Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Símasölukonan mikla!

Jæja, þá eru þau farin og skildu mig eftir hérna alveg aaaaleina Crying, nei, skildu Einar greyið eftir líka sem er ekki kúl af því að þá get ég náttúrulega ekki farið á eftir og skilið hann eftir líka, eða hvað? hahaha

Ég er búin að finna sérsvæði Ernu, hún ætti að gerast símasölukona!!! LoL Mér datt svona allt í einu í hug á laugardaginn að það væri nú kannski kúl að fá einn af kettlingunum sem voru eftir, þennan litla svarta. Einmitt það já, áður en ég náði númerinu á vörubílnum sem keyrði yfir mig var ég allt í einu búin að samþykkja að taka frekar Addó, þennan stóra, gráa kött sem er svo góður og er alls ekki með neitt veiðieðli sem er nauðsynlegt þar sem við erum bæði með fugl og nagdýr. Erna mín, ef þú ert að lesa þetta: ÞÚ GLEYMDIR AÐ SEGJA KETTINUM AÐ HANN SÉ EKKI MEÐ VEIÐIEÐLI!!!

Kom að honum áðan sitjandi á rottubúrinu og svipurinn á honum sagði EKKI: Komdu og gefðu mér knús! LoLGrin Erna, þú ert miskunnarlaus kona með svona nagdýraissue! Viðurkenndu það bara, Addó is your hitman! LoLLoL

En, þessi yndislega stóra hetja er hinsvegar drulluhræddur við kanínuna mína!!! LoL Hann þorir ekki að labba framhjá henni, hann hoppar yfir hana í staðinn. Og ég sver, ég hef ALDREI séð kött hoppa svona hátt! Hann hræðist ef til vill hefnd kanínunnar fyrir að hann skeit í búrið hennar í gær, hún er nefnilega líka með kattasand sem hún gerir þarfir sínar í...LoL

Það var samt voða sorglegt í gær að horfa á eftir fólkinu, Becca mín hágrét...ég var svona voða hetja, lét eins og þau væru bara að fara heim til Linköping aftur, það er svona rétt að ná mér núna að þau eru að flytja úr landi...CryingCrying Það verður skrítið að geta ekki skroppið til Ernu svona yfir helgi annað slagið, eða fá hann Ívar minn hingað í fríum, amk ekki jafn oft...eeeen ég hef þó allavega Addó! LoL

Nú ætla ég að fara að leggja sofandi barnið frá mér og drekkja sorgum mínum í kaffibolla.

Erna, Jenni og krakkar: Elska ykkur í tætlur og sakna ykkar mikið!!! Óska ykkur góðrar ferðar og góðs gengis "í sveitinni"!!! HeartHeart (Vá, núna náði þetta mér!!!)Crying


Bangsagrey!

Mikið fannst mér þetta synd! Crying Ég vonaði virkilega inn í það lengsta að honum Carsten myndi takast að deyfa þetta grey svo hún gæti nú fengið að fara bara heim...mér finnst ísbirnir vera ótrúlega falleg dýr og það væri synd og skömm ef þeir hyrfu nú alveg af þessari jörð okkar og hverjar afleiðingar þess gætu orðið langar mig ekkert að spá um...en, ég var ekki á svæðinu og get náttúrulega ekkert dæmt um hvort ákvörðunin að lóga greyinu var rétt, verð bara að treysta því að fólkið þarna hafi vitað hvað það var að gera!

En yfir í annað, gleðilega þjóðhátíð!!!  Iceland Niðri í bæ hjá mér, við ráðhúsið, höfðu þeir halað upp bæði íslenskum og sænskum fánum í tilefni dagsins, það kom mér skemmtilega á óvart!  Iceland 

Eigið góðan dag, vonum að það komi ekki fleiri birnir eða birnur heim á klakann í bili!






mbl.is Ísbjörninn að Hrauni dauður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hitinn er farinn í bili :(

Komin aftur, það er búið að vera svo hryllilega heitt hérna að ég hef bara ekki nennt að hanga í tölvunni meira en ég hef nauðsynlega þurft...skemmtilegra að vera úti að grilla Cool 
Litla skvísan hún Nína Lára dafnar vel, yndisleg lítil stúlka, og stóru systurnar eru alveg frábærar eins og ég vissi að þær myndu vera. Becca mín eignaðist lítinn bróður líka 8 dögum eftir að Nína Lára fæddist, nóg að gera hjá henni LoL Litla var svo skírð 19. maí, yndisleg athöfn, þakka fyrir gjafir og góða mætingu...sérstaklega gaman að Gunnar skildi koma með svona einstaka skírnargjöf sem yndislega konan hans, hún Eva, bjó til sjálf, þetta var alveg rosalega fallegur engill Smile 

Set inn nokkrar myndir hérna á síðuna, úr skírn og svo frá gráðun Beccu í ju jutsu, hún er komin með gult belti gellan! Passið ykkur bara á henni LoL

DSC00821DSC00814

HPIM3426HPIM3427


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband