Hey fólkið, hvar eru allir? Ég er farin að halda að ég sé hérna alein á blogginu, ókey, það er kommentað en hvar eru öll skemmtilegu bloggin??? Echo people, echo!
Jæja, ég verð þá að sjá til þess að eitthvað gerist hérna, axla þessa þungu ábyrgð sem er lögð á aumingja litlu systur hérna sko
Það er ágætis dagur í dag, svaf af mér morguninn af því að viss miðdama vakti vissa mínídömu sem var svo vakandi hálfa nóttina móður sinni till mikillar gleði og ánægju, ég var einmitt að hugsa um hvað það væri nú gaman að hafa ástæðu til að hanga vakandi fram eftir öllu, en datt bara engin í hug. Að sjálfsögðu komu þá elskulegar dætur mínar móður sinni til björgunnar, eins og prinsessur á hvítum...geithöfrum Ég kem þá bara til með að vinna fram eftir kvöldi i staðinn þannig að ég þarf ekki að hafa áhyggjur af iðjuleysi í bráð! Verðlaun móðurinnar koma frá ótæmandi upprennu
Þegar ég nú loksins hafði mig á fætur, bara áðan, þá var svona ótrúlega fallegt að líta út um gluggan, ég sá virkilega stór snjókorn blönduð smærri kornum, sem siluðust svona hægt og rólega niður, það var krökkt af þeim og svo skein smá sólargeisli í gegnum skýin og lýsti upp þessa fallegu mynd, þetta var ótrúlegt! Því miður festust ekki fjárans snjókornin þegar ég reyndi að taka mynd af þessu, súrt! Þetta var virkilega ólýsanlega fallegt og ég held ekki að ég hafi séð svona nokkuð í þessu aflanga landi áður...but then again, maður sér ekki norðurljósin hérna heldur, ekki í Suður Svíþjóð
Nú, og svo streyma skemmtilegar kveðjur inn í innhólfið mitt, í dag var ég td meðal annars búin að fá einhverja kveðju frá AA hóp sem ég er með í á fésinu, og svo ýmislegt annað gott og gaman Bara gaman hjá mér!
Jæja, best að hætta þessari leti og drífa sig í vinnu, enda meira en nóg að gera næstkomandi vikur, mánuði jafnvel!
Hey, nú er ég að fatta hvar allir eru, þið hafið náttúrulega ekki tíma til að blogga, þið hangið og stúderið þetta Icesave mál, getur það ekki verið? Hey, let go and let god (or the government) og koma inn í bloggheim í staðinn
Athugasemdir
Hér er ég og mas búin að blogga sjálf,loksins Ljúfur texti hjá þér og ég er fegin að inboxið þitt virkar Njóttu þín sæta
Birna Dúadóttir, 8.1.2010 kl. 12:02
Ég er alltaf hérna... nema þegar ég er einhversstaðar allt annarsstaðar
Jónína Dúadóttir, 8.1.2010 kl. 13:56
Ninna góð
Birna Dúadóttir, 8.1.2010 kl. 16:46
Ég er líka hérna þegar ég er ekki á facebook, hehehehehe
Erna Evudóttir, 8.1.2010 kl. 18:50
Ég er útum allt og hef ekki tíma fyrir neitt...
Gunnar Helgi Eysteinsson, 9.1.2010 kl. 17:16
Sé að stórfjölskyldan er hér. Skelli mér inn líka. Viðurkenni að ég er ansi föst á farmville. Er nefninlega að reyna að ná manninum mínum.
Var sjálf að setja inn smáfærslu en kem mér ekki alveg af stað.
Anna Guðný , 9.1.2010 kl. 18:38
Maður fer víst ekki neitt, aldrei fór ég suður ööö eða var það Bubbi
Birna Dúadóttir, 9.1.2010 kl. 21:51
Nei Birna mín, það var ég
Jónína Dúadóttir, 10.1.2010 kl. 08:59
Hvar ertu kona Týnd, farin, horfin, gufuð upp???
Birna Dúadóttir, 14.1.2010 kl. 08:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.