Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007

Jeminn...

...mikið rosalega er ég þreytt! Ég fékk bréf í dag um að súperpabbinn hafi bókað tíma í familjerätten út af því að við séum ekki sammála um hvernig við ætlum að hafa þetta með Beccu litlu...þoli ekki hvað þetta tekur mikla orku frá mér að vera svona spennt alltaf...læt þetta hafa alltof mikil áhrif á mig, get ekki sofið almennilega, er að drepast í öxlunum og bakinu, alltaf þreytt og pirruð og þegar ég er úti, sérstaklega þegar ég er að sækja Nathalie til dagmömmunnar (sem á heima rétt hjá kærustunni hans) er ég alltaf með í maganum og sný mig nærri því úr hálslið við að gá að honum...

Vildi óska að hann gæti bara gufað upp!!!

Nathalie kom í gær og sagði að mér væri alveg sama um hana *fliss*...hún er svo mikill ormur...

Elska börnin mín en líf mitt gæti samt alveg verið aðeins betra akkúrat núna...væri alveg til í að fá smá næði...

Nóg kvartað í dag...

Birna, byrjaðu að blogga...plíís!


WHAT!!?

BREKKUSNIGLAR ERU BESTIR Á SKAUTUM OG Í ÖLLUM ÖÐRUM ÍÞRÓTTUM LÍKA! INNBÆINGAR ERU FÁTÆKIR AUMINGJAR MEÐ HOR OG SLEF!!!

Hehe...og hananú!

Rosalega finnst mér pirrandi þegar maður getur ekki gert það sem maður vill! Ætlaði að skrá mig inn á heimasíðu ICA, man ekki kóðann minn og er löngu búin að henda bleðlinum sem hann var skrifaður á! Ok, hugsaði ég með mér, skítt með það, hringi bara og læt þá segja mér kóðann...hélt ég! Þrem símtölum seinna kemst ég loks í samband, en er þá sagt að það sé 13 mínútna bið!!! Ég held nú heldur betur ekki!!! Ég bíð sko EKKI í nærri því korter!!!
Svo er maður nú svo skrítinn að þeim mun meira sem ég hugsa um það, þeim mun meira ásækir það mig...það er RÉTTUR minn að komast inn á síðuna mína! Ég er sko góður kúnni og á sko skilið betri þjónustu en þetta...ÉG VIL KOMAST INN Á SÍÐUNA, HLEYPIÐ MÉR INN!!!

Hvers vegna mig vantar að komast inn á þessa síðu? Eeh...langaði bara til að skoða tilboð vikunnar...þú veist, þessi sömu sem eru í auglýsingableðlinum frá ICA sem liggur á eldhúsborðinu mínu... Blush


Lýst er eftir vetri...!

Fjandinn, kom ekki nema hláka! Vil alveg endilega hafa snjó svolítið lengur, náði ekki einu sinni að kaupa almennilega snjóþotu Frown

Fór á skauta í gær...þegar ég svo sat og var að drepast í fótunum eftir bara fimm mínútur á ísnum reiknaði ég út að það eru ein 17 ár síðan ég gerði þetta síðast...fyrir utan þær 2 mínútur í Huskvarna sem ég fékk lánaða skauta sem voru 2 númerum of litlir, þá náði ég varla að standa upp fyrr en ég gafst upp...soldið þröngt...
Ekki skrítið þótt ég hafi fundið til...

Verð að finna skautanámskeið einhversstaðar handa Beccu minni...hún minnti mig einum of mikið á Bamba á hálum ís...

Nathalie fékk líka að fara með, á snjóþotu, skautalaus...og þar með er ég búin að hefta hennar persónulega þroska um alla framtíð...VERÐ að kaupa skauta handa henni líka PRONTO!!!

Jæja, nú ætla ég að búa til pizzu, the Icelandic way með pepperoni!


Vá!!!

Góði Guð! Viltu leyfa mér að endurfæðast sem græneðla í næsta lífi!  LoL

Birna, lastu þetta? Tihi...


mbl.is Með stinnan lim í viku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Klósettfréttir :)

Er kannski ekki í frásögur færandi en Nathalie Erna var rétt í þessu að enda við að gera númer 1 OG númer 2 Í KLÓSETTIÐ!!!

Maður getur nú orðið stoltur yfir minni afrekum en því! Grin


Oh my God!

Þar  kom loksins að því, eftir langa þögn gerðist það....exið birtist í skólanum hjá Beccu, hélt því fram að ég væri að gera henni stóran grikk með því að neita henni réttar síns að fá að hitta hann, að það væri ólöglegt, hann væri sko búinn að tala við lögguna og lögfræðinginn minn og örugglega djöfulinn sjálfann líka og að ég mætti sko alls ekki gera svona, að ég fengi fleiri þúsund í sektir fyrir hverja helgi sem ég héldi henni heima og Guð má vita hvaða vitleysu hann lét út úr sér! Ég benti honum rólega á fyrir framan kennara og börn að hann mætti sko alveg hitta dóttur sína, ég vildi bara ekki að hann væri útúr dópaður með hana. Heldurðu ekki að hann segi setningu sem á eftir að verða klassísk einhverntímann: "Ég er sko búinn að vera edrú ALLT ÞETTA ÁR!" Nei, til hamingju með það væni. Og hann ætlaði sko að draga mig fyrir rétt, og hún skyldi sko ekkert fá að búa hjá mér lengur og allt eftir þessu. Ég sagði honum að endilega fara fyrir rétt, það væri nákvæmlega það sem ég vildi, og ef það væri satt að hann sé búinn að vera edrú alveg allar þessar...hvað...3 vikur eða svo væri það líka flott...það væri líka það sem ég vildi...ef hann gæti nú sannað það líka væri það alveg meiriháttar...ég vil alveg endilega að hún fái að vera hjá pabba sínum...þegar hann er í góðu lagi, en þegar hann er í heavy neyslu NO WAY!

Að sjálfsögðu fékk ég þvílíkan móral yfir að ég væri að gera einhverja vitleysu, en ég ætlaði ekkert að láta hann sjá það...ég fór heim og hringdi sjálf í lögguna og fékk að vita að ef hann tæki hana með sér eftir skólann gæti ég kært hann...er enn að bíða eftir að lögfræðingurinn minn hringi...

Vissi að sprengjan kæmi fyrr eða síðar, og því miður tókst honum það sem hann ætlaði sér, nefnilega að hræða mig...en ég lét hann ekki sjá það og ég gefst sko ekki upp...eins og ástandið er búið að vera þá er hann ekki hæfur pabbi og þarafleiðandi sendi ég hana ekki til hans fyrr en ástandið hefur batnað! Sem betur fer þá eru margir sem styðja mig í þessu...

Leiðinda mál og leiðinda dagur ídag Crying Þurfti ekkert á þessu að halda líka akkúrat núna!

O jæja, á morgun er nýr dagur og þá ætla ég að fara á skauta með Beccu í fyrsta skiptið ever...synd að Nathalie Erna er of lítil Frown

Í dag ætla ég bara að slappa af og umgangast fjölskylduna og reyna að jafna mig eftir daginn ídag!


Absolutly hysterical!

Voðalega getur fólk æst sig upp út av engu! Dóttir nágrannakonunnar kom ídag og sagði að það væri enginn heima hjá sér. Ég vissi að amma hennar átti að taka á móti henni heima hjá henni svo ég sagði henni að koma bara inn svo skyldum við hringja í ömmuna, ekkert mál. Verð að leggja til að þetta var bara hálftíma eftir að stelpan hætti í skólanum, það tekur Beccu mína 45-60 mínútur að koma heim (skólinn er 5 mínútna labb héðan Smile).
Sagt og gert, ég hringi í ömmuna og skil varla hvað hún segir, hún andar svo dónalega í símann, en ég kem því til skila að stelpan sé hjá mér, allt í fína. Amman kemur, bókstaflega fljúgandi inn hjá mér, á skónum inn í eldhús hjá mér, öskrandi, gargandi, að gráti komin, svo æst að ég var að hugsa um að bjóða henni bréfpoka að anda í, lagði bara ekki í að koma nálægt henni...hrædd um að hún myndi gleypa mig í einni innöndun. Og það sem hún skammaði stelpugreyið...mér finnst þessi krakki alveg hræðilega leiðinlegur en m.a.s. mér ofbauð. Þá er sú gamla búin að eyða þessum hálftíma í að ganga um allt hverfið öskrandi, búin að virkja skólann í að stofna símakeðju til að leita að krakkanum og fá hálft hverfið til að ganga um hrópandi. Pælið í því hversu miklu maður getur komið í verk bara á hálftíma...og greyið stelpan átti að fá sjónvarpsbann, útigangsbann og bara hreinlega öndunarbann eða eitthvað...svo þar að auki talaði amman við skólann og sagði að stelpan mætti ekki fara heim sjálf alla næstu vikuna! Nokkuð sem hún gleymdi svo að segja mömmunni...

Mamman kom niður til mín áðan til að heyra mína hlið...hún var vísst að upplifa að hún þyrfti kannski jafnvel að útskýra ýmislegt fyrir skólanum á morgun og t.d. kannski biðjast afsökunar á hegðun þeirrar gömlu...

Sko...mér hefur orðið virkilega órótt þegar Becca mín hverfur í klukkutíma eða meira, en fyrr má nú vera...það tekur langan tíma fyrir krakka að labba heim úr skólanum, margt að sjá, margir að tala við...

Þarf ég að nefna að það varð ekkert allsherjarbann úr þessu, ömmunni til mikillar gremju...

Á morgun eru 2 vikur þangað til ég fer til Stokkhólm barnlaus...hlakkar svo til....Eric Clapton, here I come!!! Elska að það er engin nafnleynd á NA-ráðstefnum...ég er að fara að hlusta á Eric Clapton segja frá leið sinni til bata og ég má segja frá því á eftir!!! Life is soooo good!!!


Hæ!

Jæja...prófum aftur...

Byrjaði að blogga fyrir dálítið löngu síðan, en man ekki hvar!!! Er maður ekki Viggó viðutan þegar manni tekst að tína blogginu sínu?! En jæja, ákvað að byrja bara frá byrjun aftur fyrst það er greinilega orðið svona inn í minni fjölskyldu að blogga...

Varð fyrir minniháttar áfalli í gær þegar rannsóknarlögreglan í Reykjavík hringdi í mig og vildi fá að vita hver hefði hringt í mig þann 15. nóvember 2006, kl 13.08 og talaði í 76 mínutur við mig, kostnaður 1583 kr... Skilja það ekki allir að ég beið eftir að Jenni kæmi í síman og öskraði: "He he...auli, trúðirður þessu!!!"

Svaraði öllum spurningum Þorvaldar lögreglu eftir bestu getu...henti mér svo í tölvuna...inná símaskrá.is og athugaði númerið og viti menn...þetta var ekki Jenni, þetta var löggan!!!
Öllu lendir maður nú í þegar maður á svona ættingja eins og ég...nefni engin nöfn en fyrsti bókstafurinn er H...

Vorkenni greyið tæjunni sem er í skítavinnu á Skjóli og þar að auki að borga fyrir samtöl sem einhver annar hefur verið að hringja...

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband