Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2011

Þetta er bara allt í áttina... :)

Ég er bara farin að vera svaka dugleg við þetta blogg, bara alveg að verða stolt af sjálfri mér!!! LoL

Hér eru stelpurnar að passa sig vel á að taka út alla sjúkdóma fyrir jól, Nína var með hita í 2 daga og ég er ekki að grínast, krakkinn fór í sturtu 15 sinnum á dag...sturtan hérna er svo ofur-aðgengileg að hún þarf enga hjálp við þetta, heldur heyrir maður bara allt í einu að vatnið rennur og stuttu seinna heyrir maður: "Maaaaammmaaaaaa, mig vantar handklæði!" LoL Nú, minsti grísinn, hún Lára er sennilega komin með hlaupabólu, en er samt alveg hitalaus...ég veit bara ekki hvað þetta getur verið annað og konan á heilsugæslunni var alveg sammála. Hún fer samt bara í sturtu 7 sinnum á dag með Nínu hahahaha

Í dag tók ég enn eitt skref í átt að bata, ég fór á fund til að hitta konu sem heldur í sjálfshjálparhóp fyrir konur sem hafa lifað við andlegt og líkamlegt ofbeldi. Ég þáði plássið í þessum hóp um leið og mér var boðið það af því að ég veit að ég þarf á því að halda, svo í dag var bara verið að fara í gegn um smáatriðin. Þetta er alveg frábær hugmynd hjá þeim og maður fær meira að segja aðstoð með barnapössun hjá þeim svo maður geti verið með þótt maður sé einstæður með börn, sem ég jú er í augnablikinu, eða já grasekkja eiginlega bara  Smile

Hvað meir...jú, íshokkíliðið mitt, HV71 tókk áttunda sigurinn í röð í kvöld, sem gerir mig mjöööööög ánægða SmileGrin

Það styttist í fyrsta fundinn fyrir skilnaðinn, það á að meðhöndla umsóknina um forræðið yfir börnunum sem ég sótti um, svo og búskiptin, svo nú fer sá sirkus að rúlla af stað sem er gott af því að þá styttist líka í að það klárist! 

Það styttist í jólin líka sem mér finnst alveg meiriháttar gott!!

Þannig að það er allt á réttri leið í mínu lífi!!! Smile


Hmmm.....

Í dag var skrítinn dagur! Ég fékk að vita að barnsfaðir minn, pabbi þeirrar elstu, er með krabbamein...mér var sagt að hann ætti ekki nema kannski 3 mánuði eftir ólifaða...seinna í dag talaði ég við ættingja hans sem kannaðist ekkert við að hafa heyrt neitt um að það væri stutt eftir, en gat staðfest þetta með krabbann..

Ég veit ekki alveg hvernig mér á að líða með þessu....þessi maður er virkilega vondur maður, það er í alvöru ekkert gott í honum og það eina góða sem hann hefur nokkurn tímann komið til staðar er dóttir okkar...þessi maður kom svo illa fram við mig að ég var hrædd við hann í fjöldamörg ár, hrædd og hataði hann samtímis....það er nóg að ég hugsi til hans til þess að mig langi til að fara í sturtu og skrúbba af mér húðina....en þetta er samt pabbi dóttur minnar og ég veit að hún á eftir að verða ofsalega leið ef þetta er satt og hann hrekkur upp af...

Vandamálið er að ég veit ekki hvað ég á að segja við hana...hún er búin að frétta út í bæ að hann segðist vera með krabba en hún og ég ákváðum frekar snögglega að þetta væri bara hann að fiska eftir athygli, það væri nefnilega alveg eftir honum. Reyna að ná í smá vorkunnsemi frá fólki...

Ég er búin að vera að brölta með þetta í allan dag...sem betur fer á ég alveg ótrúlega skynsaman mann sem er búinn að vera mikill stuðningur í þessu öllu, það er svo ómetanlegt að þurfa ekki að standa einn með svona hluti...

Ég er allavega búin að ákveða að ég ætla að reyna að hlera aðeins, heyra hvað ættingjar vita og svoleiðis, ég var að hugsa um að hringja í hann en eftir smá spjall við skynsama manninn ákvað ég að það væri ekki góð hugmynd, ég treysti kallinum ekki baun og veit ekkert í hvernig ástandi hann er...

Ég hugsa að ég taki þetta bara með þolinmæðinni og sjái til...þetta verður allt eins og það á að vera, karma og svo framvegis.

 Eeeen fyrir utan það, þá gengur líf mitt sinn vanagang, ég hef ekkert heyrt um íbúðina enn, en þetta kemur allt, all in good time...og svo líður vonandi að því að ég fái að hitta yndislega manninn minn..sem verður ekki lítið spennandi eftir 19 ár!!! InLoveHeart Ég veit alveg að góðir hlutir gerast hægt, þeir góðu hlutir sem ekki gerðust hægt í mínu lífi voru ekkert svo góðir í lengdina þannig að þetta er bara gott merki...en alltaf erfitt að vera svona langt frá hvort öðru....thank god for internet segi ég bara!!! 

Ég er þakklát fyrir það líf sem ég lifi í dag, ég er þakklát fyrir yndislegu börnin mín...öll 10 stykki Grin, fyrir að vera svo ótrúlega heppin að loksins finna HANN, manninn sem ég vil verða gömul með...þakklát fyrir að eiga margar yndislegar systur sem passa systur sína, fyrir að eiga ótrúlega góða vini og fyrir að fá að lifa edrú og finna til!!! Ég er sannarlega ótrúlega rík manneskja!!!


Happy endings

Fyrir ansi mörgum árum síðan kynntust strákur og stelpa! Heitar tilfinningar uppstóðu þeirra á milli. Strákurinn var drengur góður og kom fram við elskuna sína eins og hún væri eina konan í heimi, sýndi henni ómælda ást og alúð. Stelpan, ung og óreynd, illa upp alin og frá slæmu heimili, hafði ekki vit á að kunna gott að meta, heldur hræddist hún allar þessar tilfinningar og hvað hann var almennilegur við hana, enda ekki vön slíku. Hún lét hann flakka og hélt áfram út í heim að eltast við aumingja sem gætu troðið hana niður í svaðið í staðinn.

Mörgum árum seinna náðu strákur og stelpa saman aftur. Stelpan var nú loksins farin að sjá að hún ætti alveg skilið að væri komið vel fram við hana og ákvað að hafa sig alla við til að leyfa stráknum að gera einmitt þetta. Og svo lifðu þau hamingjusöm til æviloka!

Endir


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband