Ég er komin heim

Þetta líf er ansi merkilegt...ég er búin að lifa því í þó nokkur ár núna en aldrei á mínum forsendum. Meirihluta lífs míns hafa þær ákvarðanir sem ég hef tekið, þessar stóru, sjaldan eða aldrei verið teknar útfrá mínum vilja, mínum draumum, mínum löngunum. Ég hef verið algjörlega á valdi meðvirkninnar og sem dæmi um það eytt ótrúlega mörgum árum í samböndum við menn sem hafa ekkert gefið af sér til mín bara vegna þess að ég hef vorkennt þeim. En betra sein en aldrei, ég er loksins búin að sjá munstrið og brjóta það upp! Ég vogaði mér langt fyrir utan þægindarammann, tók risastóra lífsbreytandi ákvörðun sem var stjórnaðist algjörlega af hjartanu og alveg án þess að setja hagsmuni einhvers annars en mín og barnanna í forgang!

Og viti menn, það var bara ekkert svo vitlaust! Allt er ekki komið á sinn stað enn, það eru stór verkefni sem þarf að takast á við, en mér líður samt eins og ég sé loksins fari að lifa! Það er alveg ótrúlega góð tilfinning!! Ég er komin heim, þar sem ég átti alltaf að vera! 

Ég er í vinnu sem ég elska og þar fann ég mitt kall, minn draum sem ég ætla að elta þegar réttur tími kemur. Ég er í umhverfi þar sem ég get fókuserað á minn bata og farið á fundi reglulega. Ég er búin að öðlast svo margt á svo stuttum tíma bara vegna þess að ég fylgdi loksins hjartanu og setti mig í forgang! Svo er margt sem ekki er komið á sinn stað, en hey, vitiði hvað? ÞETTA REDDAST!! sealedcool


Bloggfærslur 8. maí 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband