Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009

Að kasta vatni og annað gaman :)

Það er ennþá svona rosalega frábært veður hérna úti...í dag var svo heitt að við fórum í vatnsstríð á lóðinni hans Einars, allir rennandi blautir nema ég...ég er svo virðuleg sko  LoL

Bjura og Helena komu með 2 af strákunum og alla hunda...meiriháttar að hitta þau eins og alltaf...grilluðum pylsur og höfðum það nice LoL

Á morgun verður svo ferðinni heitið heim á leið aftur, á eftir að sakna þeirra hérna mikið, en það verður samt gott að koma heim til síns!

Nenni ekki að skrifa meira, er búin að vera með dúndrandi höfuðverk þrátt fyrir góðan dag og er rosalega sybbin...

Jóka over and out :)


Til hamingju með afmælið Ívar!!!

Í dag á elsku litli strákurinn minn hann Ívar afmæli, í dag er hann orðinn táningur!!! Til hamingju með afmælið hjartans kallinn okkar, öll fjölskyldan sendir þér hamingjuóskir og ástar-og saknarðarkveðjur!!! Heart InLove

Just another sunny day in Linköping :))

Það var alveg frábært veður hérna í dag líka, labbaði til Valla með stelpurnar, þær fengu að fara á hestbak og svo kíkktum við inn á söfnin sem eru þar...skoðuðum gamla hestvagna og ýmislegt annað sniðugt. Svo að sjálfsögðu fórum við á leikvöllin í smástund og enduðum svo Valla ferðina í dag með að fara og sjá geiturnar ("Uundunn kom!" hrópaði Nína Lára þá), hænurnar ("Pippi!") og kanínurnar, sem voru samkvæmt litlu "Kita" sem þýðir kisa Grin Hún er alveg yndisleg sú stutta!

Svo var förinni heitið á næstu hamborgarabúllu að borða kvöldmat og svo fundum við nýja leið heim til Einars, þá skal tekið fram að enginn Linköpingsbúi var með, bara við stelpurnar SmileCool

Svo náðum við rétt að lenda heima þegar Bjura og Helena komu í kaffi með krakkana sína, gaman gaman! Grin

Er hissa á öllum látum í kring um andlát Michael Jackson. Greyið maðurinn átti ábyggilega ekki svo gott líf, þetta var algjör sirkus og svo á að breyta dauða hans í sama sirkusinn...finnst þetta bara sorglegt allt saman...

Jæja, Jóka over and out for now


Sumar og sól :)

Jæja, mikið voðalega langt síðan ég bloggaði síðast, sorry...hef bara verið á fésinu og látið það duga...

Er í besta yfirlæti hjá Einari og Jojjo, búin að vera í viku með allar stelpurnar og ætla heim aftur á þriðjudaginn...stelpurnar ELSKA að vera hérna að sjálfsögðu, hjá þessu yndislega fólki...og mér finnst það svosem ekki leiðinlegt heldur Grin

Litla mín, Nína Lára hleypur á eftir ædolinu sínu út um allt: "Eina, Eina, titta!"  Einar hennar þarf sko að sjá ALLT sem hún gerir...svo gerir hún svona hææææja!!! á hann, hann er að sjálfsögðu strax farinn að kenna henni sjálfsvörn sem er bara frábært! Tounge Nú og svo fær greyið Jojjo aldrei að vera í friði fyrir henni heldur, ef hún reynir að fá sér að borða er litla komin strax og vill fá að "makka" hjá henni LoL "Uuundunn" þ.e.a.s. hundurinn "Íita" (Zita) fær sinn hlut af athyglinni líka þegar sú stutta sækir mat í skálina hennar og smakkar og býður með sér LoL Þetta er bara yndislegt!!! 

Nathalie Erna og Becca eru búnar að eignast vini í krökkunum í næstu íbúð og sér varla til þeirra nema þegar þær koma inn annað slagið til að fá að borða eða gefa Jojjo svona random knús InLove

Veðrið er búið að vera dásamleg hérna og á að vera eitthvað áfram, ídag er búið að vera svo heitt að við Einar nenntum ekki einu sinni að fara í dojon og lemja hvort annað og þá er sko heitt..pizza í kvöldmat af því að það er sko enginn sem hefur orku í að elda... LoL

Á morgun er á planinu að fara til Valla og leyfa stelpunum að fara á hestbak og á sunnudaginn ætlum við Einar að fara to the dojo Smile

Óska ykkur yndislegs dags í góða veðrinu, Jóka over and out! 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband