Bloggfærslur mánaðarins, mars 2010

Hvenær koma nunnurnar?

...er spurning sem ég fékk svar við áðan LoL, nunnurnar koma í dag! Grin Sat nefnilega inni á öppna förskolan sem er svona eins og leikskóli þar sem foreldrar eru með börnunum sínum, þeas, við mömmur sitjum og drekkum kaffi og þykjumst fylgjast með krökkunum, svo er ein fóstra sem hjálpar þeim að mála oþh. Anyway, þarna sit ég í mestu makindum og horfi út um gluggann og er að ræða um daginn og veginn við indverska vinkonu mína þegar hún allt í einu segir: "Heyrðu, eru þetta nunnur?" Ég lít þangað sem hún bendir og mikið rétt, þarna labba 3 nunnur framhjá! Nú er kaþólsk kirkja hér í bæ en ég verð að viðurkenna að nunnur hef ég aldrei séð og kirkjan sem þær hurfu inn í, Råslättkirkjan, er ekkert sérstaklega kaþólsk LoL. Nú og svo nokkrum mínútum eftir að nunnurnar hverfa sé ég lögguna á vappi fyrir utan hahaha, eflaust að leita að nunnunum. Við ákváðum nefnilega hið snarasta að þetta væri allt tengt og hefði sennilega samband við manninn sem var að skipta um rúðu einhverstaðar inni í þessu stóra húsi. Sennilega hefðu nunnurnar brotist inn í bókasafnið, farið inn gegnum rúðu, það voru nefnilega bækur líka á víð og dreif um gangstéttina þarna fyrir utan. Nú nunnurnar fóru svo inn í kirkjuna til að leita sér hælis á flótta undan lögreglunni. Það tókst nokkuð vel, því hálftíma seinna er sama lögga enn á vappi að leita að einhverjum að því er virtist. LoL Elementary, dear Watson! LoL
Til að toppa þetta allt sáum við Andreas þegar við vorum á leið heim, eina bókina enn, liggjandi í blómabeði. Staðsetningin var samt ekki það athyglisverðasta við þessa bók, heldur titillinn sem hún bar: "The Nigger of The Narcissus". Hahahaha ég segi bara, þvílíkur dagur!!! LoL

Og svona on other notes, þá á ég 7 ára afmæli í dag! Wizard

Have a nice day, I will!


Geeeeeisp...

Hef ekki nennt að skrifa neitt hérna langa lengi, varla farið inn og lesið einu sinni...hvaða kæruleysi er þetta í konunni? LoL

Hef verið að lesa um "náttúruhamfarirnar" á Íslandi í sænskri pressu, svona mér til gamans...alveg er fyndið hvað þetta er yfirdrifið og dramatískt hjá svíunum! Eitt stærsta blaðið náði sambandi við einhverja konu þarna heima, íslenska, sem bjó þarna nálægt eldstöðvunum og svo gátu lesendur netbleðilsins spjallað við þessa konu live...þið hefðuð átt að sjá spurningarnar...einn var mas að fræða konugreyið á því hvað aska væri hættuleg...sure, okkur vantaði svo einhvern nafnlausan svía á einhverjum spjallþræði til að fræða íslensku þjóðina um hættu þess að anda að sér ösku LoL
Nú, svo horfði ég á eitthvert svona myndskeið á sama sænska blaði þar sem þulan með titrandi röddu segir frá hvernig fólk var vakið um miðja nótt og sagt að samstundis flýja heimili sitt, úti mætti fólkinu öskuregn og þykkur, eitraður reykur! hahaha LoL Enda líka er nóg að það komi smá snjókoma hérna til þess að strætókerfið fari í steik og tíðni árekstra aukist til muna. Svíar eru ekkert sérlega rólegt fólk og ég get ekki ímyndað mér fárið sem yrði hérna í Suður Svíþjóð ef það myndi nú koma smá jarðskjálfti hérna! LoL Þessi vetur td var mjög Akureyrskur, langur, kaldur og mikið af snjó (sem ég elskaði btw), og núna þegar hann er að verða liðinn á enda er fólk í hrönnum að mynda hópa á feisbúkk sem heita td "Við sem lifðum af ístiðina 2010!" hahaha LoL

Nú annars er það í fréttum að Jóhanna sem er svooo gáfuð og snögg að hugsa yfirleitt var að fatta eftir 6 ára hjónaband að maðurinn sem ég er gift er bara svíi að nafninu til, í raun og veru er maðurinn finnskur, sem gerir að verkum að litlu stelpurnar mínar eru finnsk-íslenskar en ekki sænsk-íslenskar. Þetta er nú soldið fyndið af því að ég er eiginlega búin að vita þetta allan tímann, en var samt ekki að kveikja á þessu fyrr en núna um daginn LoL Mín góð bara! Hvað ætli það verði næst, ég kannski fatta allt í einu að hann er transa eða eitthvað LoLLoL (þarf maður að vera það þó hann noti naglalakk, eða er naglalakki kannski bara byrjunin á einhverju öðru? LoL).

Jæja nóg af bulli í bili, hlakka til að sjá Kötlu gjósa bara, verður fyndið að lesa greinarnar hérna þá!

Lífið kemur fyrir, og það kemur fyrir mig LoL

Knús á ykkur öll


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband