki hægt að skera burt, svarar ekki lyfjameðferð og nú er hann nýbyrjaður í geislameðferð, sem er bara síðasti séns. Þessi risastóri, háværi og ógnvekjandi maður er skroppinn svo saman að ég er hávaxnari en hann. Hann er ringlaður, gleyminn og almennt ruglaður, pínulítill og aumur og ég hef á tilfinningunni að ég gæti blásið hann um koll. Þarf ég að segja að þetta er alveg ótrúlega skrítið allt saman? Ég veit ekkert hvernig mér á að líða með þessu, hluti af mér fær bara gömlu viðbjóðstilfinninguna sem ég hef fengið af þessum manni síðan við vorum saman, annar hluti af mér vorkennir þessu hræi alveg hræðilega. Nú og svo finn ég svo til með litlu dömunni minni, því að þó hann hafi aldrei reynst henni vel þá hefur alltaf verið smá von, sem hverfur þegar hann deyr. Sem er voða sorglegt fyrir hana.

Fyrir utan allt þetta er líf mitt eintóm hamingja, stóra ástin í lífi mínu loksins kominn heim til mín, krakkarnir elska hann, hvaða tilfinningar ég ber til hans er hægt að sjá á hvernig ég ljóma þegar ég horfi á hann, og ég held að hann sjálfur sé bara yfir meðallagi ánægður með að vera kominn til okkar InLove

Ég er alveg búin að missa alla von um að fá að flytja heim fyrir jól, ekkert búin að heyra enn, og er svona smám saman að vinna í að sætta mig við að halda jól í þessari litlu, óskreyttu íbúð, og ég held að ég sé alveg að verða sátt við það, ég fæ að halda jól með ástinni minni og börnunum og það er bara betra en jólin hafa verið undanfarin ár!

Hafiði það gott á góðum degi elskurnar! Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jóka mín... þú hefur alltaf verið stærri en hann, það hefur þú sýnt með framkomunni... og þú ert það ennþá :-)Hann á vorkunn skilið alveg eins og hver annar, af því að hann er veikur og það er ekki hægt að lækna hann... Skildu vanlíðanina eftir hjá honum, það var hann sem framkallaði hana og hann á hana sjálfur, en haltu áfram að vera stærri og meiri manneskja en hann eins og þú hefur alltaf verið :-)

Og veistu hvert mesta hugrekkið er ? Að þora að viðurkenna að mar sé hræddur og horfast í augu við það ;-)

Já og drífið ykkur að skreyta fjandans íbúðina... þið getið það alveg og það kostar lítið sem ekkert... börnin eiga það skilið, það er alveg búið að leggja nóg á stelpurnar undanfarna mánuði... þær eiga rétt á öllu því besta og innifalið í því er til dæmis jólaskraut ! :-) Og "gegnaðu" !

Elska þig :-)

Jónína Dúadóttir, 15.12.2011 kl. 16:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband