Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010

Hér er ég!

Komin aftur, er búin að vera í risafýlu og hefur bara ekkert langað til að hvorki blogga né vera svo mikið inni á feisinu...

Var að pæla í því áðan hvað ég á mikið af sterkum, frábærum, yndislegum konum í kringum mig, það er svo gott að finna fyrir því!!! Heart Hvorki meira né minna en 7 konur sem ég lít á sem systur mínar og svo að sjálfsögðu mamma og amma, þetta er bara frábært, þvílíkt kvennaveldi...ekki furða þó maður sé þrjóskur og ákveðinn með allar þessar fyrirmyndir!!! InLove

Er búin að komast að þeirri niðurstöðu enn eina ferðina að karlmenn eru fífl, fábjánar og helvítis aumingjar upp til hópa, þeas þeir sem ég er eitthvað viðriðin in a romantic way! Góðu eintökin eru upptekin eða hommar...já eða bara of gamlir Pinch Greinilega er það bara þannig að ef ég fæ tilfinningar fyrir einhverjum þá er það bara ávísun upp á að hann er gallað eintak, alveg sama hvað viðkomandi virðist vera frábær í byrjun! DevilGetLost

Synd að maður getur ekki valið kynhneigð sjálfur!!! 

Jæja, nenni ekki meiri pælingum í bili...


Það er farið að bergmála hérna!

Hey fólkið, hvar eru allir? Ég er farin að halda að ég sé hérna alein á blogginu, ókey, það er kommentað en hvar eru öll skemmtilegu bloggin??? Smile Echo people, echo! LoL
Jæja, ég verð þá að sjá til þess að eitthvað gerist hérna, axla þessa þungu ábyrgð sem er lögð á aumingja litlu systur hérna sko PinchTounge

Það er ágætis dagur í dag, svaf af mér morguninn af því að viss miðdama vakti vissa mínídömu sem var svo vakandi hálfa nóttina móður sinni till mikillar gleði og ánægju, ég var einmitt að hugsa um hvað það væri nú gaman að hafa ástæðu til að hanga vakandi fram eftir öllu, en datt bara engin í hug. Að sjálfsögðu komu þá elskulegar dætur mínar móður sinni til björgunnar, eins og prinsessur á hvítum...geithöfrum LoL Ég kem þá bara til með að vinna fram eftir kvöldi i staðinn þannig að ég þarf ekki að hafa áhyggjur af iðjuleysi í bráð! Verðlaun móðurinnar koma frá ótæmandi upprennu Tounge

Þegar ég nú loksins hafði mig á fætur, bara áðan, þá var svona ótrúlega fallegt að líta út um gluggan, ég sá virkilega stór snjókorn blönduð smærri kornum, sem siluðust svona hægt og rólega niður, það var krökkt af þeim og svo skein smá sólargeisli í gegnum skýin og lýsti upp þessa fallegu mynd, þetta var ótrúlegt! Því miður festust ekki fjárans snjókornin þegar ég reyndi að taka mynd af þessu, súrt! Þetta var virkilega ólýsanlega fallegt og ég held ekki að ég hafi séð svona nokkuð í þessu aflanga landi áður...but then again, maður sér ekki norðurljósin hérna heldur, ekki í Suður Svíþjóð GetLost

Nú, og svo streyma skemmtilegar kveðjur inn í innhólfið mitt, í dag var ég td meðal annars búin að fá einhverja kveðju frá AA hóp sem ég er með í á fésinu, og svo ýmislegt annað gott og gaman LoL Bara gaman hjá mér!

Jæja, best að hætta þessari leti og drífa sig í vinnu, enda meira en nóg að gera næstkomandi vikur, mánuði jafnvel!

Hey, nú er ég að fatta hvar allir eru, þið hafið náttúrulega ekki tíma til að blogga, þið hangið og stúderið þetta Icesave mál, getur það ekki verið? Hey, let go and let god (or the government) og koma inn í bloggheim í staðinn LoLGrin


Ah, lífið :)

Það er bara gaman að vera til þessa dagana LoL Sure, ég er ennþá gift, stendur til bóta fyrr eða síðar samt, en fyrir utan það þá er lífið nokkuð spennandi! Ég er að prófa fullt af nýjum hlutum, beita hæfileikum sem ég vissi að ég ætti til en faldi vel Smile Og það á öllum sviðum lífsins hahaha, bara snilld Grin

Nú svo fyrir þá sem ekki vita, það er fullt af snjó hérna, gerist ekki svo oft, og ég eeeelska allan þennan snjó!!! Svo er ég búin að mynda hóp á facebook sem heitir: "Vi som vill se Jakob S. Jonsson göra en ängel i snön" sem þýðir ss við sem viljum sjá Jakob S. Jónsson gera engil í snjónum. Allir að vera með, Jakob er yfirmaður minn og vinur, hann er búinn að lofa mér engli út á þennan hóp og að mynd verði tekin LoL Eðal húmor á háu stigi hahaha

Jæja, ætla að fá mér snarl og rölta svo í vinnuna, eigið góðan dag LoL

Knús á skáldið Wink


Lalalalalalalalalalalalalalalalalalala :D

Hmmdarara lalalalala, hmdararara lalalalala LoLTounge

Mér líður svona eins og það standi svona fígúra í hausnum á mér og syngi eitthvað í þennan dúrinn, allavega ekki moll...hahahahaha, ekkert af viti í gangi í mínu heilabúi í dag, en það er allt í lagi, þarf ekki alltaf að vera eitthvað af viti í gangi þar...aftur á móti nóg af spennandi hlutum í gangi þarna uppi...hmmm, vantar svona eins og nokkur tonn af súkkulaði held ég bara hahahahaha trallalalalalalallalaaaaaaaa W00tSidewaysCoolLoL tjohooooo 

Er þetta ekki bara eins og það á að vera? LoL


2010

...er árið sem ég ætla að hreinsa upp í mínu lífi! Ég ætla að gera þær breytingar sem þarf til að mér líði vel og setja sjálfa mig í fókus, enda löngu kominn tími til! Ég ætla að hætta að hafa svona miklar áhyggjur af að ég sé að troða á tærnar á einhverjum öðrum af því að þegar ég er að taka svona tillit til allra annara í kringum mig þá er ég í raun og veru að troða á tærnar á sjálfri mér, og það ekki svo lítið! NÚ ER NÓG KOMIÐ! Ég ætla að gera 2010 að mínu ári! Ég ætla að þora að taka áhættur og gefa hamingjunni séns...og ég ÆTLA, ÉG ÆTLA að komast heim í sumar með stelpurnar og hitta fólkið mitt!!! Þó ég þurfi þá að lifa á núðlum þá ÆTLA ég að gera þetta!!!

Þetta eru engin áramótaheit, ég stunda ekki svoleiðis, þetta eru bara vissar ákvarðanir sem ég er búin að taka, new year, new beginnings!

Love u all og þið þarna heima, við sjáumst! Smile


Gleðilegt ár!

Elsku bloggvinir, vandamenn og allir sem yfirhöfuð álpast inn á bloggið mitt og eru að lesa þessi orð akkúrat núna, ég óska ykkur öllum gleðilegs árs og þakka það liðna! Wizard

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband