Pælingar á norðurhjara veraldar...

Jæja, þá er ég búin að vera hérna heima á Fróni í ansi marga daga, nærri tvær vikur, bara alveg on my own...börnin bara í góðu yfirlæti hjá þessum góða manni sem hefur verið höfuðpersóna í nokkrum færslum hérna hjá mér...

Þetta er búin að vera ferð sem hefur vakið til umhugsunar...um meðal annars þetta með að velja gaumgæflega hvaða fólk maður hefur í lífi sínu, og að maður þarf ekkert endilega að vilja hafa fólk í sínu lífi þó maður tengist því blóðsböndum, að maður getur valið að hafa bara fólk í kring um sig sem manni líður vel af að hafa nálægt sér. Og ég hef verið mikið að hugsa um líka hvers virði það er að fá þá að vera nálægt þessu fólki sem maður velur sér...nokkrar stórar ákvarðanir hafa verið teknar í þessari ferð og ég finn frið færast yfir mig og er bara ansi sátt við þessar ákvarðanir.

Ég hef varið miklum tíma með hálfsystur minni sem ég þekkti ekkert allt of mikið fyrir og það er búin að vera yndisleg lífsreynsla, hún er nefnilega alveg jafn yndisleg og ég hélt, sumt fólk er nákvæmlega það sem það sýnist, annað ekki...búin að eiga yndislega daga líka með stórri systur hérna fyrir norðan sem er einmitt líka ein af þessum manneskjum sem ég vel að hafa áfram inni í mínum hring so to speak...
þetta er með öðrum orðum búin að vera þroskandi ferð hingað heim, margir bitar í púslinu sem eru að fara á sinn stað einhvern veginn...þetta er búin að vera jafn mikil innri ferð eins og ytri....

Ég hitti líka yndislegt tengdafólk á Dalvík, fann að mér þótti strax vænt um þetta fólk og hlakka til að fá að kynnast því betur, er nú ekkert að hugleiða að losa mig við manninn minn neitt á næstunni nebblega... 

Á morgun ber ég kistu ömmu minnar til hennar hinstu hvíldar, með því er ákveðnum kafla í lífi mínu lokið og ég er bara nokkuð sátt við það þó það sé líka viss sorg sem því fylgir...en flestum stórum tímamótum í lífi manns fylgir viss sorg, maður syrgir það sem var, það sem maður þekkti, en maður verður samt að halda ótrauður áfram og sætta sig við að allt er breytingum háð, en maður stjórnar sjálfur hvað maður gerir með þessar breytingar, hvernig maður bregst við þeim. 

Ég er bara mjög sátt, og hlakka til að hreinsa til hjá mér og mæta þeim breytingum sem eru að koma, fylgja eftir þeim ákvörðunum sem hafa verið teknar.

Svaka speki um miðja nótt, ég er hætt þessu í bili, sofið rótt þið þarna úti :) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þú ert ekki bara falleg og vel gefin og skynsöm og skemmtileg... þú ert líka góð manneskja... og það er besta "einkunn" sem ég get gefið fólki

Jónína Dúadóttir, 15.5.2013 kl. 08:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband