Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

The Muppet Show!

Ég elska þessa gaura!!!

30. nóvember

Í dag á Helena litlasystir afmæli, verður alveg 26 ára gömul, til hamingju með það! Heart Þar að auki þá er svona sænskt jippó að hvert nafn á sér dag, sk "namnsdag" (nafnadag) Tounge og í dag höldum við uppá Andreas! Og ekki nóg með það, 30. nóvember 1718 dó Karl hinn XII, einhver þekktasti konungur Svíaríkis, af einhverjum ástæðum fara rasista- og nýnazistahóparnir hérna alltaf í mótmælagöngur á þessum degi, er ekki nógu vel að mér í sænskri sögu til að vita afhverju hann er svona mikilvæg fígúra í þeim hópum...held nú ekki að hann hafi verið nazisti...eeeen hvað veit ég? Devil

Þetta voru upplýsingar dagsins, Jóka over and out! WinkCool


Stúlka ófædd! :-)

Fyrstu myndirnar af barninu sem ég er búin að ákveða eigi að vera stelpa! Og mér var sagt í dag að hún eigi að koma 19. apríl, sem er náttúrulega bull og vitleysa, ég er löngu búin að ákveða að hún

kemur á afmælinu hennar Ernu! GrinStelpan 2Tounge


Doh!!!

Er eitthvað voða andlaus um þessar mundir. Nenni engu, er bara þreytt all the time, óglatt og illt í bakinu! Kemst varla í buxurnar mínar lengur, sem er ekki gott af því að óléttubuxurnar eru samt of stórar enn. Er að fara í sónar á morgun og finnst það bara ekkert spennandi, er alveg innilega þreytt á þessari óléttu, er ekki týpan sem hefur gaman af þessu, er líka drulluþreytt á barnavögnum, kerrum og bleyjuskiptum!!! Nathalie er að vísu búin að vera bleyjulaus síðan í sumar/haust, en samt!!! Nenni eiginlega engu nema kvarta og kveina og vorkenna sjálfri mér akkúrat núna. Og svo eru jólin að koma, sem er örugglega voða gaman ef maður hefði efni á að halda jól, en fyrir mér er þetta bara árstíðin sem ég hef mestar áhyggjur af hvernig við eigum að fara að því að eiga að borða eftir jól líka Frown Og svo á nú Nathalie afmæli líka bara 11 dögum fyrir jól, þannig að þá þarf líka að kaupa afmælisgjöf handa skvísunni og halda veislu! Og svona til að fylla mælirin algerlega þá þurfti ég að kaupa skó handa allri familíunni líka!

Voðalega er kvartað núna, er bara ekki góður tími á árinu fyrir mig og það hefur aldrei lagst vel í mig að vera ólétt með öllu tilheyrandi...eeen þetta lagast!

Er annars búin að ákveða að barnið á að vera stelpa og hún á að fæðast 25. apríl, og fyrst að ég er að standa í þessu veseni á ég það sko inni hjá honum þarna uppi að ég fái eins og ég vil með þetta LoL Verra með nafnið bara, hefði verið cool að skíra hana þá Ernu, ef þetta yrði nú svona, en  ég er búin að skíra í höfuðið á Ernu already... hihi

Nei, nenni ekki að væla meira núna...vil bara hrósa manninum mínum fyrir að taka ekki til fótanna, mas amma er farin að tala um hvað hann fái að þola mikið og þá er það slæmt þegar hún er farin að tala um "Andreas greyið" hahaha LoL


Körfuboltaúrslit...

Liðið hennar Beccu tapaði báðum leikjunum ídag Frown  en, hún skemmti sér voða vel og þetta var góð reynsla fyrir hana...gengur bara betur næst!

Svín!

Naggrísirnir hennar Nathalie Ernu eru komnir! Ofboðslega krúttleg lítil dýr...gaman að þeim...nema hvað, ég spyr stelpuna hvað þeir heiti, og ég verð að viðurkenna að ég skammast mín nærri því fyrir að hafa það eftir...helv*** grísirnir heita Oscar och Robban!!! Pinch

Síðasti dagurinn...

Í dag var síðasti dagurinn hennar Nathalie Ernu hjá heittelskaðri dagmömmu sinni, voða sorglegt! Sú stutta var náttúrulega ekkert að fatta alvöru málsins, en ég og Bibbi felldum alveg tár fyrir hana líka! Crying Við eigum öll eftir að sakna hennar mikið!!! Færðum henni kort sem ég gerði handa henni með myndum af Nathalie á og svo gáfum við henni smá bita af Íslandi, hún fékk einn af hraunsteinunum okkar!
Og nú fær litla að vera heima með mömmu sinni í nokkra daga á meðan við bíðum eftir að fá að vita á hvaða leikskóla hún fer, hlakkar bara til að fá að hafa hana hérna og leika við hana!!! SmileHeart Svo "losnum" við nú loksins við pabba hennar á mánudaginn þegar hann byrjar í starfskynningunni, sem er gott. Það er alveg hryllilega þreytandi að vera svona inni á hvert öðru sólahringunum saman!!!

Jæja, best ég fari að gera eitthvað af gagni, feðginin fóru niðrí bæ og ætluðu á bókasafn og Becca er farin í arabískutíma og fer svo í afmælisveislu og ég er með þvottatíma kl 4...alltaf nóg að gera hér!!! WinkTounge

Á morgunn er svo körfubolti!!!


Jahérna!

Voða veikindi í gangi núna, Ívar minn sennilega með lungnabólgu, maður dagmömmunnar sennilega líka með lungnabólgu (og svo er hann hjartveikur líka) og dagmamman er að vinna síðasta daginn sinn á morgun, af því að svo fer hún á ellilaun, nokkrum árum of snemma, af því að hún er með hvítblæði Crying Sem er bara ömurlegt, hún og Helge eru búin að vera eins og aukaafi og amma fyrir Nathalie síðan hún byrjaði hjá dagmömmunni!!! Svo nú fær sú stutta að byrja á leikskóla, sem mér finnst ekkert sniðugt. Ég er yfirleitt ekki mjög fordómafull í garð innflytjenda, enda sjálf ekki svíi, en mér finnst ekkert gott að setja hana í leikskóla þar sem 90% af krökkunum kunna varla sænsku og slást og öskra og láta eins og svín, eins og kannski eðlilegt er þegar maður er ekki fær um að tjá sig nógu vel á annan hátt. Sko, ég get bara tekið Beccu mína sem dæmi, hún hefur alltaf talað fullkomna sænsku, en eftir fyrstu 2 vikurnar í skólanum í þessu hverfi var hún farin að tala með arabískum hreim...sem væri voða kúl ef við byggjum í Líbanon...

Anyways, á mánudaginn byrjar elskan mín í starfskynningu sem "húsvörður" hjá stærsta fasteignafyrirtæki Jönköping, Vätterhem. Og ef allt gengur að óskum fær hann svo fasta vinnu hjá þeim eftir þennan mánuð sem hann fær að prófa...sem er gott, hann er með menntun í þessu sem hann hefur lengi dreymt um að fá að notfæra sér!

Í næstu viku er besta vinkona mín að fara í 2 vikna ferð til Tælands með kærastanum sínum og dóttur þeirra. Hún hefur aldrei farið til útlanda og mér dettur barasta ENGINN í hug sem á þetta skilið jafn mikið og hún!!! Þetta er yndisleg stelpa!!! Heart 

Jæja, nenni ekki að skrifa meira í bili...kíkkið inn á þessa síðu, hún er sniðug:

http://s3.bitefight.se/c.php?uid=17197

 


Ja, bara svona miðvika og svoleiðis...

Ég er komin í keppni við Ernu um hvor okkar sé meiri stólpi, var á foreldrafundi hjá körfuboltafélaginu hennar Beccu um helgina, mér finnst það vera svona "an Erna thing to do"! LoL 
Svo á laugardaginn er hún að fara að keppa, held þær eigi að spila 2 leiki, og á sunnudaginn verður haldið í messu...daman að syngja einsöng! Smile Sem er náttúrulega bara kúl!!!

Ég er svo mikið tæknifrík að það er alveg hræðilegt!!! Er enn og aftur komin með nýjan síma, núna er það svona meira myndavél og mp3 spilari með símanotkunarmöguleika eða eitthvað...en hann er svakalega flottur, get gert allan andskotann með þessu annað en hringt...lesið e-póst, hlustað á útvarpið, lesið blöðin á netinu, hlaðið niður tónlist og hvaðeina...og svo get ég hringt svona videosamtöl...svaka sniðugt!!! Og ENGINN hafði áhuga á að vita allt þetta...hihihi LoL

Ætla að losa mig við skjaldbökurnar, þær eru árásargjarnar og illalyktandi, með einsdæmum óþrifalegar!!!  Einhvern sem langar í 2 skjaldbökur? Grin

Eeeen á föstudaginn fáum við 2 naggrísi sem Nathalie fær í afmælisgjöf fyrirfram, geri náttúrulega ráð fyrir samt að ég verði meira eða minna sú sem sér um þá, en það er líka allt í lagi, hún á eftir að læra eitthvað á þessu samt...

Jæja, verð að fara að veiða stelpurnar upp úr baðinu og koma þeim í háttinn svo mamma þeirra missi ekki af Grey's anatomy! Smile Læt ykkur vita síðar hver úrslitin verða úr körfuboltanum!!!


Komin í ;-)

Búið að vera brjálað að gera hjá mér! Stelpurnar voru í fríi alla síðustu viku og Axel og Ívar komu til okkar til að fara með mér á íshokkíleik! Sem var bara geggjað, liðið okkar vann of course!!! Svo fór Axel heim en Ívar varð eftir alla vikuna, yndislegt bara!!! Og svo kom Johanna hans Einars í heimsókn með vinkonur sínar, líka bara yndislegt, hún er alveg frábær!!! Ef þau hætta saman verður Einar bara að finna sér nýja fjölskyldu, 'cause I'm keeping her!!! LoL

Það er þvílíka veðrið hérna núna, geggjuð hríð sem væri voða gaman ef það væri ekki svo hlýtt að þetta bráðnar allt saman strax, svo það verður bara svona blautt og leiðinlegt en enginn snjór! Algjör sóun á góðri hríð!!! Smile Það er nefnilega alltof sjaldan allmennilega mikið af snjó hérna, það er svona varla að það taki því að kaupa þotur handa stelpunum, sem mér finnst frekar leiðinlegt. Þeim finnst svo voðalega gaman að renna sér, og verð eiginlega að viðurkenna að foreldrunum finnst ekkert leiðinlegt heldur að fara út og leika við þær í snjónum Wink Og svo dauðlangar mig á skíði!!! Við verðum bara að flytja upp í Norður Svíþjóð, þar er sko SNJÓR!!! Grin

Fór með kanínuna mína í dýrabúð í vikunni til að láta klippa á honum klærnar og fékk svona í leiðinni að vita að litli kallinn minn er víst ekki með neitt typpi, hann er nefnilega hún!!! Hahahahahaha!!! GrinLoL

Nei, ætla að fara að gera eitthvað af viti, maðurinn fór í sund með báðar stelpurnar svo ég er í fríi í smástund!

Heyrumst og sjáumst!!!


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband