...er spurning sem ég fékk svar við áðan , nunnurnar koma í dag! Sat nefnilega inni á öppna förskolan sem er svona eins og leikskóli þar sem foreldrar eru með börnunum sínum, þeas, við mömmur sitjum og drekkum kaffi og þykjumst fylgjast með krökkunum, svo er ein fóstra sem hjálpar þeim að mála oþh. Anyway, þarna sit ég í mestu makindum og horfi út um gluggann og er að ræða um daginn og veginn við indverska vinkonu mína þegar hún allt í einu segir: "Heyrðu, eru þetta nunnur?" Ég lít þangað sem hún bendir og mikið rétt, þarna labba 3 nunnur framhjá! Nú er kaþólsk kirkja hér í bæ en ég verð að viðurkenna að nunnur hef ég aldrei séð og kirkjan sem þær hurfu inn í, Råslättkirkjan, er ekkert sérstaklega kaþólsk . Nú og svo nokkrum mínútum eftir að nunnurnar hverfa sé ég lögguna á vappi fyrir utan hahaha, eflaust að leita að nunnunum. Við ákváðum nefnilega hið snarasta að þetta væri allt tengt og hefði sennilega samband við manninn sem var að skipta um rúðu einhverstaðar inni í þessu stóra húsi. Sennilega hefðu nunnurnar brotist inn í bókasafnið, farið inn gegnum rúðu, það voru nefnilega bækur líka á víð og dreif um gangstéttina þarna fyrir utan. Nú nunnurnar fóru svo inn í kirkjuna til að leita sér hælis á flótta undan lögreglunni. Það tókst nokkuð vel, því hálftíma seinna er sama lögga enn á vappi að leita að einhverjum að því er virtist. Elementary, dear Watson!
Til að toppa þetta allt sáum við Andreas þegar við vorum á leið heim, eina bókina enn, liggjandi í blómabeði. Staðsetningin var samt ekki það athyglisverðasta við þessa bók, heldur titillinn sem hún bar: "The Nigger of The Narcissus". Hahahaha ég segi bara, þvílíkur dagur!!!
Og svona on other notes, þá á ég 7 ára afmæli í dag!
Have a nice day, I will!
Athugasemdir
Innilega frábærlega gleðilega krúttlega til hamingju með árangurinn dúllan mín Hvenær koma nunnurnar, snilld
Birna Dúadóttir, 25.3.2010 kl. 14:16
Til hamingju elsku dúllan mín, þú ert svo dugleg
Jónína Dúadóttir, 25.3.2010 kl. 15:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.