Bloggfærslur mánaðarins, mars 2012

Sjá vetur karl, vikinn frá...eða hvað?

Ég las á heimasíðu SMHI, sænsku veðurstofunnar, að by definition væri komið vor í allavega hálfu landinu, syðri helmingnum...langar þá að fá útskýringu á snjóbylnum sem brast hérna á í gær, Icelandic style, svo hrikalegum að maður sá, samkvæmt kunningja mínum, vart bílinn fyrir framan sig... Þetta stóð ekki lengi yfir en samt...
Svo væri ég þá líka til í að fá útskýringu á skítakuldanum sem er úti í dag!!! Tounge

Ég er að vísu orðin það sænsk að ég er í kuldaúlpu þangað til hitinn er kominn upp í minst 10 gráður, þá fer ég kanski að hugleiða að renna niður rennilásnum og skilja trefilinn eftir heima, þannig að þegar mér finnst vera skítakuldi úti, þá fer maðurinn minn út í ermalausum bol og stuttbuxum... LoL Hlýtur að vera skoplegt að sjá okkur hjónaleysurnar á vappi, annað í gammosíum undir gallabuxunum, kuldaskóm, þykkri peysu, trefli og kuldajakka og hitt í stuttbuxum og ermalausu...kannski í mesta lagi í þunnum leðurjakka yfir Grin En ég er alveg búin að læra það að ef hann segir að það sé fínasta veður, þá hendi ég mér ofan í skúffu og leita að vettlingunum LoL

Í gær olli yndislegi unglingurinn minn hláturskasti hjá mér sem var svo svaðalegt að ég var komin í gólfið í hláturskrampakasti Smile Þetta byrjaði með að það kemur sms í númer sem hún hefur verið að nota, en er ekki með lengur, svohljóðandi: "Hvar ertu, við byrjuðum fyrir löngu síðan"
Þá rann að sjálfsögðu að mér sá grunur að hún væri ekki alveg að standa sig með að mæta í tíma í skólanum, en vitandi það að það er slökkt á símanum hennar þegar á skóla stendur hugsaði ég með mér að ég næ í skottið á henni seinna í um daginn til að fá útskýringu.
Þegar klukkan er orðin það mikið að mér finnst hún ætti að vera komin heim hringi ég í dömuna. Hún svarar hálfhvíslandi að hún sé á Drama Club (sem ég var búin að steingleyma), að já hún hafi komið of seint, en hún ætli að útskýra það eftir DC. So far so good...
Þegar ég er á leið með næst yngstu til læknis hringir daman aftur og segist hafa komið of seint af því að hún hafi verið niðri á bryggju þegar þau voru með útileikfimi, og dottið í vattnið!!! Og nú sé hún á leið heim, í bíl með fyrrverandi kærustu pabba síns en þær hafi lent í árekstri, ekkert alvarlegt, en þurfi samt að bíða eftir lögreglunni... PinchTounge
Ég hafði náttúrulega engan tíma til að tala við barnið þá, enda á leið til læknis eins og áður sagði, en ég verð að viðurkenna að mig fýsti að vita meira um þetta...
Nú jæja, til læknis með litlu skvísuna, til að fá að vita að það væri bara ekkert að henni...sem er gott! Heart
Þegar ég loks kem heim sest ég með stóru dömunni og á nú að fá þessa útskýringu...þá var þetta þannig að vinkona hennar sagði að maður gæti staðið á svona björgunarhring án þess að hann sykki...OG HÚN TRÚÐI ÞESSU!!!!! LoLLoLLoL
Hún var svo innilega sæt þegar hún var að segja mér frá þessu, og hún var svo innilega meðvituð um hversu heimskulegt þetta hljómaði að það var alveg yndislegt...og góða mamman ég gjörsamlega lyppaðist niður á gólf af hlátri, ég náði varla andanum hahahahaha

Gott að ekki fór illa og ég held/vona að hún hafi lært eitthvað af þessu öllu saman, að minsta kosti hefur hún lært að það er kallt að vera rennandi blautur í mars LoL

En nóg um það, have a nice day, ég ætla að eyða deginum í lærdóm, foreldraviðtal og balett Smile


Just another saturday ;)

 Ég veit að ég montaði mig af þessu á fb en ég verð nú bara að gera það hérna líka aðeins...

Á miðvikudaginn fór ég nefnilega upp á sjúkrahús, þeir eru með svona learning center þar sem er bara alveg nýopnað. Þarna áttum við að fá að prófa ýmsar próftökur, þetta er hluti af skólanum hjá mér. Ég var alveg hrikalega kvíðin fyrir að fara þarna, enda drulluhrædd við nálar og það sem ég var að lesa um var ekkert að heilla mig...þetta gekk svo langt að ég var farin að velta fyrir mér hvort ég hefði ekki bara valið mér vitlausan starfsferil  Tounge 

Eeeen svo fór ég nú samt þarna uppeftir og viti menn, þetta gekk eins og í lygasögu!!! Þeir voru með handleggi sem maður fékk að taka blóðprufu úr, og mér tókst þetta bara í hvert einasta skipti, meira að segja í fyrsta skiptið...eins og ég hefði aldrei gert annað bara!!! Okkur var líka kennt að mæla blóðþrýsting, ekki mikið mál þar, setja þvaglegg, gekk eins og í lygasögu líka...nema karldúkkan sem við gerðum þetta á var með brjóst!!! LoL Við fengum að gefa insúlínsprautu í gerfimaga...no problem there! Og síðast en ekki síst var okkur kennt að taka blóð úr putta og mæla blóðsykur og það fengum við actually að gera á hvort öðru!!! Ekkert mál!!! Smile Ég fór þarna uppeftir með kvíðahnút í maga, full af efa...gekk aftur út brosandi hringinn og fullviss þess að ég sé alveg í réttum geira CoolCool Ekkert smá kikk!!! Nú þarf ég svo bara að fara að setjast niður með skólabækurnar og ná upp því sem ég er á eftir með! And so I will!!!

Annars er ekkert merkilegt að frétta héðan svosem, lífið gengur sinn vanagang bara Smile Veðrið var æðislegt í nokkra daga en kólnaði svo aftur, en það á eftir að verða betra aftur...ég fór með Nínu litlu í klippingu í gær, hún var með bleikt hár á eftir, ekkert smá ánægð...enda stelpustelpa alveg fram í fingurgóma! Wink

Ég veit ekkert hvað þessi dagur ber í skauti sér, það kemur bara í ljós, ætla að byrja með að fá mér morgunmat allavega Smile

Have a nice day everybody!


Pælingar in the middle of the night...

Sat í nótt með litla skvísu sem var illt í maganum og með hósta, ekki alveg að geta sofið FootinMouth

Til að stytta mér stundir örlítið renndi ég hérna í gegn um gömul blogg...sum af þeim hef ég verið að senda manninum í lífi mínu á fb, þau fjalla nefnilega um hann þó gömul séu Wink En það er gaman að lesa þetta aftur og muna hvernig þetta var, muna eftir draumum og þrám, sem voru bara draumar og þrár at the time...wishful thinking...InLove Ég man eftir sorg, söknuði...ást...ég þráði ekkert heitara en að fá að eiga líf með þessum manni, eiga með honum framtíð... Heart

Þá voru þetta bara draumar, sem voru ekkert endilega á leið að rætast eins og aðstæður okkar beggja voru þá...en ég held að ég hafi innst inni vitað að fyrr eða síðar...

Ídag er þetta ennþá draumur minn, munurinn er sá að ég lifi í þessum draumi...draumurinn rættist og var jafnvel betri í raunveruleikanum... Heart Ég er búin að finna hinn helminginn af mér, þann sem mig hefur vantað í öll þessi ár, það er ekkert skrítið að mín sambönd hingað til hafi verið strembin og ekki gengið upp...það voru ekki réttu púslubitarnir... Wink

Biðinni er lokið, draumurinn er hér og nú og ég ætla að njóta þess fram í fingurgóma að elska og vera elskuð, heitar en nokkurn tímann fyrr! 

Happy endings DO exist and dreams CAN come true, svo þið þarna úti, haldið áfram að láta ykkur dreyma og haldið áfram að trúa að þið getið fengið það sem ykkur dreymir um, það sem hjarta ykkar þráir!

Þetta var enn eitt jákvæðnishamingjuvæmnibloggið frá mér, takk fyrir mig...nú ætla ég að skríða aftur upp í rúm og sofa pínulítið meira Grin

Og svona by the way, það er sól og æðislegt veður hjá okkur í dag, og til að toppa þennan dag þá heyrði ég svanasöng áðan sem minnir mig á þegar svanirnir flugu inn Eyjafjörðinn, ég sat uppá eldhúsbekk og horfði á þá...þá vissum við amma að nú væri vorið komið til Akureyrar! Wink+

Það er svosem enginn fjörður hérna, en ég finn að vorið er komið, bæði í hjarta mér og huga sem og úti Smile

Eigið yndislegan dag elskurnar mína, það ætla sko ég að gera!

 


Góðan og blessaðan sunnudag til sælu :)

Í dag svaf ég ekki alveg jafn lengi og í gær, mér fannst mikið meira spennandi að fara á fætur með manninum í lífi mínu og fá mér kaffibolla Smile

Í gær var lokakeppni sænsku söngvakeppninnar, þetta er svo voða flókið hérna og í alveg þvílíkt mörgum hlutum og kosið tvisvar í hverjum þætti og ég veit ekki hvað meira, þetta er komið útí svo mikla hringavitleysu að ég er ekki viss um að þeir viti sjálfir hvað er í gangi... Devil Og að sjálfsögðu unnu ekki þessi tvö lög sem við héldum með enda er ég komin í risafýlu og ætla ekkert að horfa á stóru keppnina...fyrr en í maí LoLTounge 

Ég dáist samt mest að manninum á heimilinu, þetta er svo langt frá því að vera hans tebolli en samt situr þetta grey þarna og tekur þátt í þessu með okkur stelpunum og ég held að hann hafi nú pínu gaman af, eða það vona ég amk... LoL Hann fær allavega kók og snakk fyrir viðleitnina Wink

Nú ef þið viljið vita meira um daginn í dag þá er sól og alveg brjáluð blíða hjá okkur, maðurinn farinn að fara út á svalir á stuttbuxum og ermalausu...ekkert að marka hann að vísu, ég er löngu búin að fá það staðfest að innri hitamælirinn hjá honum er handónýtur og ef hann segir að það sé hlýtt úti er eins gott fyrir mig að fara í Kraft-gallan og lopapeysuna LoL En ég er ekki frá því nema ég geti jafnvel sleppt allavega lopapeysunni í dag samt...já og kannski gallanum líka...já og gammosíunum... Cool

Nína byrjar að dansa í dag, voða spenna í gangi, það er þema Afró á þessu námskeiði sem hún er að fara á, það er víst ekki til ballet fyrir svona litlar skvísur... en þetta er algjör snilld af því að mamman nær að skreppa í ræktina á meðan skvísan dansar af því þetta er á sama stað Wink Mínns ætlar sko að ná sér í sexpakk fyrir bikinísísonið ToungeGrin 

Anyways, hef engan tíma fyrir ykkur, I have a life you know Wink

Eigið yndislegan dag öll, sól or not SmileCool


Ókey þá... :)

Maður verður að standa við það sem maður segir, svo nú er komið að mér að blogga Smile

Ég sit hérna, á sólbjörtum laugardegi, og er að upplifa svolítið alveg nýtt! Fyrir það fyrsta þá svaf ég til eitt!!! Bara það hefur ekki gerst síðan sautjánhundruðogégveitekkihvenær!!! Þar að auki þá er ég vakin ofurvarlega með kossum og knúsi af Þessum yndislega manni sem ég bý með, það er ekki hægt að vera vakinn betur en svona!!! InLove Nú, ég fer á fætur, leyfi honum að halla sér, þar sem hann er búinn að vera á fótum með krakka síðan einhvern tímann óguðlega eldsnemma, ég fer fram með minska strumpinn minn, hún sofnar og eldri systur hennar tvær, N&N, ákveða að þær ætli bara út að leika....og táningurinn fór á flóamarkað með fyrrverandi stjúpu sinni einhverntímann í morgun og þar af leiðandi M.I.A. LoL

Svo nú sit ég hérna, útsofin (bara það er ný tilfinning), alein í kyrrð og ró (fyrir utan alveg svakalega góða tónlist sem yndislegi maðurinn setti á fóninn áður en hann fór að sofa) Smile 

Það er ýmislegt sem mætti vera betra eða öðruvísi í mínu lífi í dag, t.d. þá vildi ég vera búin í skóla og komin í vinnu, vildi að Arnar minn væri kominn í vinnu, vildi að við værum búin að koma íbúðinn í stand m.m. En vitiði hvað...þetta eru bara lúxusvandamál, sú kyrrð og sá friður sem ríkir í mínu lífi og barnanna lífi núorðið er ekkert annað en dásamleg!!! Það er eins og við höfum haldið í okkur andanum í fleiri ár og núna loksins getum við andað!!! Smile

Anyways, fyrst það er allt svona rólegt hérna núna ætla ég að nota tímann í að fá mér samlokur og horfa á eins og einn þátt af uppáhaldssjúkrahússápunni minni, nebblega ætla ég að skella mér og hitta vini mína á Seattle Grace Smile

Eigið yndislegan dag, það ætla ég að gera!


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband