Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

Klukkan hvað? :)

Jæja...best að taka þátt í þessu klukki! Búin að reyna að forðast það en nú gefst ég upp fyrir hópþrýstingi LoL Gunnar (Rannug) klukkaði mig og ég ætla að klukka Ernu, Birnu, Ninnu, Jenna, Hjöddu, Kollu, Lilju og Auði!

8 hlutir um mig:

  1. Ég er með 132 í greindarvísitölu og er ótrúlega stolt af því!
  2. Ég á 2 yndislegar dætur.
  3. Ég á 3 nagdýr (kanínu, hamstur og eyðimerkurrottu).
  4. Mér finnst gaman að keyra bíl en leiðinlegt að lesa undir skriflega prófið (en ætla að ná því samt!!!)
  5. Ég elska að læra ný tungumál, sérstaklega finnst mér latína fallegt mál.
  6. Ég hef séð Pirates of the Caribbean At Worlds End tvisvar í bío so far og væri til í að fara aftur!
  7. Ég elska að lesa góðar bækur!!!
  8. Ég hlakka svo til að fá að byrja að vinna í ágúst að ég er alveg að deyja!!!

Búin! LoL

Faðir alheimsins, eða þ.e.a.s. faðir eldri dóttur minnar kom hérna ígær með kærustuna með sér til að skila af sér afmælisgjöfum til hennar...hann fékk ekki að koma inn, við bentum honum á að virkir eiturlyfjaneitendur væru ekki velkomnir hér en að hann fengi gjarnan að koma í heimsókn þegar hann væri búinn að gera eitthvað í sínum málum! Hann hefur ekki einu sinni hringt í hana í rúman mánuð og svo hringir hann daginn fyrir afmælið hennar til að biðja mig að koma með sér að kaupa handa henni gjafir!!! Sure thing man, í einhverjum samhliða alheimi kannski!!!
Og svo tilkynna þau stelpunni rétt áður en þau fara að þau séu að vinna að því að búa til systkini handa henni!!! Ojjjj bara!!!! Hringja í féló núna takk!!! Hann gat nú ekki einu sinni komið með gjafir handa henni ódrukkinn...og væri ekki betra að láta renna af sér ÁÐUR en maður hrúgar niður fleiri börnum?

Oh, whatever! Á morgun kemur afi hennar og sækir hana...hún hringdi í hann í dag til að bjóða honum í afmælið á laugardaginn og þá spurði hann mig hvort hún gæti ekki fengið að koma til þeirra...tími til kominn, hún hefur ekki hitt þau síðan á gamlárskvöld! Hún varð voða ánægð...hún missir að vísu af afmælisveislu sem við vorum boðnar í á morgun, en henni var alveg sama...og ég fer þá bara með Nathalie í afmælið LoL

Jæja, nenni ekki að skrifa meir...góða nótt everybody!


Afmæli!!!

Hún Becca mín átti afmæli ídag (16/7). 9 ára gömul!!! Trúi ekki hvað hún er orðin stór stelpa!!! InLove

TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ ENGILLINN MINN!!!


Föstudagur bara...

ÉG skipti um hellu á eldavélinni okkar áðan...og það kviknaði EKKI í!!! Wizard Ég er bara best!!!

Til hamingju með spúsa þinn Ninna!

Varð bara aðeins að kíkka inn og monta mig! Tounge

Nýji síminn minn er kominn á pósthúsið en ég fæ hann ekki fyrr en eftir rúma viku, my husband is such a bitch sometimes... Devil Ég er svo mikil tækjakelling að ég er alveg að deyja, vill fá símann í fyrradag helst...hann er að sjálfsögðu með myndavél, og svo líka innbyggðu útvarpi og mp3 spilara!!! Arghhh!!!

Elska ykkur öll!

PS: Erna, ég kann að skipta um hellu á eldavél en finn hinsvegar ekki takkann til að slökkva á rigningunni...ennþá grátt og blautt... Gasp


Rigning, rigning, rigning...

Hér er grátt og blautt og þunglyndislegt...fæ hausverk af svona leiðindaveðri GetLost

Maðurinn fór í vinnuna ídag, ennþá illt í puttanum en of eirðarlaus til að halda sig heima! Vinkonan betri og kom heim ídag...voða lasin ennþá en líður samt betur...þetta var víst skárri tegundin af heilahimnubólgu sem hún var með....hætt, var verið að hringja í mig og bjóða mér í kaffi á efri hæðinni...

See'ya...wouldn't wanna be'ya LoL


Nýjasta tækni og vísindi!

Veit að ég er algjör dellukelling, en ég verð bara að fá að monta mig aðeins...elskan mín var að panta nýjan síma handa konunni sinni...dökkbleikan Samsung SGH-E250! SmileHeart

Annars er það að frétta að minn meiddi sig í vinnunni í gær, skar sig illa á putta og þurfti að fara upp á sjúkrahús...fann svo mikið til í dag að hann var bara heima, og það skal mikið til að fá hann til að missa úr vinnu!!! Og eins og það sé ekki nóg, þá var vinkona mín af efri hæðinni sótt með sjúkrabíl í gær og lögð inn með heilahimnubólgu!

Nóg um það, nú er ég að missa af CSI!


Sumar?

Já, sænskt sumar hérna núna...ennþá svona grátt og blautt og þunglyndislegt...ekkert hægt að gera nema hanga heima og horfa á spólur... Crying

Henti stelpunum í bað svo ég geti komið einhverju í verk hérna...afmæli bráðum og svona...svo varð ég líka að þrífa Nathalie almennilega...þær voru nefnilega að mála með fingralitum áðan og litla rófan aðhyllist súrrealistískan stíl...hennar mottó virðist vera "My body is my canvas!" Yndislegt bara...hún var eldrauð waist up!

Er að lesa spennandi bók núna, svolítið í stíl við The Da Vinci Code, en ekki jafngóð samt...

Verð að hætta, þarf að ganga frá fullt af þvotti!


OJJJJ BARA!!!

Tók inn grein handa kanínuni í gær og greinilega var eitthvað á henni sem ákvað að flytja inn í hálminn á kanínubúrinu!!! Henti Lúðvík (kanínunni) út á svalir í ofboði, með vatn og mat með sér, fleygði stelpunum fram og sleit fram úðabrúsann með eitrinu...muahaha...kill them all!!! Nú á ég bara eftir að þrífa búrið svo Lúlli greyið geti komið inn úr útlegðinni Devil Ohhh...HATA svona ógeð!!! Ég er farin heim!!!

Náði loksins í yfirmanninn minn ídag til að fá að vita hvenær ég á að byrja í nýju vinnunni...byrja 6. ágúst "svona um níuleytið"! Þarf að fara að róta í fataskápnum til að finna viðeigandi klæðnað...ekki viðeigandi að vera í gallabuxum...þetta er svona jakkafata-pleis! Hlakkar alveg svakalega til að byrja þarna!!!

Fór á samkomu um helgina, var nefnilega boðið að vera ræðumaður þar...gekk mjög vel, stækkaði alveg helling við það...núna nær Ninna stubbur mér ALDREI!!! Muahahahahahaha DevilTounge

Veðrið er alveg skítsæmilegt, hitabeltishitinn búinn og núna er bara svona meira melló sænskt sumar hjá okkur...samt betra veður en heima!!! :)

Fór með stelpurnar til Gautaborgar í síðustu viku, á stað sem heitir Universeum...svaka flott!!! Þeir eru með hákarla, ekkert smá cool, maður fer inn í svona glergöng og sér þá synda yfir hausnum á manni...svo eru þeir með alls konar eiturslöngur, piraya-fiska, anakondu, þeir eru með heilan regnskóg líka, svakalega flott...þetta er svona eitt stórt gróðurhús sem er regnskógarlíkan, apar og alls konar dýr bara laus og svona!!! Kíkkið endilega inn á heimasíðuna: www.universeum.se
Beccu fannst þetta voða flott, en Nathalie fannst þetta meira svona scary... Þeir eru m.a.s. með svona fiska eins og þann sem varð Steve Irwin "The Crocodile Hunter" að bana.

Jæja, nenni ekki að skrifa meir í bili, skal samt reyna að vera ekki svona löt...

Knúúús á línuna!

PS: Ninna, ég er búin að gleyma hvenær þú sagðist vera að koma til Gautaborgar?


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband