Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

Meira kaffi!

Skil núna þetta með latte, ég er ekki latte, ég giftist latte! Lét bóndann gera prófið og viti menn:
Samkvæmt kaffiprófinu er ég
Latte!
og samanstend af tvöföldum espresso og flóaðri mjólk.
Hvernig kaffi ert þú eiginlega?

Kaffi já, mér finnst nú eiginlega Cafe Latte best!

Samkvæmt kaffiprófinu er ég
Bankakaffi!
..sívinsælt og bráðnauðsynlegt.
Hvernig kaffi ert þú eiginlega?
Bankakaffi! Þú ert harðduglegur og vinnusamur einstaklingur sem mætir fyrstur allra á kontórinn og ferð síðastur heim. Vinnufélagar þínir líta upp til þín og hugsa með sér í hljóði hvaðan þú fáir alla þessa orku. Þeir vita ekki sem er. Þú færð nefnilega allan dugnaðinn úr bankakaffinu góða. Bankakaffi er samheiti fyrir gamla góða uppáhellinginn en dregur nafn sitt af ókeypis kaffi í bönkum. VARÚÐ: Ef bankakaffi fær að standa á brúsanum of lengi verður það súrt. Hmm???

Fiskafjölgun!

Ídag er ég þakklát fyrir að ég er ekki fiskur!!! Ein fiskakelling mannsins míns sem fæðir LIFANDI(!!!) unga fæddi í gær 33 st.!!! Og geri nú aðrir betur!!! Og af því að hinir fiskarnir éta þessi pínulitlu seyði þá varð að setja hana í einangrun á meðan á þessu stóð, og svo þurfti að bjarga þessum greyjum frá mömmunni líka, þannig að hann hékk yfir krukkunni í allan gærdag og veiddi upp pínuponsulitla fiska! Nema einn, sem ég bardúsaði við að reyna að bjarga í nærri 15 mínútur þegar hann var ekki heima, og ég get svo svarið að ég heyrði mömmuna raula skuggalega lagið úr Jaws á meðan, hún horfði svo sultarlega á þetta litla skinn að ég var alveg að fara á taugum!!! Ég hef aldrei haft sérstaklega mikinn á fiskum en eftir allt þetta vesen þá fannst mér þetta bara vera orðinn minn fiskur, eins mikið eins og ég hafði fyrir skinninu!!! Sagt og gert, litli kallinn (eða kellan) sett í sér dall merktum mér! Og svo að honum/henni muni nú ekki leiðast lét ég Andreas gefa mér einn í viðbót! Mér fannst hann eiga nóg LoL Þannig að nú er ég allt í einu orðin 2 fiska móðir! Wink

 


Haust!!!

Heima lasin FrownGetLost að deyja úr leiðindum!!! Hef ekki einu sinni nennt að vera í tölvunni, enda alveg hræðilega mikið af e-pósti sem þurfti að hreinsa út, mikið að gera inni á Facebook og fullt af bloggi sem ég er ekki ennþá búin að nenna að lesa...þekki allt of mikið af fólki sem bloggar, ekki bara hérna, og þetta facebook dæmi er líka að taka ofsalegan tíma frá mér, Erna, kenni þér algjörlega um það!!! LoL

Komst að því í gær að gamall félagi er fallinn, leiðinlegt að heyra, honum var búið að ganga vel í dálítið góðan tíma...en, svona getur þetta farið ef maður fetar ekki réttu leiðina, því miður!

Fann bæði samtökin mín inni á facebook, nú er ég með í báðum hópunum, þetta er glæsilegt!!!

Leiðist að vera svona lasin!!! Blush

Yngsta alvörusystir mín hringdi í mig í gær, hún er svo YNDISLEG!!! Hanna Lísa ég elska þig í tætlur skvísa!!! Mér finnst ferlega kúl að eiga systur sem bara er 2 árum yngri en eldri dóttir mín, bara eðal!!! SmileHeart Heima hjá henni var dóttir eiginkonu barnsföður næst yngstu dóttur tengdadóttur Björns heitins Ásgeirssonar, fyndið!!! LoL Hún vildi endilega fá að heyra í mér, sem mér fannst ferlega sniðugt, hef nefnilega bara hitt hana einu sinni áður, soldið kúl! Gafst mér þá tækifæri á að koma á framfæri hamingjuóskum með litla systkinið sem hún á von á í janúar! Grin Keflavík er alveg svakalega lítill bær!!! Spjallaði náttúrulega við ömmu Söru líka, sem er alltaf jafn yndisleg! Það er leitun að annarri eins konu eins og henni, hún er alltaf svo hlýleg og yndisleg og ég er svo þakklát fyrir að hafa hana í mínu lífi!!! Heart

Já, svo er ég náttúrulega að syrgja 2 stóra menn, Pavarotti, sem er að mínu áliti stærri og meiri barki en Elvis, mikill missir af honum, og hinn er rallýökumaðurinn Colin McRae, vegna þess að ég elska spilið Colin McRae rally. En svona í alvöru talað finnst mér mjög sorglegt að Pavarotti skuli vera fallinn frá, þegar ég hlusta á söng hans fæ ég gæsahúð og tár í augun. Ég get sérstaklega mælt með mjög fallegu lagi sem heitir "Caruso", þar syngur Pavarotti ásamt Lucio Dalla, sem er ekki óperusöngvari. Ég varð mér úti um textann að þessu lagi sem er á ítölsku, og enskri þýðingu á textanum, og þetta er alveg rosalega fallegt lag!!!

 Jæja, búin að bulla nóg í friði, að lokum, allir inn á facebook af því að það er cool!!!

Love u!


Ég ELSKA vinnuna mína!!!

Átti geggjaðan dag í vinnunni ídag! Fyrst fengum við fyrirlestur um eitthvað með fyrirtæki á Kýpur sem þurfa ekki að borga jafn mikinn skatt og þess vegna ætti maður að stofna fyrirtæki þar til að laglega komast undan þessum gífulega háa skatti sem er hérna og blablablablabla Errm Þarf að kunna þetta allt saman utanað nógu vel til að geta útskýrt þetta fyrir kúnnunum svo að þeir fjárfesti meira í mínu fyrirtæki fyrir alla peningana sem ég hjálpa þeim að losna við að borga meiri skatt fyrir en nauðsynlegt...þarf ég að segja að þegar ég labbaði út af þessum fundi þá var ég hreinlega komin með mígreni!!! Pinch Eeeen...þetta skánaði svo...hérna í Svíþjóð er voða vinsælt að fyrirtæki haldi svokallað kick-off fyrir starfsmennina eftir sumarfríin, og við héldum okkar í dag Grin Þannig að eftir hádegi héldu allri af stað út í skóg, bókstaflega in the middle of nowhere. Þar fundum við lítin kall í litlu tjaldi sem var með handa okkur felulitabúninga, grímur og vopn!!! Devil Að vísu bara með kúlum fylltum með lýsi og fallega fjólubláum lit...þetta voru nefnilega paintball byssur! Smile Svo skiptum við okkur í 2 lið og hlupum, krupum og skriðum um útí skógi í 3 klst og skutum hvort annað!!! Og ég get svo svarið það, ég hef ekki skemmt mér svona vel lengi!!! Þetta var aaalveg geggjað!!! Pleisið heitir Camp Xtreme og ég hef það frá ábyrgum heimildum að Gunnar vinur okkar hafi verið þar fyrir ekki allt of löngu síðan! Grin

Á morgun kemur svo part 2 af kick-offinu, þá býður fyrirtækið okkur öllum út að borða á Pallas Athena, sem er frábær grískur veitingastaður hérna!!!

Sem sagt, I love my life!

Og svo annað, fyrst ég er hvort eð er búin að segja ömmu frá get ég outað mig, í apríl á næsta ári verð ég 3 barna móðir, Birna, hvar er lýsið? Tounge

Jæja, búin að henda þeirri sprengju í ykkur, Jóka the navy seal wannabe over and out!


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband