Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

Vinna, vinna, vinna!!!

Ég er hérna ennþá, er bara búin að vera að vinna og umgangast fjölskyldu og vini...hef ekki tekið mér tíma til að setjast við tölvuna!

Margt að gerast í mínu lífi, maðurinn minn er loksins búinn að fá nýja vinnu, og svo ýmislegt annað sem sum ykkar vita þegar en segi ykkur hinum seinna.

Verð að hætta, maðurinn minn var að bjóða mér axlanudd, an offer I can´t refuse!

Ha det bra allihopa!!!


Businesswoman!!!

Held í minn fyrsta fund núna á fimmtudaginn...spennt hvað???

Ennþá gaman í vinnunni, ennþá að læra fullt af hlutum, læri eitthvað nýtt á hverjum degi!

Hlakkar svo til að fara til Gautaborgar, bæði afþví að ég fæ að hitta Ninnu, Kötu og co, en líka af þvi að ég fæ að hitta sponsorinn minn...sem er yndisleg manneskja!!!

Ofsalega þreytt, fer út að borða hádegismat með vinnufélögunum á morgun, gaman!!! Meiriháttar klikkað lið sem ég er að vinna með!!!

Nenni ekki að blogga meira ídag!

Love u guys!!!


Helgi!!! Hvar ertu???

Sko, það er komin helgi, Helgi er ekki kominn!
Átti góðan dag í vinnunni ídag, hélt alveg ljómandi fund og lærði helling um Dow Jones og félaga hans! Markaðurinn hélt áfram að hrynja í dag sem er gott fyrir okkur, við græðum mest í hruni!

Fór svo og sá Beccu keppa í kassabílarallí, í hellirigningu! Líðan mín í dag er alveg í samræmi við að ég var að enda fyrstu vikuna sem ung kona á framabraut Smile Er óglatt, kvefuð, með dúndrandi hausverk og drulluþreytt!!!

Nú er ég farin í bað, er að fara til Västervik á morgun, 2 tíma ferð með bíl, vinkona mín er að fara að heimsækja kærastann sem því miður situr inni þar, með litla barnið þeirra, önnur vinkona keyrir og ég er með "for the moralic support". Á sunnudaginn er ég svo að fara með familíuna í afmæli til litlu frænku hennar Beccu, hafði hugsað mér að reyna að selja pabba hennar nokkur verðbréf í fyrirtækinu, hann á svo margar miljónir að mér finnst að hann gæti fjárfest smá. Ég nefndi nafnið hans í vinnunni og þeir alveg: "Jaá, hann! Hann er ríkur!" Cool Eins og Erna sagði þá er kominn tími á að ég fari að fá eitthvað út úr tengslum mínum við föðurfólkið hennar Beccu...fliss fliss...

Have a nice one, og munið, time is money but money can't buy time...

Go Nasdaq!


Gaman!!!

Ég elska vinnuna mína!!! LoL Byrjaði að hringja í kúnna í gær, tókst að bóka inn fund með þeim fyrsta sem ég hringdi í, síðan rúllaði þetta bara! Í lok dagsins var ég búin að bóka inn 3 fundi og fá loforð um að sá fjórði myndi senda mér tillögur fyrir mögulegar dagsetningar samdægurs!!! Strákarnir búnir að þvílíkt undirbúa mig undir að það gæti tekið fleiri vikur áður en ég fengi já! Grin Enda fékk ég að vita að þetta væri nýtt met!!! Grin Þannig að klukkan 8 í fyrramálið held ég minn fyrsta fund með kúnna, og svo annan klukkan 11. Og í dag ætlar Patrik að kenna mér að halda fundi og svo ætlar hann han fara með mér gegnum verðbréfaviðskipti í smáatriðum! Grin

La dolce vita!
Eigið góðann dag!


OTC-trading, Dow Jones Index, OMX...osfrv...

Byrjaði að vinna í dag. Er eina konan á vinnustað fullum af ungum, myndarlegum, vel stæðum, þrælgáfuðum karlmönnum í jakkafötum!!! Gæti verið verra!!! Er með hausinn fullan af undarlegum orðum og prósentum og og og og....fékk að fara heim eftir hádegi af því að þeim fannst að ég kannski þyrfti að fá að fara heim og melta þetta allt saman aðeins...á morgun kemur meira!!!

Er þreytt og með hausverk og nenni ekki að sitja í tölvunni núna, svo so long...blogga meira another time...


Ung kona á uppleið!

Jæja, þá er farið að styttast í fyrsta vinnudaginn!!! AAAAAAAAAAHHHH!!!! W00t Hlakkar til/kvíður fyrir/er gasalega spennt! Búin að safna að mér einhverju af fötum í fínni kantinum, fór í gær í förðunarráðgjöf í Body Shop og fékk svo vinkonu mína til að gera neglurnar á mér fínar! Finnst ég soldið eins og hálfgerð geimvera í þessu konuhlutverki svo ég er búin að vera að "æfa" mig í að vera kona undanfarið...farin að ganga með skartgripi (fékk svona sett frá kallinum með eyrnalokkum og hálsmeni í stíl og keypti svo annað með öllu+armbandsúri), lét meira að segja plokka á mér augabrúnirnar í gær!!! Það hef ég bara gert einu sinni áður, það var þegar ég gifti mig!

Sá mótorhjól af merki sem ég kannaðist ekkert við í dag, og eins og alltaf þegar að mótorhjólum kemur sendi ég sms til pabba gamla og spurðist fyrir um merkið! Sá gamli hringdi strax í mig og við ræddum stutta stund hvaða hjóli þetta líktist og komum okkur saman um að ég skyldi reyna að finna mynd af því á netinu og senda honum! Það er bara það að nú er ég búin að steingleyma hvað merkið hét!!! Hahahaha!!!

Fékk heim lestarmiðana í dag, Ninna, við sjáumst bráðum! Kem til Gautaborgar um 7-leytið föstudaginn 17/8 og fer heim aftur um 5-leytið á sunnudeginum!

Nei, verð að drífa mig, er að fara með Beccu til læknis, hún kom heim í dag úr sumarbúðunum með stóra flís í stórutánni sem næst ekki úr og það er komin ígerð í þetta...farið að finnast eins og ég geri ekkert annað en vera hjá læknum með stelpurnar!

Á morgun erum við öll að fara til vinkonu minnar, erum þarna 3 gullfallegar ungar konur og svo Andreas sem ætlum að hafa smá keppni í Trivial Pursuit. Að sjálfsögðu kem ég til með að koma sigrandi úr þeirri keppni fyrst að Erna er ekki með! LoL

Eigið ánægjulegan föstudag, I won't Devil


Er hérna!

Eins og marga grunaði hef ég verið að þykjast eiga líf fyrir utan bloggið undanfarið...var ekki að vagga eigin ungabarni í gær, heldur barni vinkonu minnar...hér er engin fjölgun í gangi, verður ekki einu sinni hugleidd neitt á næstunni!!!

Er búin að standa í afmælisveseni, bæði búin að vera að halda veislu og mæta í veislur...fékk óvæntan næturgest um daginn...hún litla nafna mín frá Linköping var hérna hjá okkur, yndislegt bara!!!

Missti kærann fjölskyldumeðlim um daginn þegar litla fúla hamsturkellingin mín hélt á braut til ríkis forfeðranna...mikil sorg í gangi!

Er búin að skipta um eldhúsborð við vinkonu mína og fékk 2 stórar skjaldbökur í stóru fiskabúri í kaupbæti...myndi búa til súpu úr þeim ef það væri ekki fyrir að það er svo svakalega vond lykt af þeim að ég missi matarlystina!

Sendi Beccu í sumarbúðir á mánudaginn og er í fríi frá henni þangað til á föstudaginn! Já, eða hún í fríi frá okkur! Svo næstkomandi mánudag byrja ég í nýju vinnunni...er svo spennt að það hálfa væri nóg!

Svíar eru í þjóðarsorg...fallinn er frá stór maður í kvikmyndaheimi! Hellti mér út í lestur um hann í einu af öllum minningarblöðum sem hafa verið gefin út um hann eftir andlát hans og hlakkar til að lesa ævisöguna sem gefin verður út á næsta ári.

Hvað meira? Jú, maðurinn minn stoppaði nágranna okkar sem var að hnupla úr búðinni hérna úti, þegar hann (þjófurinn) reyndi að flýja var Nathalie mín fyrir honum svo hann danglaði í hana til að komast framhjá! Varð sem betur fer ekki mikið úr því, lítill marblettur, en við kærðum hann strax og ég hafði þar að auki samband við leigusalann og sagði að annaðhvort hendið þið honum út eða látið okkur hafa aðra íbúð! Þetta kallógeð er fatlaður að einhverju leyti, á erfitt með gang og tal, en það veitir honum engan rétt hvorki að stunda búðahnupl né beita lítil börn ofbeldi, eða hvað!?

Jæja, nóg um það...nú er ég búin að bæta upp bloggleysi, nú verð ég að snúa mér að mailinu mínu, er með nokkur hundruð ólesin, hef nefnilega ekkert verið í tölvunni síðan guð má vita hvenær!!!


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband