Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

Meiri gellan...

Fór í búð ídag og keypti mér prentara/scanner/ljósritunarvél!!!

Mmmm....Terta!!!

Sheila vinkona mín bjó til tertu handa mér í dag, ógeð góða rjómatertu með súkkulaði, jarðaberjum og allskonar jukki...yndislegt bara...og ofan á tertunni var kerti í laginu eins og 4!!! Ææðislegt Grin!!!

Sama yndislega veðrið ídag, hlýtt og sól, sumarið örugglega aaalveg að smella á Smile

Reiddist ofsaleg ídag, litla stelpan hennar Sheila átti að fá að fara með afa sínum til Thailands í 3 vikur í nóvember, vantar þá bara vegabréf. Pabbi hennar, sem á heima í öðrum bæ og skiptir sér ALDREI af henni, hringir ekki einu sinni í hana, hvað þá sýnir áhuga á að hitta hana, sagði bara þvert nei, hann þekkti sko ekkert afann og vildi ekkert að hún væri að þvæla eitthvað á milli landa með ókunnugu fólki!!! Skrítið bara að afinn þekkir eiginlega stelpuna meira en pabbinn!!! Svona kalla bara ALLS EKKI!!! Honum er drullusama um stelpugreyið, en þarna ætlar hann andskotinn hafi það allt í einu að skipta sér af!!! Þetta barn er alls ekki í neinu uppáhaldi hjá mér, á satt að segja erfitt með að þola hana, en þetta er bara svo hræðilega skíttlegt!!!

Jæja, nóg um það, eigið ánægjulegt kvöld!

Knús!!!


Í takt við tímann :)

Ég fór ídag og fékk mér vefmyndavél, finnst ég vera algjör gella SmileCool Ætlaði að fá mér eina bleika en að sjálfsögðu voru þær búnar, svo ég fékk mér bara svarta í staðinn...sem er í stíl við hátalarana mína Tounge Ég og Sheila fengum okkur líka strigaskó í stíl fyrir daglegu gönguferðirnar okkar, nú vantar okkur bara sinn hvorn jakkann sem stendur Sparisjóður Ólafsfjarðar aftan á svo erum við good to go Wink

Og hér er 14 stiga hiti í skugga, skínandi sól og Becca farin út að hjóla...farin út í góða veðrið líka...thank you and goodbye!


Sunnudagur

Jæja, stóri dagurinn kominn, og engin sprenging, engir flugeldar, ég vaknaði ekki í morgun og leit öðruvísi út, himininn er ennþá blár á bak við hvítu skýin...LoL Ekki það, það var eiginlega bara eftir fyrsta árið sem ég bjóst við einhverjum ósköpum á "ðö dei", gerðist ekki þá heldur Tounge En, ég klappa mér á öxlina, brosi framan í spegilinn og hugsa með mér: "Sko mig, eitt ár í viðbót!" Smile Og takk fyrir hamingjuóskirnar stelpur, ef ég er heppin þá leyfir Erna mér að baka í dag, og svo hlýt ég að þjást af einhverju tímabundnu minnisleysi eða blackouti eða eitthvað, af því að mér var sagt þegar ég kom hingað í gær að ég væri búin að lofa að elda hérna í dag...man ekkert eftir að hafa gefið slíkt loforð en Erna er eins og Mogginn, allt satt sem stendur í henni...eða sem hún segir... Devil, þannig að á mánudaginn panta ég mér læknatíma til að kanna þetta minnisleysi mitt...

Og hér er eins og alltaf algjör dýragarður (og þá er ég ekki að meina bara út af dýrunum), yndislegt að koma hingað en jafngott að vita að ég get sko farið heim WinkLoL

Eigiði góðan sunnudag!


Nathalie Erna!

Varð bara að setja þessa inn, hún er gömul þessi mynd en bara alveg frábær!!!

 

Den galne proffesorn

Slökkviliðið!!!

Er að fara á slökkviliðsstöðina á laugardaginn með familíunni, þeir eru með opið hús, bjóða upp á kaffi og þess háttar...maður má víst prófa reykköfun og allt...það væri það að fá að kafa inní reyknum með einum sætum og þurfa að "þreifa sig fram" Joyful Það er við svona tækifæri sem ég vildi vera eins og Birna Tounge, það er að segja einhleyp LoL...
Nú, svo ætla ég að gera það mér til skemmtunnar, ánægju og yndisauka að sitja í rútu í nærri því 2 tíma með báðar yndislegu, stilltu stelpurófurnar mínar...ætla nefnilega að "skreppa í kaffi" til hennar Ernu, alveg kominn tími á að Nathalie Erna fái að venjast liðinu þarna uppfrá...þeim mun eldri sem hún verður þeim mun meira áfall verður þetta fyrir hana Wink 
Hún er svo aalveg með á hreinu hverja við erum að fara að hitta um helgina! Sko, Einar og Ívar og Birnu og ömmu og Ísak...svo stundum Ernu og Jenna líka! Vissi að vísu ekki að Birna og amma væru hjá Ernu en ég er nú alltaf sú sem er höfð útundan í þessari fjölskyldu, meira að segja Nathalie Erna fær að vita hlutina á undan mér...GetLost

Hún litla mín er svo sæt, hún segir stundum við pabba sinn: "Pabbi, ég eeelska þig, og Beccu...og Einar!" Happy Aaaalgjör rúsína!!!

Sagði Beccu að hún fengi að vera ein heima hjá Andreasi um helgina meðan ég og Nathalie færum til Ernu, þá sagði hún strax: "Oh, þá vil ég fara til Micho og Nicme!" Hehe...dissa stjúpa sinn hvað???
Var að vísu bara að stríða henni, auðvitað fær hún að fara með! Elsku skoffín!

Kominn mikið meira en mánuður síðan Faðirinn með stóru effi hafði eitthvað samband, já, fyrir utan þegar hann sendi kærustuna til að reyna að fá að hafa Beccu FrownAngry Sá hluti af mér sem er sú sem lifði hann af er OFSALEGA fegin að þurfa ekki að hafa neitt samband við hann, en sá hluti af mér sem er mamma dóttur hans er drullu helv...reið út í hann fyrir að vera svona skíttlegur að hringja ekki einusinni í hana!!! Væri nú ekki til of mikils mælst ef hann gæti skriðið út úr rassgatinu á sjálfum sér og séð að hann á yndislega litla stelpu sem elskar hann MIKIÐ meira en hann á skilið og sem væri bara allt í lagi að hafa í fyrsta, öðru og þriðja sæti!!! FÓLK ER FÍFL, bara sumir meira en aðrir!!!
Jæja, þetta er svo sem ekkert sem ég get breytt, það eina sem ég get gert er að vera sú mamma sem hún á skilið svo að hún eigi þó allavega eitt foreldri sem er ekki sama!!!

En yfir í annað skemmtilegra, ég hafði samband við bókasafnið ídag og bauðst til að hjálpa til við að panta bækur á íslensku, og hún þáði hjálpina, vill fá slóða og innkaupalista yfir hvaða bækur mér finnist eigi að panta! Get ég komið mér í kontakta eða hvað?! Nú ætla ég sko heldur betur að skemmta mér, gvöööð hvað það er gott að fá að lesa íslenskar bækur, á íslensku!!! Ég elska þetta mál, þessa þjóð og þetta land!!! Ísland er best!!! Áfram Ísland!!!

Vakti manninn minn í morgun, sagði honum, á íslensku, að hann skildi drífa sig á fætur (hey, hann vill endilega læra málið Smile), þá sneri hann sér að mér, glotti og sagði skýrt og greinilega: "Ég skilur ekki íslensku!" LoL 


Ammmmæææliiii!!!

Vildi bara vekja athygli systra minna á að ég á 4 ára "endurfæðingarafmæli" 25. mars (núna á sunnudaginn)...og mig langar alveg gííífurlega mikið í lopapeysu Grin Wink Joyful  blikk blikk...

Gvööööð hvað ég er orðin þreytt á að búa til fyrirsagnir...

Jæja, þá er þetta búið...nú verð ég að fara að hætta að tala illa um Andreas í símann á íslensku svo hann heyri til...hihihi...hann fór á bókasafnið í dag og fékk lánað íslenskunámskeið á kassettu! Nú ætlar minn sko aldeilis að læra málið! Mér finnst það nú bara flott hjá honum, gaman að hann skuli hafa svona áhuga á minni tungu og mínu landi...yndislegt bara!!!

LITLI, LITLI frændi minn hann Ingi Stefán er 21 árs gamall ídag...TIL HAMINGJU!!!  WizardMér finnst eins og það hafi verið í gær sem þessi litli gutti hringdi í stóru frænku sína á hverjum einasta degi bara svona til að spjalla aðeins! Grin Jeminn, hvað maður er að verða fullorðinn eitthvað!!!

Fór út að labba í morgun líka, finnst ég vera geggjað best! Fór svo í göngutúr með elskunni minni niðrí bæ líka, fórum og keyptum okkur steikarpönnu! Ánægð með það, mig vantaði svo eina venjulega sem viðbót við járnpönnuna mína! Mikilvægt að eiga almennileg eldhúsáhöld!!!

Á morgun ætla ég að fara út í kjötbúðina hérna og kaupa lambalifur, síðan ætla ég að elda handa fjölskyldunni minni ekta lifrabollur með kartöflum og brúnni sósu alveg eins og amma gerði hérna í denn...mmmmmmm gott!!!

Becca fór loksins í skólann í dag, ennþá með hálsbólgu greyið en amk hitalaus í nokkra daga núna...nú getur hún LOKSINS fengið að prófa hjólið sem við keyptum handa henni um helgina!


Út að labba...

Ég og vinkona mín fengum svona heilsukast í gær, okkur leiddist svo við ákváðum að fara út í göngutúr! Sagt og gert, hún kom með stelpuna sína og skildi hana eftir hjá Andreasi með okkar stelpum og svo fórum við á stað. Nema hvað, það fer allt í einu að snjóa svona gríðarlega að göngutúrinn endaði  korteri seinna á pöbbnum með sínhvora kók Tounge
Eeen...í morgun bættum við það heldur betur upp, fórum í eins og hálfs tíma langann göngutúr í skínandi sól...nei, ég er ekki að grínast, þetta er satt!!! Svo fórum við heim og fengum okkur morgunmat, og á morgun ætlum við að gera þetta aftur, þetta var bara yndislegt, passar svo fínt að rölta til dagmömmunnar með Nathalie Ernu og halda svo bara áfram að rölta enda margt fallegt að sjá hér um kring.

Nú ætla ég að fylgja fordæmi Ernu og fara og setja í þvottavél...var að taka fram stærri föt fyrir Nathalie Ernu, þarf svo að fara að versla buxur handa Rebeccu, það er algjört met hvað þessi börn stækka hjá manni. Fann svo falleg föt í gær sem ég hafði misst af að nota fyrir Nathalie, þá glotti maðurinn minn, hristi buxnaskálmina og sagði: "Búinn að redda því!" Fyndinn þessi LoL

 


Föstudagur til fjár...

Mmmm...komin helgi! Og nú er komið að greyið Beccu minni að vera lasin Frown Ekkert mikið, en nóg til að hún fékk að vera heima ídag, skinnið! En það er allt í lagi af því að á morgun fær hún nýtt hjól!!! Fann notað hjól skítbillegt á netinu, voða flott!

Við hjónin ákváðum að vera óábyrg og barnaleg og keyptum okkur tölvuspil í gamla playstationið okkar, og að sjálfsögðu þá alveg valta ég yfir hann í því Wink

Jæja, nenni ekki að skrifa meira, krakkarnir tuða og tuða og fikta og vesenast, alveg i essinu sínu í kvöld...

Eigiði yndislega helgi öllsömul!


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband